Iron Man 3 verður undir kínverskum áhrifum 16. apríl 2012 21:30 Kínverskt kvikmyndafyrirtæki mun koma að framleiðslu næstu Iron Man kvikmyndarinnar. Disney tilkynnti þetta í dag en talið er að samstarfið sé liður í áætlun fyrirtækisins um að styrkja tengsl sín við kvikmyndaiðnaðinn í Kína. Það verður kínverska fyrirtækið DMG sem mun fjárfesta í Iron Man 3 en hún kemur út á næsta ári. Fyrirtækið mun einnig annast dreifingu kvikmyndarinnar í Kína. „Við vitum að Iron Man á marga aðdáendur í Kína," sagði Stanley Cheung, talsmaður Disney í Kína. „Þess vegna ætlum við að glæða nýju myndina kínverskum blæ og mun útlit hennar og söguþráður taka mið af því." Vonast er til að Iron Man 3 verði frumsýnd 3. maí á næsta ári. Robert Downey Jr. fer með hlutverk Járnmannsins í þriðja sinn. Þá munu þau Gwyneth Paltrow og Don Cheadle einnig snúa aftur. Það er síðan Shane Black sem mun annast leikstjórn Iron Man 3. Black var á sínum tíma einn vinsælasti handritshöfundur Hollywood en hann á heiðurinn af Lethal Weapon kvikmyndunum. Kvikmyndaiðnaðurinn í Kína hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum. Þá ákváðu yfirvöld í Kína fyrir stuttu að liðka um fyrir fjárfestingum í erlendum kvikmyndum og því sækjast kvikmyndafyrirtæki í Hollywood nú eftir að laða að kínverska fjárfesta. Helsti keppinautur Disney, DreamWorks, tilkynnti fyrir nokkru að fyrirtækið muni reisa nýtt framleiðsluver sitt í Sjanghæ. Áhugasamir geta séð brot úr Iron Man 2 hér fyrir ofan. Mest lesið Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Kínverskt kvikmyndafyrirtæki mun koma að framleiðslu næstu Iron Man kvikmyndarinnar. Disney tilkynnti þetta í dag en talið er að samstarfið sé liður í áætlun fyrirtækisins um að styrkja tengsl sín við kvikmyndaiðnaðinn í Kína. Það verður kínverska fyrirtækið DMG sem mun fjárfesta í Iron Man 3 en hún kemur út á næsta ári. Fyrirtækið mun einnig annast dreifingu kvikmyndarinnar í Kína. „Við vitum að Iron Man á marga aðdáendur í Kína," sagði Stanley Cheung, talsmaður Disney í Kína. „Þess vegna ætlum við að glæða nýju myndina kínverskum blæ og mun útlit hennar og söguþráður taka mið af því." Vonast er til að Iron Man 3 verði frumsýnd 3. maí á næsta ári. Robert Downey Jr. fer með hlutverk Járnmannsins í þriðja sinn. Þá munu þau Gwyneth Paltrow og Don Cheadle einnig snúa aftur. Það er síðan Shane Black sem mun annast leikstjórn Iron Man 3. Black var á sínum tíma einn vinsælasti handritshöfundur Hollywood en hann á heiðurinn af Lethal Weapon kvikmyndunum. Kvikmyndaiðnaðurinn í Kína hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum. Þá ákváðu yfirvöld í Kína fyrir stuttu að liðka um fyrir fjárfestingum í erlendum kvikmyndum og því sækjast kvikmyndafyrirtæki í Hollywood nú eftir að laða að kínverska fjárfesta. Helsti keppinautur Disney, DreamWorks, tilkynnti fyrir nokkru að fyrirtækið muni reisa nýtt framleiðsluver sitt í Sjanghæ. Áhugasamir geta séð brot úr Iron Man 2 hér fyrir ofan.
Mest lesið Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira