Sigurður Ragnar: Megum ekki misstíga okkur aftur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. apríl 2012 21:24 Mynd/Daníel Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, var eðlilega svekktur eftir 1-0 tap síns liðs fyrir Belgíu í kvöld. „Þessi leikur þróðist á svipaðan máta og þegar við mættum þeim á Laugardalsvellinum," sagði Sigurður Ragnar við Vísi í kvöld en liðin gerðu þá markalaust jafntefli. „Við vorum miklu meira með boltann í kvöld, alveg eins og þá, og sköpuðum okkur nokkur færi. Við hefðum getað klárað leikinn en nýttum ekki færin vel." „Svo komust þær í skyndisókn og okkur var einfaldlega refsað. Þær fengu tvö færi í öllum leiknum og nýttu annað þeirra." „Mér fannst við vera með góð tök á leiknum en það var svo auðvitað áfall að fá þetta mark á okkur. Við reyndum ítrekað að finna leið fram hjá þykkum varnarmúr Belganna en það reyndist mjög erfitt. Þær spiluðu með allt sitt lið nánast á sínum varnarhelmingi." „Það verður þó að hrósa Belgunum fyrir það að leikmenn börðust fyrir sínu og áttu góðan leik. Það verður ekki tekið af þeim," bætti Sigurður Ragnar við. Belgía er nú komið í toppsæti riðilsins en Ísland er í öðru sæti, einu stigi á eftir Belgum. En Ísland á leik til góða og getur með því að vinna síðustu þrjá leiki sína í riðlinum tryggt sér farseðilinn til Svíþjóðar næsta sumar þar sem úrslitakeppni EM fer fram. „Þetta var afar svekkjandi því við ætluðum okkur að fá þrjú stig. Við teljum okkur enn vera betri í fótbolta en þær en lið sem spila þétta og góða vörn geta unnið leiki." „En okkar örlög eru enn í okkar höndum. En nú er ljóst að við megum ekkert misstíga okkur frekar. Það gæti endað þannig að við kæmumst ekki einu sinni í umspil." Ísland mætir Ungverjalandi og Búlgaríu í júní og svo Norðmönnum ytra í september. Íslenski boltinn Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, var eðlilega svekktur eftir 1-0 tap síns liðs fyrir Belgíu í kvöld. „Þessi leikur þróðist á svipaðan máta og þegar við mættum þeim á Laugardalsvellinum," sagði Sigurður Ragnar við Vísi í kvöld en liðin gerðu þá markalaust jafntefli. „Við vorum miklu meira með boltann í kvöld, alveg eins og þá, og sköpuðum okkur nokkur færi. Við hefðum getað klárað leikinn en nýttum ekki færin vel." „Svo komust þær í skyndisókn og okkur var einfaldlega refsað. Þær fengu tvö færi í öllum leiknum og nýttu annað þeirra." „Mér fannst við vera með góð tök á leiknum en það var svo auðvitað áfall að fá þetta mark á okkur. Við reyndum ítrekað að finna leið fram hjá þykkum varnarmúr Belganna en það reyndist mjög erfitt. Þær spiluðu með allt sitt lið nánast á sínum varnarhelmingi." „Það verður þó að hrósa Belgunum fyrir það að leikmenn börðust fyrir sínu og áttu góðan leik. Það verður ekki tekið af þeim," bætti Sigurður Ragnar við. Belgía er nú komið í toppsæti riðilsins en Ísland er í öðru sæti, einu stigi á eftir Belgum. En Ísland á leik til góða og getur með því að vinna síðustu þrjá leiki sína í riðlinum tryggt sér farseðilinn til Svíþjóðar næsta sumar þar sem úrslitakeppni EM fer fram. „Þetta var afar svekkjandi því við ætluðum okkur að fá þrjú stig. Við teljum okkur enn vera betri í fótbolta en þær en lið sem spila þétta og góða vörn geta unnið leiki." „En okkar örlög eru enn í okkar höndum. En nú er ljóst að við megum ekkert misstíga okkur frekar. Það gæti endað þannig að við kæmumst ekki einu sinni í umspil." Ísland mætir Ungverjalandi og Búlgaríu í júní og svo Norðmönnum ytra í september.
Íslenski boltinn Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Sjá meira