Þórólfur Árnason íhugar líka forsetaframboð Erla Hlynsdóttir skrifar 10. mars 2012 18:32 Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, hefur um hríð velt fyrir sér að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Elín Hirst er einnig alvarlega að íhuga framboð. Fréttastofa ræddi í dag við nokkra þeirra sem íhuga að gefa kost á sér. Þórólfur hefur ekki áður tjáð sig um forsetaframframboðið. Hann segir stuðningsmenn sína hafa unnið að mögulegu framboði í nokkurn tíma. Það hafi hins vegar komið upp ný staða þegar Ólafur Ragnar Grímsson ákvað að gefa kost á sér áfram. Þórólfur telur líklegt að framboð Ólafs hafi sett fleiri en hann í biðstöðu. Hann vill hvorki segja af né á um hvort hann ætlar fram. Elín Hirst fjölmiðlakona segist í samtali við fréttastofu alvarlega vera að íhuga að gefa kost á sér. Hún segir að mörgu að huga varðandi framboð, meðal annars þeim mikla kostnaði sem því fylgi. Samkvæmt kostnaðarmati sem fréttastofa lét gera í gær má hver frambjóðandi reikna með um þrjátíu milljónum í framboðið. Elín telur tími til kominn að annar taki við keflinu af Ólafi Ragnari, hvort sem það er hún sjálf eða annar. Stefán Jón Hafstein virðist áhugasamur um framboð. Í Fréttablaðinu í dag birtist grein eftir Stefán Jón þar sem hann skorar á Ólaf Ragnar að gera grein fyrir því af hverju hann telur þörf á því að hann gefi áfram kost á sér. Þá rifjar hann upp tengsl Ólafs Ragnars við útrásina umdeildu, og segir að það jafngildi uppgjöf að kjósa „forseta Gamla Íslands enn á ný eftir sextán ára setu á þeim valdastóli." Ekki náðist tal af Stefáni Jóni sem nú staddur í Malaví þar sem hann starfar fyrir Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur segir það ekki hafa skipt sig máli hvort Ólafur Ragnar myndi gefa kost á sér. Mögulegt framboð hans sé óháð því. Ari Trausti reiknar með að taka endanlega ákvörðun öðru hvoru megin við páska: Hann segir kostnaðinn vissulega skipta máli. Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona hefur einnig verið nefnd sem mögulegur frambjóðandi, en ekki náðist tal af henni í dag. Þegar hafa þeir Ástþór Magnússon og Jón Lárusson tilkynnt um framboð. Það eru því margir sem líta hýru auga til Bessastaða en spurningin er aðeins ein: Er einhver nógu sterkur til að fella Ólaf Ragnar? Forsetakosningar 2012 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, hefur um hríð velt fyrir sér að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Elín Hirst er einnig alvarlega að íhuga framboð. Fréttastofa ræddi í dag við nokkra þeirra sem íhuga að gefa kost á sér. Þórólfur hefur ekki áður tjáð sig um forsetaframframboðið. Hann segir stuðningsmenn sína hafa unnið að mögulegu framboði í nokkurn tíma. Það hafi hins vegar komið upp ný staða þegar Ólafur Ragnar Grímsson ákvað að gefa kost á sér áfram. Þórólfur telur líklegt að framboð Ólafs hafi sett fleiri en hann í biðstöðu. Hann vill hvorki segja af né á um hvort hann ætlar fram. Elín Hirst fjölmiðlakona segist í samtali við fréttastofu alvarlega vera að íhuga að gefa kost á sér. Hún segir að mörgu að huga varðandi framboð, meðal annars þeim mikla kostnaði sem því fylgi. Samkvæmt kostnaðarmati sem fréttastofa lét gera í gær má hver frambjóðandi reikna með um þrjátíu milljónum í framboðið. Elín telur tími til kominn að annar taki við keflinu af Ólafi Ragnari, hvort sem það er hún sjálf eða annar. Stefán Jón Hafstein virðist áhugasamur um framboð. Í Fréttablaðinu í dag birtist grein eftir Stefán Jón þar sem hann skorar á Ólaf Ragnar að gera grein fyrir því af hverju hann telur þörf á því að hann gefi áfram kost á sér. Þá rifjar hann upp tengsl Ólafs Ragnars við útrásina umdeildu, og segir að það jafngildi uppgjöf að kjósa „forseta Gamla Íslands enn á ný eftir sextán ára setu á þeim valdastóli." Ekki náðist tal af Stefáni Jóni sem nú staddur í Malaví þar sem hann starfar fyrir Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur segir það ekki hafa skipt sig máli hvort Ólafur Ragnar myndi gefa kost á sér. Mögulegt framboð hans sé óháð því. Ari Trausti reiknar með að taka endanlega ákvörðun öðru hvoru megin við páska: Hann segir kostnaðinn vissulega skipta máli. Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona hefur einnig verið nefnd sem mögulegur frambjóðandi, en ekki náðist tal af henni í dag. Þegar hafa þeir Ástþór Magnússon og Jón Lárusson tilkynnt um framboð. Það eru því margir sem líta hýru auga til Bessastaða en spurningin er aðeins ein: Er einhver nógu sterkur til að fella Ólaf Ragnar?
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira