Isinbayeva þurfti aðeins tvö stökk til að tryggja sér gullið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. mars 2012 09:15 Isinbayeva gaf sér tíma til að sinna aðdáendum sínum í Istanbúl í gær. Nordic Photos / Getty Yelena Isinbayeva frá Rússlandi þurfti aðeins tvö stökk til þess að tryggja sér gullverðlaun í stangarstökki kvenna á HM í frjálsum íþróttum innanhúss sem stendur yfir í Istanbúl. Isinbayeva hóf leik þegar ráin var í 4,70 metrum. Það lifnaði yfir áhorfendum í Atakoy-frjálsíþróttahöllinni í Istanbúl en þá voru tvær klukkustundir liðnar af stangarstökkskeppninni og flestir aðrir keppendur úr leik. Isinbayeva sveif yfir rána í fyrstu tilraun og gerði slíkt hið sama þegar hún reyndi við 4,80 metra. Isinbayeva, sem setti á dögunum heimsmet þegar hún stökk 5,01 metra, reyndi að bæta metið um sentimetra en tókst ekki. „Þetta var mjög þýðingarmikill sigur fyrir mig. Síðustu þrjú ár hafa sýnt mér hvað árangurinn skiptir mig miklu máli," sagði hin rússneska Isinbayeva sem vann síðast titil á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Isinbayeva hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin ár og tók sér hlé eftir HM utanhúss 2009. Eftir ellefu mánaða fjarveru sneri hún aftur á síðasta ári og virðist í fantaformi. „Í dag hef ég betri skilning á afrekum mínum, hversu glæsileg þau voru og eru," sagði Isinbayeva sem segir hlé hennar frá íþróttinni hafa gert henni gott. Líkaminn sé úthvíldur líkt og hugur hennar. Íslandsmet Þóreyjar Eddu Elísdóttur í stangarstökki kvenna innanhúss er 4,51 metri. Erlendar Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sjá meira
Yelena Isinbayeva frá Rússlandi þurfti aðeins tvö stökk til þess að tryggja sér gullverðlaun í stangarstökki kvenna á HM í frjálsum íþróttum innanhúss sem stendur yfir í Istanbúl. Isinbayeva hóf leik þegar ráin var í 4,70 metrum. Það lifnaði yfir áhorfendum í Atakoy-frjálsíþróttahöllinni í Istanbúl en þá voru tvær klukkustundir liðnar af stangarstökkskeppninni og flestir aðrir keppendur úr leik. Isinbayeva sveif yfir rána í fyrstu tilraun og gerði slíkt hið sama þegar hún reyndi við 4,80 metra. Isinbayeva, sem setti á dögunum heimsmet þegar hún stökk 5,01 metra, reyndi að bæta metið um sentimetra en tókst ekki. „Þetta var mjög þýðingarmikill sigur fyrir mig. Síðustu þrjú ár hafa sýnt mér hvað árangurinn skiptir mig miklu máli," sagði hin rússneska Isinbayeva sem vann síðast titil á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Isinbayeva hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin ár og tók sér hlé eftir HM utanhúss 2009. Eftir ellefu mánaða fjarveru sneri hún aftur á síðasta ári og virðist í fantaformi. „Í dag hef ég betri skilning á afrekum mínum, hversu glæsileg þau voru og eru," sagði Isinbayeva sem segir hlé hennar frá íþróttinni hafa gert henni gott. Líkaminn sé úthvíldur líkt og hugur hennar. Íslandsmet Þóreyjar Eddu Elísdóttur í stangarstökki kvenna innanhúss er 4,51 metri.
Erlendar Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sjá meira