Kínverjar og Norðmenn í köldu stríði 23. febrúar 2012 12:26 Thorbjörn Jagland formaður norsku Nóbelsnefndarinnar við auðan stól verðlaunahafans kínverska andófsmannsins Liu Xiaobo. Mynd/AP Norðurskautsráðið gæti orðið að vopni í höndum Norðmanna í pólitískri deilu þeirra við Kínverja, en Kínverjar hafa fryst Norðmenn og norskan útflutning algjörlega eftir að þeir veittu kínverskum andófsmanni Nóbelsverðlaun. Jafnvel stærstu ríki heims forðast að lenda í deilum við Kínverja, enda er land þeirra óðum að ná yfirburðastöðu þegar kemur að bæði milliríkjaviðskiptum og alþjóðastjórnmálum. Þrátt fyrir að vera aðeins á við litla kínverska borg að mannfjölda ætlar smáþjóðin Norðmenn þó að reynast Kínverjum óþægur ljár í þúfu. Það er komið á annað ár síðan norska Nóbelsverðlaunanefndin veitti Liu Xiaobo, kínverskum andófsmanni, friðarverðlaun, en það þótti táknrænt að tómur stóll var skilinn eftir fyrir hann á sviðinu í Osló, þar sem Liu sat í fangelsi í heimalandi sínu. Kínverjar brugðust harkalega við, þrátt fyrir að ríkisstjórn Noregs hafi margítrekað við Kínverja að hún hefði ekkert um verðlaunin að segja, og frysti norska ráðamenn úti, hætti fríverslunarviðræðum við landið og stoppaði innflutning á norskum laxi í tollinum. Breska vikublaðið The Economist fjallar um málið í nýjasta hefti sínu, en blaðið telur að Norðmenn þurfi ekki að örvænta, enda atvinnustig, hagvöxtur og ríkisrekstur með besta móti í landinu, auk þess sem Kína eigi lítinn þátt í utanríkisverslun þjóðarinnar. Þvert á móti sé nú útlit fyrir að Norðmenn ætli sjálfir að grípa til pólitískra vopna, en Kína hefur undanfarið sóst eftir varanlegu sæti áheyrnarfulltrúa í Norðurskautsráðinu, þar sem bæði Íslendingar og Norðmenn eiga sæti. Norðmenn geta þar beitt neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að vonir Kínverja rætist. Norskir ráðamenn hafa raunar neitað sögusögnum í fjölmiðlum um að þeir hafi þegar ákveðið að beita neitunarvaldinu, en eitt er þeim allavega ljóst eins og blaðið kemst að orði - það verður erfitt fyrir þá að vinna með þjóð sem neitar að hitta þá, hvað þá meira. Nóbelsverðlaun Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fleiri fréttir Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Sjá meira
Norðurskautsráðið gæti orðið að vopni í höndum Norðmanna í pólitískri deilu þeirra við Kínverja, en Kínverjar hafa fryst Norðmenn og norskan útflutning algjörlega eftir að þeir veittu kínverskum andófsmanni Nóbelsverðlaun. Jafnvel stærstu ríki heims forðast að lenda í deilum við Kínverja, enda er land þeirra óðum að ná yfirburðastöðu þegar kemur að bæði milliríkjaviðskiptum og alþjóðastjórnmálum. Þrátt fyrir að vera aðeins á við litla kínverska borg að mannfjölda ætlar smáþjóðin Norðmenn þó að reynast Kínverjum óþægur ljár í þúfu. Það er komið á annað ár síðan norska Nóbelsverðlaunanefndin veitti Liu Xiaobo, kínverskum andófsmanni, friðarverðlaun, en það þótti táknrænt að tómur stóll var skilinn eftir fyrir hann á sviðinu í Osló, þar sem Liu sat í fangelsi í heimalandi sínu. Kínverjar brugðust harkalega við, þrátt fyrir að ríkisstjórn Noregs hafi margítrekað við Kínverja að hún hefði ekkert um verðlaunin að segja, og frysti norska ráðamenn úti, hætti fríverslunarviðræðum við landið og stoppaði innflutning á norskum laxi í tollinum. Breska vikublaðið The Economist fjallar um málið í nýjasta hefti sínu, en blaðið telur að Norðmenn þurfi ekki að örvænta, enda atvinnustig, hagvöxtur og ríkisrekstur með besta móti í landinu, auk þess sem Kína eigi lítinn þátt í utanríkisverslun þjóðarinnar. Þvert á móti sé nú útlit fyrir að Norðmenn ætli sjálfir að grípa til pólitískra vopna, en Kína hefur undanfarið sóst eftir varanlegu sæti áheyrnarfulltrúa í Norðurskautsráðinu, þar sem bæði Íslendingar og Norðmenn eiga sæti. Norðmenn geta þar beitt neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að vonir Kínverja rætist. Norskir ráðamenn hafa raunar neitað sögusögnum í fjölmiðlum um að þeir hafi þegar ákveðið að beita neitunarvaldinu, en eitt er þeim allavega ljóst eins og blaðið kemst að orði - það verður erfitt fyrir þá að vinna með þjóð sem neitar að hitta þá, hvað þá meira.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fleiri fréttir Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Sjá meira