Veiðin byrjar í Varmá 1. apríl Karl Lúðvíksson skrifar 24. febrúar 2012 13:51 Þeir eru oft stórir vorbirtingarnir í Varmá Mynd af www.svfr.is Stangaveiði í Varmá og Þorleifslæk mun hefjast þann 1. apríl næstkomandi. Öll veiðileyfi frá og með opnunardegi verða aðgengileg á vefsölu SVFR sem opnar fyrstu viku marsmánaðar. Veiðileyfin á vatnasvæðið hafa verið í sölu hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur mörg undanfarin ár. Við klórslys það sem varð síðla árs 2007 breyttist sölufyrirkomulag veiðileyfa á þann veg að félagið tók ána í umboðssölu og var veiðiálag minnkað. Í vetur bauð Veiðifélag Varmár og Þorleifslækjar ána út í lokuðu útboði. Endaði það ferli með samningi við SVFR, en nokkuð áhugi var meðal veiðileyfasala. Félagið er því orðið leigutaki af vatnasvæðinu á nýjan leik, en því miður fylgdu útboðinu umtalsverðar verðhækkanir. Þess má geta að á meðan að umrætt útboðsferli fór fram þá stóð yfir undirbúningur að úthlutunarferli SVFR. Vegna þess náði áin ekki inn í úthlutunina þetta árið. Sölufyrirkomulag fyrir komandi tímabil verður á þá lund að leyfin verða í boði við opnun vefsölu SVFR sem opnar fyrstu viku marsmánaðar. Félagsmenn munu þá hafa forgang að kaupunum undir "fyrstur kemur fyrstur fær" skilmálum. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á veiðifyrirkomulaginu í Varmá. Aftur verður stangarfjöldi settur í sex stangir allt tímabilið. Hins vegar mun öll áin verða veidd frá 1. apríl, og því leyft að veiða á efri svæðunum strax frá opnun. Er þetta samkvæmt skilmálum sem gefnir eru út af veiðifélagi árinnar. Fram til 1. júní skal öllum veiddum fiski sleppt lifandi í ána á nýjan leik, en eftir þann tíma er kvóti sem nemur einum fiski á dag. Eftir sem áður eru veiðimenn hvattir til þess að sleppa þeim fiskum er þeir veiða, sér í lagi stærri sjóbirtingi. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Lifnar yfir Stóru Laxá með hækkandi vatni Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Gæsaveiðin er í fullum gangi Veiði Mikið líf í Varmá Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Stóra Laxá 1-2 opnuð með stæl Veiði Tröllvaxin bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Þrír á land á fyrstu vakt í Jöklu Veiði
Stangaveiði í Varmá og Þorleifslæk mun hefjast þann 1. apríl næstkomandi. Öll veiðileyfi frá og með opnunardegi verða aðgengileg á vefsölu SVFR sem opnar fyrstu viku marsmánaðar. Veiðileyfin á vatnasvæðið hafa verið í sölu hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur mörg undanfarin ár. Við klórslys það sem varð síðla árs 2007 breyttist sölufyrirkomulag veiðileyfa á þann veg að félagið tók ána í umboðssölu og var veiðiálag minnkað. Í vetur bauð Veiðifélag Varmár og Þorleifslækjar ána út í lokuðu útboði. Endaði það ferli með samningi við SVFR, en nokkuð áhugi var meðal veiðileyfasala. Félagið er því orðið leigutaki af vatnasvæðinu á nýjan leik, en því miður fylgdu útboðinu umtalsverðar verðhækkanir. Þess má geta að á meðan að umrætt útboðsferli fór fram þá stóð yfir undirbúningur að úthlutunarferli SVFR. Vegna þess náði áin ekki inn í úthlutunina þetta árið. Sölufyrirkomulag fyrir komandi tímabil verður á þá lund að leyfin verða í boði við opnun vefsölu SVFR sem opnar fyrstu viku marsmánaðar. Félagsmenn munu þá hafa forgang að kaupunum undir "fyrstur kemur fyrstur fær" skilmálum. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á veiðifyrirkomulaginu í Varmá. Aftur verður stangarfjöldi settur í sex stangir allt tímabilið. Hins vegar mun öll áin verða veidd frá 1. apríl, og því leyft að veiða á efri svæðunum strax frá opnun. Er þetta samkvæmt skilmálum sem gefnir eru út af veiðifélagi árinnar. Fram til 1. júní skal öllum veiddum fiski sleppt lifandi í ána á nýjan leik, en eftir þann tíma er kvóti sem nemur einum fiski á dag. Eftir sem áður eru veiðimenn hvattir til þess að sleppa þeim fiskum er þeir veiða, sér í lagi stærri sjóbirtingi. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Lifnar yfir Stóru Laxá með hækkandi vatni Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Gæsaveiðin er í fullum gangi Veiði Mikið líf í Varmá Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Stóra Laxá 1-2 opnuð með stæl Veiði Tröllvaxin bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Þrír á land á fyrstu vakt í Jöklu Veiði