Veiðin byrjar í Varmá 1. apríl Karl Lúðvíksson skrifar 24. febrúar 2012 13:51 Þeir eru oft stórir vorbirtingarnir í Varmá Mynd af www.svfr.is Stangaveiði í Varmá og Þorleifslæk mun hefjast þann 1. apríl næstkomandi. Öll veiðileyfi frá og með opnunardegi verða aðgengileg á vefsölu SVFR sem opnar fyrstu viku marsmánaðar. Veiðileyfin á vatnasvæðið hafa verið í sölu hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur mörg undanfarin ár. Við klórslys það sem varð síðla árs 2007 breyttist sölufyrirkomulag veiðileyfa á þann veg að félagið tók ána í umboðssölu og var veiðiálag minnkað. Í vetur bauð Veiðifélag Varmár og Þorleifslækjar ána út í lokuðu útboði. Endaði það ferli með samningi við SVFR, en nokkuð áhugi var meðal veiðileyfasala. Félagið er því orðið leigutaki af vatnasvæðinu á nýjan leik, en því miður fylgdu útboðinu umtalsverðar verðhækkanir. Þess má geta að á meðan að umrætt útboðsferli fór fram þá stóð yfir undirbúningur að úthlutunarferli SVFR. Vegna þess náði áin ekki inn í úthlutunina þetta árið. Sölufyrirkomulag fyrir komandi tímabil verður á þá lund að leyfin verða í boði við opnun vefsölu SVFR sem opnar fyrstu viku marsmánaðar. Félagsmenn munu þá hafa forgang að kaupunum undir "fyrstur kemur fyrstur fær" skilmálum. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á veiðifyrirkomulaginu í Varmá. Aftur verður stangarfjöldi settur í sex stangir allt tímabilið. Hins vegar mun öll áin verða veidd frá 1. apríl, og því leyft að veiða á efri svæðunum strax frá opnun. Er þetta samkvæmt skilmálum sem gefnir eru út af veiðifélagi árinnar. Fram til 1. júní skal öllum veiddum fiski sleppt lifandi í ána á nýjan leik, en eftir þann tíma er kvóti sem nemur einum fiski á dag. Eftir sem áður eru veiðimenn hvattir til þess að sleppa þeim fiskum er þeir veiða, sér í lagi stærri sjóbirtingi. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Tröllvaxin bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum Veiði Mikið líf í Varmá Veiði Stórir urriðar að koma á land í Þingvallavatni Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Fengu 17 laxa á eina stöng í Elliðaánum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Gæsaveiðin er í fullum gangi Veiði
Stangaveiði í Varmá og Þorleifslæk mun hefjast þann 1. apríl næstkomandi. Öll veiðileyfi frá og með opnunardegi verða aðgengileg á vefsölu SVFR sem opnar fyrstu viku marsmánaðar. Veiðileyfin á vatnasvæðið hafa verið í sölu hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur mörg undanfarin ár. Við klórslys það sem varð síðla árs 2007 breyttist sölufyrirkomulag veiðileyfa á þann veg að félagið tók ána í umboðssölu og var veiðiálag minnkað. Í vetur bauð Veiðifélag Varmár og Þorleifslækjar ána út í lokuðu útboði. Endaði það ferli með samningi við SVFR, en nokkuð áhugi var meðal veiðileyfasala. Félagið er því orðið leigutaki af vatnasvæðinu á nýjan leik, en því miður fylgdu útboðinu umtalsverðar verðhækkanir. Þess má geta að á meðan að umrætt útboðsferli fór fram þá stóð yfir undirbúningur að úthlutunarferli SVFR. Vegna þess náði áin ekki inn í úthlutunina þetta árið. Sölufyrirkomulag fyrir komandi tímabil verður á þá lund að leyfin verða í boði við opnun vefsölu SVFR sem opnar fyrstu viku marsmánaðar. Félagsmenn munu þá hafa forgang að kaupunum undir "fyrstur kemur fyrstur fær" skilmálum. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á veiðifyrirkomulaginu í Varmá. Aftur verður stangarfjöldi settur í sex stangir allt tímabilið. Hins vegar mun öll áin verða veidd frá 1. apríl, og því leyft að veiða á efri svæðunum strax frá opnun. Er þetta samkvæmt skilmálum sem gefnir eru út af veiðifélagi árinnar. Fram til 1. júní skal öllum veiddum fiski sleppt lifandi í ána á nýjan leik, en eftir þann tíma er kvóti sem nemur einum fiski á dag. Eftir sem áður eru veiðimenn hvattir til þess að sleppa þeim fiskum er þeir veiða, sér í lagi stærri sjóbirtingi. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Tröllvaxin bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum Veiði Mikið líf í Varmá Veiði Stórir urriðar að koma á land í Þingvallavatni Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Fengu 17 laxa á eina stöng í Elliðaánum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Gæsaveiðin er í fullum gangi Veiði