Umfjöllun og viðtöl: ÍBV – Valur 18-27 | Valur bikarmeistari Stefán Hirst Friðriksson í Laugardalshöll skrifar 25. febrúar 2012 12:45 Valskonur fögnuðu sigrinum vel og innilega í dag. Mynd / Daníel Valskonur urðu í dag bikarmeistarar í handknattleik eftir öruggan sigur á ÍBV. Eftir að Eyjakonur skoruðu tvö fyrstu mörkin tók Valur leikinn í sínar hendur og landaði öruggum sigri 18-27. Eyjastúlkur virkuðu tilbúnar í upphafi leiks en þær skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins. Valur skellti í lás í kjölfarið á því og tókst ÍBV ekki að skora mark næstu tólf mínútur leiksins. Valur var því komið í þægilega átta marka forystu um miðbik fyrri hálfleiksins. Nokkuð jafnræði var með liðunum út hálfleikinn sem einkenndist af slæmum sóknarákvörðunum en bæði lið og þá sérstaklega ÍBV voru að tapa alltof mörgum boltum. Ivana Mladenoviv, leikmaður ÍBV fékk dæmt á sig vítakast og tveggja mínútna brottvísun á síðustu andartökum hálfleiksins og nýtti Valur sér það og leiddu þær með sjö mörkum, 6-13 þegar flautað var til hálfleiks. Valur hafði greinilega ekki í hyggju að slaka á klónni því að þær byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti. Vörnin þeirra var gríðarlega sterk og komust Eyjastúlkur lítið sem ekkert áleiðis gegn henni. Valur var komið með ellefu marka forystu þegar um tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum og lítið sem benti til þess að þær myndu ekki landa öruggum sigri. Við tók öflugur kafli hjá Eyjastúlkum en þær skoruðu fjögur mörk í röð og skyndilega var komin smá spenna í leikinn þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af hálfleiknum. Eyjastúlkur komust þó ekki lengra en Valur svaraði áhlaupi þeirra virkilega vel og voru þær komnar í níu marka forystu þegar tæplega þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Liðin skoruðu sitthvort markið í lok leiks en Valur vann að lokum öruggan níu marka sigur, 18-27. Sigurinn vannst á gríðarlega sterkri vörn en Valur hélt leikmönnum ÍBV algjörlega í skefjum í leiknum. Getumunur liðanna kom einnig bersýnilega í ljós í leiknum enda Valsliðið skipað landsmönnum í hverri stöðu og réðu Eyjastúlkur lítið við þær í leiknum. Hjá Val var það helst Kristín Guðmundsdóttir sem átti góðan leik í sókninni en hún skoraði sex mörk í leiknum. Fyrirliðinn, Hrafnhildur Skúladóttir átti einnig fínan leik en hún skoraði fimm mörk. Eins og áður hefur verið sagt var það þó varnarleikurinn sem skóp þennan sigur en hann var algjörlega frábær hjá liði Vals. Hann varð þess valdandi að ÍBV kastaði frá sér boltanum í gríð og erg og nýtti Valur sér það til fullnustu. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var gríðarlega sterk í miðri vörninni ásamt því að Guðný Jenný Ásmundsdóttir átti mjög góðan leik í markinu en hún varði fjórtan bolta í leiknum. Í liði ÍBV var það aðallega markvörðurinn Florentina Stanciu en hélt sínum stúlkum á floti lengi í leiknum og er hún helsta ástæða þess að sigurinn varð ekki stærri. Hún varði nítján bolta í leiknum og getur verið ánægð með sitt framlag. Í sóknarleiknum var Ivana Mladenovic atkvæðamest, en hún átti fínan leik og var með sex mörk í leiknum. Þetta er fyrsti bikarmeistaratitill Valskvenna í tólf ár. Guðný Jenný: Þær áttu engin svör við varnarleiknum okkar"Það var mikil spenna fyrir þennan leik, við vissum að þær hafa að skipa mjög góðum leikmönnum og við vissum að við þyrftum að mæta alveg brjálaðar til leiks. Við náðum að mæta þeim snemma í vörninni og áttu þær erfitt með að finna lausnir á varnarleiknum hjá okkur og náðum við í kjölfarið á því góðu forskoti í fyrri hálfleik sem við héldum út allan leikinn, sagði Guðný Jenný. "Við vorum búnar að tapa tveimur bikarúrslitaleikjum í röð núna og ætluðum alls ekki að upplifa þá tilfinningu aftur. Þetta er betra svona," sagði Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals í lok leiks. Stefán Arnarson: Mættum tilbúnar til leiks"Við spiluðum virkilega góðan varnarleik hérna í dag og varð þetta því aðeins auðveldara en maður mátti búast við. Stelpurnar mættu tilbúnar til leiks og voru þær virkilega öflugar hérna í dag. Varnarleikurinn á stærstan þátt í þessum sigri okkar í dag," sagði Stefán Arnarson, þjálfari Vals eftir leikinn. Svavar Vignisson: Fyllilega verðskuldaður sigur Valsliðsins"Valsliðið var í heild sinni of sterkt fyrir okkur í dag. Þær kæfðu okkur svolítið með þessari framliggjandi vörn sinni. Við bjuggumst þó við henni en náðum ekki að svara þessari útfærslu þeirra. Þær mættu okkur mjög framarlega sem varð þess valdandi að við töpuðum alltof mörgum boltum í þessum leik. Við klúðruðum einnig alltof mörgum dauðafærum í leiknum. Þær eiga þennan sigur fyllilega skilið og rúmlega það," sagði Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV eftir leik.Mynd / DaníelMynd / Daníel Olís-deild kvenna Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Haukar - Fram 25-24 | Mörðu spennutrylli Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ Sjá meira
Valskonur urðu í dag bikarmeistarar í handknattleik eftir öruggan sigur á ÍBV. Eftir að Eyjakonur skoruðu tvö fyrstu mörkin tók Valur leikinn í sínar hendur og landaði öruggum sigri 18-27. Eyjastúlkur virkuðu tilbúnar í upphafi leiks en þær skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins. Valur skellti í lás í kjölfarið á því og tókst ÍBV ekki að skora mark næstu tólf mínútur leiksins. Valur var því komið í þægilega átta marka forystu um miðbik fyrri hálfleiksins. Nokkuð jafnræði var með liðunum út hálfleikinn sem einkenndist af slæmum sóknarákvörðunum en bæði lið og þá sérstaklega ÍBV voru að tapa alltof mörgum boltum. Ivana Mladenoviv, leikmaður ÍBV fékk dæmt á sig vítakast og tveggja mínútna brottvísun á síðustu andartökum hálfleiksins og nýtti Valur sér það og leiddu þær með sjö mörkum, 6-13 þegar flautað var til hálfleiks. Valur hafði greinilega ekki í hyggju að slaka á klónni því að þær byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti. Vörnin þeirra var gríðarlega sterk og komust Eyjastúlkur lítið sem ekkert áleiðis gegn henni. Valur var komið með ellefu marka forystu þegar um tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum og lítið sem benti til þess að þær myndu ekki landa öruggum sigri. Við tók öflugur kafli hjá Eyjastúlkum en þær skoruðu fjögur mörk í röð og skyndilega var komin smá spenna í leikinn þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af hálfleiknum. Eyjastúlkur komust þó ekki lengra en Valur svaraði áhlaupi þeirra virkilega vel og voru þær komnar í níu marka forystu þegar tæplega þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Liðin skoruðu sitthvort markið í lok leiks en Valur vann að lokum öruggan níu marka sigur, 18-27. Sigurinn vannst á gríðarlega sterkri vörn en Valur hélt leikmönnum ÍBV algjörlega í skefjum í leiknum. Getumunur liðanna kom einnig bersýnilega í ljós í leiknum enda Valsliðið skipað landsmönnum í hverri stöðu og réðu Eyjastúlkur lítið við þær í leiknum. Hjá Val var það helst Kristín Guðmundsdóttir sem átti góðan leik í sókninni en hún skoraði sex mörk í leiknum. Fyrirliðinn, Hrafnhildur Skúladóttir átti einnig fínan leik en hún skoraði fimm mörk. Eins og áður hefur verið sagt var það þó varnarleikurinn sem skóp þennan sigur en hann var algjörlega frábær hjá liði Vals. Hann varð þess valdandi að ÍBV kastaði frá sér boltanum í gríð og erg og nýtti Valur sér það til fullnustu. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var gríðarlega sterk í miðri vörninni ásamt því að Guðný Jenný Ásmundsdóttir átti mjög góðan leik í markinu en hún varði fjórtan bolta í leiknum. Í liði ÍBV var það aðallega markvörðurinn Florentina Stanciu en hélt sínum stúlkum á floti lengi í leiknum og er hún helsta ástæða þess að sigurinn varð ekki stærri. Hún varði nítján bolta í leiknum og getur verið ánægð með sitt framlag. Í sóknarleiknum var Ivana Mladenovic atkvæðamest, en hún átti fínan leik og var með sex mörk í leiknum. Þetta er fyrsti bikarmeistaratitill Valskvenna í tólf ár. Guðný Jenný: Þær áttu engin svör við varnarleiknum okkar"Það var mikil spenna fyrir þennan leik, við vissum að þær hafa að skipa mjög góðum leikmönnum og við vissum að við þyrftum að mæta alveg brjálaðar til leiks. Við náðum að mæta þeim snemma í vörninni og áttu þær erfitt með að finna lausnir á varnarleiknum hjá okkur og náðum við í kjölfarið á því góðu forskoti í fyrri hálfleik sem við héldum út allan leikinn, sagði Guðný Jenný. "Við vorum búnar að tapa tveimur bikarúrslitaleikjum í röð núna og ætluðum alls ekki að upplifa þá tilfinningu aftur. Þetta er betra svona," sagði Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals í lok leiks. Stefán Arnarson: Mættum tilbúnar til leiks"Við spiluðum virkilega góðan varnarleik hérna í dag og varð þetta því aðeins auðveldara en maður mátti búast við. Stelpurnar mættu tilbúnar til leiks og voru þær virkilega öflugar hérna í dag. Varnarleikurinn á stærstan þátt í þessum sigri okkar í dag," sagði Stefán Arnarson, þjálfari Vals eftir leikinn. Svavar Vignisson: Fyllilega verðskuldaður sigur Valsliðsins"Valsliðið var í heild sinni of sterkt fyrir okkur í dag. Þær kæfðu okkur svolítið með þessari framliggjandi vörn sinni. Við bjuggumst þó við henni en náðum ekki að svara þessari útfærslu þeirra. Þær mættu okkur mjög framarlega sem varð þess valdandi að við töpuðum alltof mörgum boltum í þessum leik. Við klúðruðum einnig alltof mörgum dauðafærum í leiknum. Þær eiga þennan sigur fyllilega skilið og rúmlega það," sagði Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV eftir leik.Mynd / DaníelMynd / Daníel
Olís-deild kvenna Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Haukar - Fram 25-24 | Mörðu spennutrylli Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ Sjá meira