Fréttaskýring: Að duga eða drepast fyrir Grikki Magnús Halldórsson skrifar 13. febrúar 2012 23:54 Lucas Papademos, hagfræðingur með áralanga reynslu úr evrópska seðlabankanum, tók við stjórnartaumunum í Grikklandi á sögulegum tímum. Hann reynir nú hvað hann getur til þess að styrkja efnahag landsins. „Við höfum ekkert val, kæru landsmenn. Ef áætlunin verður ekki samþykkt þá þýðir það mikla afturför fyrir Grikkland, verri lífskjör fyrir almenning og efnahagslegar hamfarir fyrir nágranna okkar í Evrópu," sagði Lucas Papademos, forsætisráðherra Grikklands, þegar hann flutti þjóð sinni ávarp áður en gríska þingið tók frumvarp um aðgerðaráætlun í ríkisfjármálum til umfjöllunar. Svo fór að lokum, eftir langt samningaferli stjórnmálamanna úr öllum flokkum, að áætlunin var samþykkt seinni partinn í gær. Fimm ráðherrar úr ríkisstjórn Papademos sögðu af sér þegar áætlunin var í fæðingu en þeir sögðust ekki getað stutt áætlunina, þar sem hún hefði slæmar afleiðingar fyrir Grikki.Snýst um neyð Grikkir voru, og eru, í efnahagslegri neyð og áætlunin í ríkisfjármálum snýst um að endurvinna traust lánveitenda og koma ríkisrekstrinum á rétta braut. Það verður ekki auðvelt verk, ef marka má frásagnir breska ríkisútvarpsins BBC og útbreiddasta og eins virtasta dagblaðs Bandaríkjanna, Wall Street Journal. Einkum eru það áhyggjur af pólitískri stöðu Grikklands sem veldur áhyggjum. Grikkir hafa nefnilega áður samþykkt áætlanir um tiltekt í ríkisfjármálum, án þess að nokkuð hafi breyst. Í Wall Street Journal (WSJ) kemur fram að fjárfestar séu ánægðir með að áætlunin hafi verið samþykkt, en þó nokkuð vanti upp á enn svo að traust vinnist til baka.Fjórir meginþættir Áætlun Grikkja, sem er forsendan fyrir 130 milljarða neyðarlánveitingum Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til landsins, er í meginatriðum fjórþætt. Í fyrsta lagi verður fimmtán þúsund opinberum starfsmönnum sagt upp störfum. Það á að aðlaga launakostnað hjá ríkinu hratt að nýjum veruleika. Í öðru lagi verða lægstu laun opinberra starfsmanna lækkuð úr 751 evru á mánuði, eða sem jafngildir um 120 þúsund krónum á mánuði, í 600 evrur, um 95 þúsund krónur. Þetta á einnig að lækka kostnað, en um leið að lágmarka atvinnuleysi. Í þriðja lagi verða gerðar miklar breytingar á lífeyrissjóðakerfi landsins, sem margir segja að sé í molum. Markmið þeirra breytinga verður að lækka kostnað ríkisins um 15 prósent, en endanleg útfærsla liggur ekki fyrir. Hún verður unnin í samvinnu við sérfræðinga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Í fjórða lagi er það síðan samkomulag við kröfuhafaráð Grikklands, það er fulltrúa þeirra banka og fjárfestingasjóða sem eiga skuldabréf útgefin af gríska ríkinu. Líklegt þykir að um helmingur skulda landsins verði afskrifaður, samkvæmt skrifum WSJ. Það byggir á því að fjárfestar hafa enga trú á því að Grikkir geti borgað skuldir sínar til baka eins og staðan er nú.Langtímaverkefni Ljóst þykir að erfið ár séu framundan hjá Grikkjum. Í lok árs 2010 voru skuldir Grikklands 182,2 prósent af landsframleiðslu, samkvæmt gagnagrunni The Economist. Það er hátt á alla mælikvarða, en einkar alvarlegt hjá Grikkjum, því skattkerfi landsins þykir eitt það óskilvirkasta sem fyrirfinnst í heiminum. Á vefsíðu sama tímarits er haft eftir hagfræðingum að mikil óvissa sé fyrir hendi þegar kemur að félagslegum áhrifum kreppunnar í landinu. Atvinnuleysi mun fara yfir 20 prósent þegar uppsagnir ríkisins verða komnar til framkvæmda, og ekki miklar líkur á að einkafyrirtæki í Grikklandi getið knúið hagkerfið til hagvaxtar nema þá eftir þó nokkur ár. Að því leytinu til er að duga eða drepast fyrir Grikki, því þrátt fyrir fyrrnefnt samkomulag þá hefur hættunni á allsherjargjaldþroti landsins ekki enn verið afstýrt. Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
„Við höfum ekkert val, kæru landsmenn. Ef áætlunin verður ekki samþykkt þá þýðir það mikla afturför fyrir Grikkland, verri lífskjör fyrir almenning og efnahagslegar hamfarir fyrir nágranna okkar í Evrópu," sagði Lucas Papademos, forsætisráðherra Grikklands, þegar hann flutti þjóð sinni ávarp áður en gríska þingið tók frumvarp um aðgerðaráætlun í ríkisfjármálum til umfjöllunar. Svo fór að lokum, eftir langt samningaferli stjórnmálamanna úr öllum flokkum, að áætlunin var samþykkt seinni partinn í gær. Fimm ráðherrar úr ríkisstjórn Papademos sögðu af sér þegar áætlunin var í fæðingu en þeir sögðust ekki getað stutt áætlunina, þar sem hún hefði slæmar afleiðingar fyrir Grikki.Snýst um neyð Grikkir voru, og eru, í efnahagslegri neyð og áætlunin í ríkisfjármálum snýst um að endurvinna traust lánveitenda og koma ríkisrekstrinum á rétta braut. Það verður ekki auðvelt verk, ef marka má frásagnir breska ríkisútvarpsins BBC og útbreiddasta og eins virtasta dagblaðs Bandaríkjanna, Wall Street Journal. Einkum eru það áhyggjur af pólitískri stöðu Grikklands sem veldur áhyggjum. Grikkir hafa nefnilega áður samþykkt áætlanir um tiltekt í ríkisfjármálum, án þess að nokkuð hafi breyst. Í Wall Street Journal (WSJ) kemur fram að fjárfestar séu ánægðir með að áætlunin hafi verið samþykkt, en þó nokkuð vanti upp á enn svo að traust vinnist til baka.Fjórir meginþættir Áætlun Grikkja, sem er forsendan fyrir 130 milljarða neyðarlánveitingum Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til landsins, er í meginatriðum fjórþætt. Í fyrsta lagi verður fimmtán þúsund opinberum starfsmönnum sagt upp störfum. Það á að aðlaga launakostnað hjá ríkinu hratt að nýjum veruleika. Í öðru lagi verða lægstu laun opinberra starfsmanna lækkuð úr 751 evru á mánuði, eða sem jafngildir um 120 þúsund krónum á mánuði, í 600 evrur, um 95 þúsund krónur. Þetta á einnig að lækka kostnað, en um leið að lágmarka atvinnuleysi. Í þriðja lagi verða gerðar miklar breytingar á lífeyrissjóðakerfi landsins, sem margir segja að sé í molum. Markmið þeirra breytinga verður að lækka kostnað ríkisins um 15 prósent, en endanleg útfærsla liggur ekki fyrir. Hún verður unnin í samvinnu við sérfræðinga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Í fjórða lagi er það síðan samkomulag við kröfuhafaráð Grikklands, það er fulltrúa þeirra banka og fjárfestingasjóða sem eiga skuldabréf útgefin af gríska ríkinu. Líklegt þykir að um helmingur skulda landsins verði afskrifaður, samkvæmt skrifum WSJ. Það byggir á því að fjárfestar hafa enga trú á því að Grikkir geti borgað skuldir sínar til baka eins og staðan er nú.Langtímaverkefni Ljóst þykir að erfið ár séu framundan hjá Grikkjum. Í lok árs 2010 voru skuldir Grikklands 182,2 prósent af landsframleiðslu, samkvæmt gagnagrunni The Economist. Það er hátt á alla mælikvarða, en einkar alvarlegt hjá Grikkjum, því skattkerfi landsins þykir eitt það óskilvirkasta sem fyrirfinnst í heiminum. Á vefsíðu sama tímarits er haft eftir hagfræðingum að mikil óvissa sé fyrir hendi þegar kemur að félagslegum áhrifum kreppunnar í landinu. Atvinnuleysi mun fara yfir 20 prósent þegar uppsagnir ríkisins verða komnar til framkvæmda, og ekki miklar líkur á að einkafyrirtæki í Grikklandi getið knúið hagkerfið til hagvaxtar nema þá eftir þó nokkur ár. Að því leytinu til er að duga eða drepast fyrir Grikki, því þrátt fyrir fyrrnefnt samkomulag þá hefur hættunni á allsherjargjaldþroti landsins ekki enn verið afstýrt.
Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent