Stanley kom sterkur til baka og sigraði í Phoenix 6. febrúar 2012 11:30 Kyle Stanley sigraði á Farmers Insurance meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi sem lauk í gær. AP Kyle Stanley sigraði á Farmers Insurance meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi sem lauk í gær. Þetta er fyrsti sigur Stanley á sterkustu atvinnumótaröð heims en hann er 24 ára gamall Bandaríkjamaður. Fyrir viku var Stanley í efsta sæti þegar aðeins nokkrar holur voru eftir á lokakeppnisdeginum á Torrey Pines en þar gerði hann afdrifarík mistök sem kostuðu hann sigurinn. Hann tapaði í bráðabana gegn Brandt Snedeker á því móti. Kyle Stanley var átta höggum á eftir Spencer Levin sem var efstur fyrir lokahringinn. Stanley lék frábært golf á lokahringnum, 65 höggum, og dugði það til þess að landa sigrinum. Á sama tíma gekk ekkert upp hjá Levin sem lék á 75 höggum. Fyrir sigurinn fékk Stanley rétt um 130 milljónir kr.í verðlaunafé auk þess sem hann tryggði sér keppnisrétt á PGA mótaröðinni í 2 ár. Mótið í Phoenix er þekkt fyrir góða stemningu á meðal áhorfenda og við 16. holuna á TPC vellinum í Scottsdale fá kylfingarnir að upplifa svipaða stemningu og er vanalega á stórleikjum í boltaíþróttum.Úrslit: 269 Kyle Stanley (69-66-69-65) 270 Ben Crane (69-67-68-66) 271 Spencer Levin (65-63-68-75) 272 D.J. Trahan (72-70-64-66) 273 Kevin Na (66-73-69-65), Brendan Steele (71-69-69-64) Bubba Watson (66-70-67-70) 274 John Rollins, Jason Dufner, Bo Van Pelt, Webb Simpson. 275 Chris Stroud, Trevor Immelman, John Huh. Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Kyle Stanley sigraði á Farmers Insurance meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi sem lauk í gær. Þetta er fyrsti sigur Stanley á sterkustu atvinnumótaröð heims en hann er 24 ára gamall Bandaríkjamaður. Fyrir viku var Stanley í efsta sæti þegar aðeins nokkrar holur voru eftir á lokakeppnisdeginum á Torrey Pines en þar gerði hann afdrifarík mistök sem kostuðu hann sigurinn. Hann tapaði í bráðabana gegn Brandt Snedeker á því móti. Kyle Stanley var átta höggum á eftir Spencer Levin sem var efstur fyrir lokahringinn. Stanley lék frábært golf á lokahringnum, 65 höggum, og dugði það til þess að landa sigrinum. Á sama tíma gekk ekkert upp hjá Levin sem lék á 75 höggum. Fyrir sigurinn fékk Stanley rétt um 130 milljónir kr.í verðlaunafé auk þess sem hann tryggði sér keppnisrétt á PGA mótaröðinni í 2 ár. Mótið í Phoenix er þekkt fyrir góða stemningu á meðal áhorfenda og við 16. holuna á TPC vellinum í Scottsdale fá kylfingarnir að upplifa svipaða stemningu og er vanalega á stórleikjum í boltaíþróttum.Úrslit: 269 Kyle Stanley (69-66-69-65) 270 Ben Crane (69-67-68-66) 271 Spencer Levin (65-63-68-75) 272 D.J. Trahan (72-70-64-66) 273 Kevin Na (66-73-69-65), Brendan Steele (71-69-69-64) Bubba Watson (66-70-67-70) 274 John Rollins, Jason Dufner, Bo Van Pelt, Webb Simpson. 275 Chris Stroud, Trevor Immelman, John Huh.
Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira