NBA í nótt: Kobe náði áfanga en Lakers tapaði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. febrúar 2012 09:00 Kobe bregður á leik með Andrew Bynum. Mynd/AP LA Lakers mátti sætta sig við tap gegn Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Kobe Bryant náði þó merkum áfanga í leiknum. Alls fóru tíu leikir fram í deildinni. Bryant skoraði 28 stig í leiknum og færði sig þar með fyrir ofan Shaquille O'Neal í fimmta sætið yfir stigahæstu leikmenn deildarinnar frá upphafi. Kobe og Shaq voru lengi samherjar hjá LA Lakers en sá síðarnefndi lagði skóna á hilluna í fyrra. Bryant hefur skorað alls 28.601 stig á ferlinum og vantar nú tæp tvö þúsund stig til að ná Wilt Chamberlain sem er í fjórða sæti listans. Kareem Abdul-Jabbar er efstur með 38.387 stig. Philadelphia vann leikinn, 95-90. Kobe skoraði þessi 24 stig sem þurfti til að bæta metið í fyrri hálfleik en aðeins fjögur í þeim síðari. Klikkaði hann á níu af tíu síðustu skotum sínum í fjórða leikhluta. Lou Williams sá fyrir sigri sinna manna en hann skoraði fjórtán af 24 stigum sinna manna í fjórða leikhluta. Þar af setti hann niður mikilvæga þriggja stiga körfu undir lokin sem fór langt með að tryggja sigurinn. Philadelphia hefur nú unnið þrettán af sextán leikjum sínum á heimavelli. New York vann Utah, 99-88, þrátt fyri að hafa verið án þeirra Amare Stoudemire og Carmelo Anthony lengst af í leiknum. Anthony meiddist eftir sex mínútna leik en Stoudemire var hjá fjölskyldu sinni í Flórída en Hazell, eldri bróðir hans, lést í umferðarslysi í gær. Jeremy Lin var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu og skoraði 28 stig fyrir New York. Steve Novak skoraði nítján stig en Al Jefferson var stigahæstur hjá Utah með 22 stig. LA Clippers vann Orlando, 107-102, í framlengdum leik. Chris Paul skoraði 29 stig, þar af ellefu í fjórða leikhluta og framlengingu. Blake Griffin og Chauncey Billups skoruðu átján stig hvor en Clippers hefur unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum. Dwight Howard skoraði 33 stig fyrir Orlando.Úrslit næturinnar: Philadelphia - LA Lakers 95-90 Washington - Toronto 111-108 Orlando - LA Clippers 102-107 New Jersey - Chicago 87-108 New York - Utah 99-88 Atlanta - Phoenix 90-99 Memphis - San Antonio 84-89 New Orleans - Sacramento 92-100 Denver - Houston 90-99 Portland - Oklahoma City 107-111 NBA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
LA Lakers mátti sætta sig við tap gegn Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Kobe Bryant náði þó merkum áfanga í leiknum. Alls fóru tíu leikir fram í deildinni. Bryant skoraði 28 stig í leiknum og færði sig þar með fyrir ofan Shaquille O'Neal í fimmta sætið yfir stigahæstu leikmenn deildarinnar frá upphafi. Kobe og Shaq voru lengi samherjar hjá LA Lakers en sá síðarnefndi lagði skóna á hilluna í fyrra. Bryant hefur skorað alls 28.601 stig á ferlinum og vantar nú tæp tvö þúsund stig til að ná Wilt Chamberlain sem er í fjórða sæti listans. Kareem Abdul-Jabbar er efstur með 38.387 stig. Philadelphia vann leikinn, 95-90. Kobe skoraði þessi 24 stig sem þurfti til að bæta metið í fyrri hálfleik en aðeins fjögur í þeim síðari. Klikkaði hann á níu af tíu síðustu skotum sínum í fjórða leikhluta. Lou Williams sá fyrir sigri sinna manna en hann skoraði fjórtán af 24 stigum sinna manna í fjórða leikhluta. Þar af setti hann niður mikilvæga þriggja stiga körfu undir lokin sem fór langt með að tryggja sigurinn. Philadelphia hefur nú unnið þrettán af sextán leikjum sínum á heimavelli. New York vann Utah, 99-88, þrátt fyri að hafa verið án þeirra Amare Stoudemire og Carmelo Anthony lengst af í leiknum. Anthony meiddist eftir sex mínútna leik en Stoudemire var hjá fjölskyldu sinni í Flórída en Hazell, eldri bróðir hans, lést í umferðarslysi í gær. Jeremy Lin var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu og skoraði 28 stig fyrir New York. Steve Novak skoraði nítján stig en Al Jefferson var stigahæstur hjá Utah með 22 stig. LA Clippers vann Orlando, 107-102, í framlengdum leik. Chris Paul skoraði 29 stig, þar af ellefu í fjórða leikhluta og framlengingu. Blake Griffin og Chauncey Billups skoruðu átján stig hvor en Clippers hefur unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum. Dwight Howard skoraði 33 stig fyrir Orlando.Úrslit næturinnar: Philadelphia - LA Lakers 95-90 Washington - Toronto 111-108 Orlando - LA Clippers 102-107 New Jersey - Chicago 87-108 New York - Utah 99-88 Atlanta - Phoenix 90-99 Memphis - San Antonio 84-89 New Orleans - Sacramento 92-100 Denver - Houston 90-99 Portland - Oklahoma City 107-111
NBA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira