Federer sló út efnilegan heimamann | Clijsters og Wozniacki áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. janúar 2012 10:48 Roger Federer fagnar sigri í morgun. Nordic Photos / Getty Images Sem fyrr lentu þeir Roger Federer og Rafael Nadal ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína á opna ástralska meistaramótinu í tennis í morgun. Báðir eru komnir áfram í fjórðungsúrslit keppninnar en þeir munu mætast í undanúrslitum ef þeir vinna leiki sína í næstu umferð. Federer mætti hinum nítján ára Bernard Tomic sem var að spila á heimavelli í Melbourne og því gríðarlega vel studdur af heimamönnum. Tomic er einn efnilegasti tenniskappi heims en mætti ofjarli sínum í dag. Federer mátti þó hafa fyrir hlutunum. Hann vann fyrstu lotuna 6-4 en hún var þó nokkuð jöfn. Federer vann báðar næstu 6-2 og hélt þannig Tomic í hæfilegri fjarlægð. Federer komst í fjórðungsúrslit á stórmóti í 31. skipti í röð sem er met. Rafael Nadal vann landa sinn Fernando Lopez frá Spáni, einnig í þremur settum. Nadal mætir Tékkanum Tomas Berdych í fjórðungsúrslitunum en Federer mun keppa við Argentínumanninn Juan Martin del Potro. Hvorki Nadal né Federer töpuðu setti í fyrstu fjórum viðureignum sínum á mótinu sem telst þó varla til tíðinda lengur - slíkir eru yfirburðir þeirra bestu í karlaflokki. Clijsters harkaði af sér og vannKim Clijsters frá Belgíu.Nordic Photos / Getty Images Í kvennaflokki dró einnig til tíðinda en Kim Clijsters frá Belgíu hafði betur gegn Li Na frá Kína en sú síðarnefnda bar sigur úr býtum á Opna franska meistaramótinu í fyrra. Na komst einnig í úrslit á Opna ástralska í fyrra. Clijsters meiddist reyndar á ökkla strax í fyrsta setti en harkaði af sér og vann nauman sigur á Na í æsispennandi viðureign, 4-6, 7-6 og 6-4. Na fékk reyndar fjögur tækifæri til að sigra í öðru setti en Clijsters tókst að bjarga sér og þvinga fram oddasett. Clijsters mætir Caroline Wozniacki frá Danmörku, efstu konu heimslistans, sem hafði betur gegn Jelenu Jankovic í morgun. Wozniacki vann fyrstu lotuna auðveldlega, 6-0, en Jankovic svaraði fyrir sig í annarri lotu. Sú danska hélt þó út og vann að lokum 7-5. Victoria Azarenka og Agnieszka Radwariska tryggðu sér í nótt einnig sæti í fjórðungsúrslitunum og mætast þar á þriðjudaginn. 16-manna úrslitunum lýkur svo á morgun en sýnt er beint frá keppninni á Eurosport og Eurosport 2. Tennis Tengdar fréttir Stórstjörnurnar ekki í vandræðum í Melbourne | Annarri umferð lokið Annarri umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis er nú lokið en allar helstu tennisstjörnur heimsins komust nokkuð auðveldlega áfram í þriðju umferðina. 19. janúar 2012 13:00 16-manna úrslitin klár á Opna ástralska | Þriðju umferð lokið Lítið hefur verið um óvænt úrslit á opna ástralska meistaramótinu í tennis til þessa og allt besta tennisfólk heims komst nokkuð auðveldlega áfram. 21. janúar 2012 16:30 Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40 Táningurinn Tomic slær í gegn á heimavelli Bernard Tomic, nítján ára Ástrali, er kominn áfram í 16-manna úrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. 20. janúar 2012 12:30 Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
Sem fyrr lentu þeir Roger Federer og Rafael Nadal ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína á opna ástralska meistaramótinu í tennis í morgun. Báðir eru komnir áfram í fjórðungsúrslit keppninnar en þeir munu mætast í undanúrslitum ef þeir vinna leiki sína í næstu umferð. Federer mætti hinum nítján ára Bernard Tomic sem var að spila á heimavelli í Melbourne og því gríðarlega vel studdur af heimamönnum. Tomic er einn efnilegasti tenniskappi heims en mætti ofjarli sínum í dag. Federer mátti þó hafa fyrir hlutunum. Hann vann fyrstu lotuna 6-4 en hún var þó nokkuð jöfn. Federer vann báðar næstu 6-2 og hélt þannig Tomic í hæfilegri fjarlægð. Federer komst í fjórðungsúrslit á stórmóti í 31. skipti í röð sem er met. Rafael Nadal vann landa sinn Fernando Lopez frá Spáni, einnig í þremur settum. Nadal mætir Tékkanum Tomas Berdych í fjórðungsúrslitunum en Federer mun keppa við Argentínumanninn Juan Martin del Potro. Hvorki Nadal né Federer töpuðu setti í fyrstu fjórum viðureignum sínum á mótinu sem telst þó varla til tíðinda lengur - slíkir eru yfirburðir þeirra bestu í karlaflokki. Clijsters harkaði af sér og vannKim Clijsters frá Belgíu.Nordic Photos / Getty Images Í kvennaflokki dró einnig til tíðinda en Kim Clijsters frá Belgíu hafði betur gegn Li Na frá Kína en sú síðarnefnda bar sigur úr býtum á Opna franska meistaramótinu í fyrra. Na komst einnig í úrslit á Opna ástralska í fyrra. Clijsters meiddist reyndar á ökkla strax í fyrsta setti en harkaði af sér og vann nauman sigur á Na í æsispennandi viðureign, 4-6, 7-6 og 6-4. Na fékk reyndar fjögur tækifæri til að sigra í öðru setti en Clijsters tókst að bjarga sér og þvinga fram oddasett. Clijsters mætir Caroline Wozniacki frá Danmörku, efstu konu heimslistans, sem hafði betur gegn Jelenu Jankovic í morgun. Wozniacki vann fyrstu lotuna auðveldlega, 6-0, en Jankovic svaraði fyrir sig í annarri lotu. Sú danska hélt þó út og vann að lokum 7-5. Victoria Azarenka og Agnieszka Radwariska tryggðu sér í nótt einnig sæti í fjórðungsúrslitunum og mætast þar á þriðjudaginn. 16-manna úrslitunum lýkur svo á morgun en sýnt er beint frá keppninni á Eurosport og Eurosport 2.
Tennis Tengdar fréttir Stórstjörnurnar ekki í vandræðum í Melbourne | Annarri umferð lokið Annarri umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis er nú lokið en allar helstu tennisstjörnur heimsins komust nokkuð auðveldlega áfram í þriðju umferðina. 19. janúar 2012 13:00 16-manna úrslitin klár á Opna ástralska | Þriðju umferð lokið Lítið hefur verið um óvænt úrslit á opna ástralska meistaramótinu í tennis til þessa og allt besta tennisfólk heims komst nokkuð auðveldlega áfram. 21. janúar 2012 16:30 Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40 Táningurinn Tomic slær í gegn á heimavelli Bernard Tomic, nítján ára Ástrali, er kominn áfram í 16-manna úrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. 20. janúar 2012 12:30 Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
Stórstjörnurnar ekki í vandræðum í Melbourne | Annarri umferð lokið Annarri umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis er nú lokið en allar helstu tennisstjörnur heimsins komust nokkuð auðveldlega áfram í þriðju umferðina. 19. janúar 2012 13:00
16-manna úrslitin klár á Opna ástralska | Þriðju umferð lokið Lítið hefur verið um óvænt úrslit á opna ástralska meistaramótinu í tennis til þessa og allt besta tennisfólk heims komst nokkuð auðveldlega áfram. 21. janúar 2012 16:30
Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40
Táningurinn Tomic slær í gegn á heimavelli Bernard Tomic, nítján ára Ástrali, er kominn áfram í 16-manna úrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. 20. janúar 2012 12:30