Barcelona sló út Real Madrid | 2-2 jafntefli í frábærum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2012 22:57 Dani Alves skoraði frábært mark í kvöld. Mynd/AP Barcelona er komið áfram í undanúrslit spænska Konungsbikarsins eftir að liðið sló erkifjendurna úr Real Mardid út úr keppninni í kvöld. Liðin gerðu 2-2 jafntefli í frábærum leik á Nou Camp í kvöld en Barca fór áfram á 2-1 sigri á Santiago Bernabéu í síðustu viku. Barcelona komst í 2-0 og allt stefndi í öruggan sigur en Real Madrid kom til baka í seinni hálfleik en tókst ekki að skora þriðja markið sem hefði komið liðinu áfram. Real Madrid hefur því ekki náð að vinna Barcelona á þessu tímabili en liðin voru að mætast í fimmta sinn. Barcelona hefur unnið þrjá leiki og tveir leikir hafa endað með jafntefli. Gonzalo Higuain fékk nokkur góð færi í fyrri hálfleiknum en Real Madrid tókst ekki að skora í fyrri hálfleiknum og var síðan refsað fyrir það skömmu fyrir leikhlé. Barcelona skoraði tvö mörk á lokamínútum fyrri hálfleiksins og Barca var því komið í 4-1 samanlagt. Pedro Rodriguez skoraði fyrra markið á 43. mínútu eftir sendingu Lionel Messi og það seinna gerði Dani Alves með frábæru skoti af 30 metra færi. Mark Dani Alves hafði komið í kjölfarið á aukaspyrnu sem var dæmt fyrir gróft brot Lassana Diarra á Lionel Messi. Xavi skaut í vegginn úr aukaspyrnunni og Dani Alves afgreiddi frákastið í markið. Cristiano Ronaldo minnkaði muninn í 2-1 á 68. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Mezut Özil og labbað framhjá Carlos Puyol. Varamaðurinn Karim Benzema jafnaði metin fjórum mínútum síðar eftir að hafa fengið langa sendingu frá José Callejón. Þarna var því komin óvænt spenna í leikinn því Real Madrid þurfti bara eitt mark í viðbót til að komast áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Sergio Ramos fékk sitt annað gula spjald fyrir brot á Sergi Busquets á 89. mínútu og Real Madrid var vþí manni færri á lokamínútunum. Real Madrid tókst ekki að skora þriðja markið og Barcelona fagnaði sæti í undanúrslitunum. Spænski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Sjá meira
Barcelona er komið áfram í undanúrslit spænska Konungsbikarsins eftir að liðið sló erkifjendurna úr Real Mardid út úr keppninni í kvöld. Liðin gerðu 2-2 jafntefli í frábærum leik á Nou Camp í kvöld en Barca fór áfram á 2-1 sigri á Santiago Bernabéu í síðustu viku. Barcelona komst í 2-0 og allt stefndi í öruggan sigur en Real Madrid kom til baka í seinni hálfleik en tókst ekki að skora þriðja markið sem hefði komið liðinu áfram. Real Madrid hefur því ekki náð að vinna Barcelona á þessu tímabili en liðin voru að mætast í fimmta sinn. Barcelona hefur unnið þrjá leiki og tveir leikir hafa endað með jafntefli. Gonzalo Higuain fékk nokkur góð færi í fyrri hálfleiknum en Real Madrid tókst ekki að skora í fyrri hálfleiknum og var síðan refsað fyrir það skömmu fyrir leikhlé. Barcelona skoraði tvö mörk á lokamínútum fyrri hálfleiksins og Barca var því komið í 4-1 samanlagt. Pedro Rodriguez skoraði fyrra markið á 43. mínútu eftir sendingu Lionel Messi og það seinna gerði Dani Alves með frábæru skoti af 30 metra færi. Mark Dani Alves hafði komið í kjölfarið á aukaspyrnu sem var dæmt fyrir gróft brot Lassana Diarra á Lionel Messi. Xavi skaut í vegginn úr aukaspyrnunni og Dani Alves afgreiddi frákastið í markið. Cristiano Ronaldo minnkaði muninn í 2-1 á 68. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Mezut Özil og labbað framhjá Carlos Puyol. Varamaðurinn Karim Benzema jafnaði metin fjórum mínútum síðar eftir að hafa fengið langa sendingu frá José Callejón. Þarna var því komin óvænt spenna í leikinn því Real Madrid þurfti bara eitt mark í viðbót til að komast áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Sergio Ramos fékk sitt annað gula spjald fyrir brot á Sergi Busquets á 89. mínútu og Real Madrid var vþí manni færri á lokamínútunum. Real Madrid tókst ekki að skora þriðja markið og Barcelona fagnaði sæti í undanúrslitunum.
Spænski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Sjá meira