Gagnrýna MAST harðlega - áttu ekki að heimila frekari dreifingu 15. janúar 2012 18:11 Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vill ítreka í tilkynningu sem þeir sendu fjölmiðlum, að það er ekki sammála stjórnsýsluákvörðunum Matvælastofnunar eftir að það uppgötvast að Ölgerðin dreifi iðnaðarsalti í stað salts til manneldis. „Í fyrsta lagi hefði Matvælastofnun átt að vísa málinu til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur þar sem Ölgerðin er með starfsleyfi hjá því og í öðru lagi er það mat Heilbrigðiseftirlitsins, að Matvælastofnun hefði ekki átt að heimila Ölgerðinni að halda áfram að selja birgðir sínar af iðnaðarsalti til notkunar við matvælaframleiðslu," segir í tilkynningunni. Ennfremur segir í tilkynningunni að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur telur rétt að gera grein fyrir aðkomu sinni að málinu. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fékk upplýsingar frá Matvælastofnun 14. nóvember 2011 um að í ljós hefði komið við eftirlit stofnunarinnar að Ölgerðin væri að dreifa iðnaðarsalti til matvælaframleiðslu. Í þessum upplýsingum kom fram að Matvælastofnun hefði tekið þá ákvörðun að heimila Ölgerðinni að selja þær saltbirgðir sem eftir voru og matvælafyrirtækjum að nota saltið gegn þeim skilyrðum að Ölgerðin myndi upplýsa þau um málið og fá samþykki þeirra fyrir áframhaldandi notkun. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur er ekki sammála þessari ákvörðun. Hægt er að lesa tilkynninguna hér fyrir neðan: Fréttatilkynning Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur Í tilefni af fréttum um notkun iðnaðarsalts í matvæli, vill Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur benda á að efnasamsetning saltsins réttlætir ekki dreifingu þess til matvælaframleiðslu eins og Ölgerðin og Matvælastofnun vilja láta í veðri vaka heldur er það framleiðsla, dreifing og geymsla saltsins sem veldur því að það er ekki notað til manneldis. Heilbrigðiseftirlitið vill einnig leiðrétta það, sem fram hefur komið í fréttum, að Heilbrigðiseftirlitið hafi neitað að gefa upp lista yfir til hverja Ölgerðin hefur dreift umræddu salti. Það er ekki rétt.Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vill ítreka, að það er ekki sammála stjórnsýsluákvörðunum Matvælastofnunar eftir að það uppgötvast að Ölgerðin dreifi iðnaðarsalti í stað salts til manneldis. Í fyrsta lagi hefði Matvælastofnun átt að vísa málinu til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur þar sem Ölgerðin er með starfsleyfi hjá því og í öðru lagi er það mat Heilbrigðiseftirlitsins, að Matvælastofnun hefði ekki átt að heimila Ölgerðinni að halda áfram að selja birgðir sínar af iðnaðarsalti til notkunar við matvælaframleiðslu. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur telur rétt að gera grein fyrir aðkomu sinni að málinu. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fékk upplýsingar frá Matvælastofnun 14. nóvember 2011 um að í ljós hefði komið við eftirlit stofnunarinnar að Ölgerðin væri að dreifa iðnaðarsalti til matvælaframleiðslu. Í þessum upplýsingum kom fram að Matvælastofnun hefði tekið þá ákvörðun að heimila Ölgerðinni að selja þær saltbirgðir sem eftir voru og matvælafyrirtækjum að nota saltið gegn þeim skilyrðum að Ölgerðin myndi upplýsa þau um málið og fá samþykki þeirra fyrir áframhaldandi notkun. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur er ekki sammála þessari ákvörðun. Ölgerðin er með starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og er Ölgerðin því ekki undir eftirliti Matvælastofnunar. Í kjölfar þess að Heilbrigðiseftirlitið fékk framangreindar upplýsingar og að Matvælastofnun fer með yfirstjórn matvælaeftirlits óskaði Heilbrigðiseftirlitið eftir frekari upplýsingum um málið og rökstuðningi stofnunarinnar fyrir þessum ákvörðunum. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fundaði tvívegis með Matvælastofnun til að hvetja þá til að upplýsa um málið og gera frekari grein fyrir ákvörðunum sínum. Þá hóf Heilbrigðiseftirlit Reykjavík þegar rannsókn málsins til að kanna hverjir hefðu saltið undir höndum í Reykjavík. Í ljós kom að engar birgðir voru til af saltinu hjá matvælaframleiðendum í borginni. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fundaði um málið með fulltrúum Ölgerðarinnar sem upplýsti að ákvörðun hefði verið tekin um að hætta dreifingu á saltinu og farga því. Farið var fram á það að það yrði gert í samráði við heilbrigðiseftirlitið. Í ljós kom að Ölgerðin hafði einungis upplýst stærstu kaupendur saltsins um málið. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fór fram á að öllum kaupendum yrðu sendar upplýsingar þar sem fram kæmi að um væri að ræða að iðnaðarsalt en ekki salt sem ætlað er í matvælaframleiðslu. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur einnig óskað eftir upplýsingum um geymslu og framleiðslu saltsins. Ölgerðin upplýsti um það að hún hefði hafið dreifingu manneldissalts þegar í nóvember. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur fengið senda lista yfir dreifingu iðnaðarsaltsins annars vegar frá Matvælastofnun og hins vegar frá Ölgerðinni og er sjálfsagt mál að láta þá fylgja með þessari fréttatilkynningu. Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Tengdar fréttir Segir viðbrögð Matvælastofnunar vegna iðnaðarsalts forkastanleg "Matvælastofnun þarf að skoða sín mál betur,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem gagnrýnir Matvælastofnun harðlega fyrir viðbrögð sín vegna frétta um að Ölgerðin hafi selt fyrirtækjum iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 14:07 Ölgerðin upplýsti heilbrigðiseftirlitið um kaupendur Ölgerðin hefur upplýst Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um kaupendur að iðnaðarsalti, sem fyrirtækið seldi til matvælaframleiðslu, þrjá mánuði aftur í tímann samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Ekki er vitað hvort neytendur verði upplýstir um það hverjir keyptu saltið. 14. janúar 2012 17:29 Matvælastofnun harmar gagnrýni vegna iðnaðarsalts Matvælastofnun (MAST) harmar harða gagnrýni Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á störf Matvælastofnunarinnar eftir að í ljós kom að Ölgerðin seldi iðnaðarsalt til fyrirtækja sem notuðu það svo í matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 18:12 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vill ítreka í tilkynningu sem þeir sendu fjölmiðlum, að það er ekki sammála stjórnsýsluákvörðunum Matvælastofnunar eftir að það uppgötvast að Ölgerðin dreifi iðnaðarsalti í stað salts til manneldis. „Í fyrsta lagi hefði Matvælastofnun átt að vísa málinu til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur þar sem Ölgerðin er með starfsleyfi hjá því og í öðru lagi er það mat Heilbrigðiseftirlitsins, að Matvælastofnun hefði ekki átt að heimila Ölgerðinni að halda áfram að selja birgðir sínar af iðnaðarsalti til notkunar við matvælaframleiðslu," segir í tilkynningunni. Ennfremur segir í tilkynningunni að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur telur rétt að gera grein fyrir aðkomu sinni að málinu. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fékk upplýsingar frá Matvælastofnun 14. nóvember 2011 um að í ljós hefði komið við eftirlit stofnunarinnar að Ölgerðin væri að dreifa iðnaðarsalti til matvælaframleiðslu. Í þessum upplýsingum kom fram að Matvælastofnun hefði tekið þá ákvörðun að heimila Ölgerðinni að selja þær saltbirgðir sem eftir voru og matvælafyrirtækjum að nota saltið gegn þeim skilyrðum að Ölgerðin myndi upplýsa þau um málið og fá samþykki þeirra fyrir áframhaldandi notkun. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur er ekki sammála þessari ákvörðun. Hægt er að lesa tilkynninguna hér fyrir neðan: Fréttatilkynning Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur Í tilefni af fréttum um notkun iðnaðarsalts í matvæli, vill Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur benda á að efnasamsetning saltsins réttlætir ekki dreifingu þess til matvælaframleiðslu eins og Ölgerðin og Matvælastofnun vilja láta í veðri vaka heldur er það framleiðsla, dreifing og geymsla saltsins sem veldur því að það er ekki notað til manneldis. Heilbrigðiseftirlitið vill einnig leiðrétta það, sem fram hefur komið í fréttum, að Heilbrigðiseftirlitið hafi neitað að gefa upp lista yfir til hverja Ölgerðin hefur dreift umræddu salti. Það er ekki rétt.Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vill ítreka, að það er ekki sammála stjórnsýsluákvörðunum Matvælastofnunar eftir að það uppgötvast að Ölgerðin dreifi iðnaðarsalti í stað salts til manneldis. Í fyrsta lagi hefði Matvælastofnun átt að vísa málinu til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur þar sem Ölgerðin er með starfsleyfi hjá því og í öðru lagi er það mat Heilbrigðiseftirlitsins, að Matvælastofnun hefði ekki átt að heimila Ölgerðinni að halda áfram að selja birgðir sínar af iðnaðarsalti til notkunar við matvælaframleiðslu. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur telur rétt að gera grein fyrir aðkomu sinni að málinu. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fékk upplýsingar frá Matvælastofnun 14. nóvember 2011 um að í ljós hefði komið við eftirlit stofnunarinnar að Ölgerðin væri að dreifa iðnaðarsalti til matvælaframleiðslu. Í þessum upplýsingum kom fram að Matvælastofnun hefði tekið þá ákvörðun að heimila Ölgerðinni að selja þær saltbirgðir sem eftir voru og matvælafyrirtækjum að nota saltið gegn þeim skilyrðum að Ölgerðin myndi upplýsa þau um málið og fá samþykki þeirra fyrir áframhaldandi notkun. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur er ekki sammála þessari ákvörðun. Ölgerðin er með starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og er Ölgerðin því ekki undir eftirliti Matvælastofnunar. Í kjölfar þess að Heilbrigðiseftirlitið fékk framangreindar upplýsingar og að Matvælastofnun fer með yfirstjórn matvælaeftirlits óskaði Heilbrigðiseftirlitið eftir frekari upplýsingum um málið og rökstuðningi stofnunarinnar fyrir þessum ákvörðunum. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fundaði tvívegis með Matvælastofnun til að hvetja þá til að upplýsa um málið og gera frekari grein fyrir ákvörðunum sínum. Þá hóf Heilbrigðiseftirlit Reykjavík þegar rannsókn málsins til að kanna hverjir hefðu saltið undir höndum í Reykjavík. Í ljós kom að engar birgðir voru til af saltinu hjá matvælaframleiðendum í borginni. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fundaði um málið með fulltrúum Ölgerðarinnar sem upplýsti að ákvörðun hefði verið tekin um að hætta dreifingu á saltinu og farga því. Farið var fram á það að það yrði gert í samráði við heilbrigðiseftirlitið. Í ljós kom að Ölgerðin hafði einungis upplýst stærstu kaupendur saltsins um málið. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fór fram á að öllum kaupendum yrðu sendar upplýsingar þar sem fram kæmi að um væri að ræða að iðnaðarsalt en ekki salt sem ætlað er í matvælaframleiðslu. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur einnig óskað eftir upplýsingum um geymslu og framleiðslu saltsins. Ölgerðin upplýsti um það að hún hefði hafið dreifingu manneldissalts þegar í nóvember. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur fengið senda lista yfir dreifingu iðnaðarsaltsins annars vegar frá Matvælastofnun og hins vegar frá Ölgerðinni og er sjálfsagt mál að láta þá fylgja með þessari fréttatilkynningu.
Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Tengdar fréttir Segir viðbrögð Matvælastofnunar vegna iðnaðarsalts forkastanleg "Matvælastofnun þarf að skoða sín mál betur,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem gagnrýnir Matvælastofnun harðlega fyrir viðbrögð sín vegna frétta um að Ölgerðin hafi selt fyrirtækjum iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 14:07 Ölgerðin upplýsti heilbrigðiseftirlitið um kaupendur Ölgerðin hefur upplýst Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um kaupendur að iðnaðarsalti, sem fyrirtækið seldi til matvælaframleiðslu, þrjá mánuði aftur í tímann samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Ekki er vitað hvort neytendur verði upplýstir um það hverjir keyptu saltið. 14. janúar 2012 17:29 Matvælastofnun harmar gagnrýni vegna iðnaðarsalts Matvælastofnun (MAST) harmar harða gagnrýni Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á störf Matvælastofnunarinnar eftir að í ljós kom að Ölgerðin seldi iðnaðarsalt til fyrirtækja sem notuðu það svo í matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 18:12 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Segir viðbrögð Matvælastofnunar vegna iðnaðarsalts forkastanleg "Matvælastofnun þarf að skoða sín mál betur,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem gagnrýnir Matvælastofnun harðlega fyrir viðbrögð sín vegna frétta um að Ölgerðin hafi selt fyrirtækjum iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 14:07
Ölgerðin upplýsti heilbrigðiseftirlitið um kaupendur Ölgerðin hefur upplýst Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um kaupendur að iðnaðarsalti, sem fyrirtækið seldi til matvælaframleiðslu, þrjá mánuði aftur í tímann samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Ekki er vitað hvort neytendur verði upplýstir um það hverjir keyptu saltið. 14. janúar 2012 17:29
Matvælastofnun harmar gagnrýni vegna iðnaðarsalts Matvælastofnun (MAST) harmar harða gagnrýni Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á störf Matvælastofnunarinnar eftir að í ljós kom að Ölgerðin seldi iðnaðarsalt til fyrirtækja sem notuðu það svo í matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 18:12