Ölgerðin harmar að fyrirtæki séu dregin að ósekju inn í saltmálið 16. janúar 2012 16:16 Ölgerðin harmar að fyrirtæki sem keypt hafi óvottað salt til annarra nota en í matvæli frá fyrirtækinu séu dregin inn í umræðuna um iðnaðarsalt en um helgina gerði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur opinberan lista yfir þau fyrirtæki sem keypt hefðu saltið. Ölgerðin bendir hinsvegar á að mörg fyrirtæki, bæði í matvælaiðnaði og annars staðar, hafi keypt óvottað salt frá Ölgerðinni til annarra nota en í matvæli. Fyrr í dag benti Eðalfiskur ehf. til að mynda á að saltið sem fyrirtækið keypti hefði farið í að bera salt á svellbunkana á bílastæðinu fyrir utan, en ekki í matvælagerð. Í tilkynningu ítrekar Ölgerðin einnig að óvottaða saltið sé fullkomlega lögleg vara og ekkert athugavert við að flytja inn og selja slíkt salt. „Eins og margoft hefur komið fram er innihaldið í vottuðu salti og óvottuðu salti frá AkzoNobel það sama. Munurinn er eingöngu fólginn í því hvort eftirlit með vörunni sé vottað eftirlit, eins og krafa er gerð um fyrir hráefni í matvæli. Danski framleiðandinn fullyrðir að óvottaða saltið sé hættulaust til neyslu." Þá er það áréttað að Ölgerðin og fulltrúar þess hafi aldrei reynt að blekkja einn eða neinn hvað þessa vöru varðar. „Saltið hefur alltaf verið afhent í upprunalegum umbúðum og engin tilraun verið gerð til að fela útlit og eiginleika vörunnar. Kaupendum hefur alltaf staðið til boða nákvæmt vörulýsingarblað með saltinu og slík vörulýsing hefur alltaf fylgt með þegar stærri matvælafyrirtæki hafa óskað eftir formlegum tilboðum í magnkaup á salti." „Ölgerðin og þau fyrirtæki sem notuðu þetta salt í matvælaframleiðslu hafa viðurkennt andvaraleysi og mistök, vegna þess að saltið var ekki stimplað "food grade" og hafði ekki tilskylda vottun til nota í matvælaiðnaði. Ölgerðin biðst afsökunar á þeim mistökum," segir að lokum. Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Ölgerðin harmar að fyrirtæki sem keypt hafi óvottað salt til annarra nota en í matvæli frá fyrirtækinu séu dregin inn í umræðuna um iðnaðarsalt en um helgina gerði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur opinberan lista yfir þau fyrirtæki sem keypt hefðu saltið. Ölgerðin bendir hinsvegar á að mörg fyrirtæki, bæði í matvælaiðnaði og annars staðar, hafi keypt óvottað salt frá Ölgerðinni til annarra nota en í matvæli. Fyrr í dag benti Eðalfiskur ehf. til að mynda á að saltið sem fyrirtækið keypti hefði farið í að bera salt á svellbunkana á bílastæðinu fyrir utan, en ekki í matvælagerð. Í tilkynningu ítrekar Ölgerðin einnig að óvottaða saltið sé fullkomlega lögleg vara og ekkert athugavert við að flytja inn og selja slíkt salt. „Eins og margoft hefur komið fram er innihaldið í vottuðu salti og óvottuðu salti frá AkzoNobel það sama. Munurinn er eingöngu fólginn í því hvort eftirlit með vörunni sé vottað eftirlit, eins og krafa er gerð um fyrir hráefni í matvæli. Danski framleiðandinn fullyrðir að óvottaða saltið sé hættulaust til neyslu." Þá er það áréttað að Ölgerðin og fulltrúar þess hafi aldrei reynt að blekkja einn eða neinn hvað þessa vöru varðar. „Saltið hefur alltaf verið afhent í upprunalegum umbúðum og engin tilraun verið gerð til að fela útlit og eiginleika vörunnar. Kaupendum hefur alltaf staðið til boða nákvæmt vörulýsingarblað með saltinu og slík vörulýsing hefur alltaf fylgt með þegar stærri matvælafyrirtæki hafa óskað eftir formlegum tilboðum í magnkaup á salti." „Ölgerðin og þau fyrirtæki sem notuðu þetta salt í matvælaframleiðslu hafa viðurkennt andvaraleysi og mistök, vegna þess að saltið var ekki stimplað "food grade" og hafði ekki tilskylda vottun til nota í matvælaiðnaði. Ölgerðin biðst afsökunar á þeim mistökum," segir að lokum.
Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira