Um mun á Selá og Hofsá 6. janúar 2012 10:17 Einn af stórlöxum liðins sumars í Selá í Vopnafirði Mynd: Gísli Ásgeirsson Fiskifræðingar VMSt hafa sent frá sér samantekt þar sem þeir sýna fram á hvers vegna Hofsá hefur dregist aftur úr Selá í veiði síðustu árin, en árnar hafa einmitt verið þekktar fyrir að halda sama dampi í gegnum tíðina. Niðurstaðan er ofsetning seiða eftir þrjú afar góð ár! Hér á eftir birtum við lokaniðurstöðuna, en athyglisvert er, að þetta er einmitt Það sem ýmsir hafa sagt í gegnum tíðina um möguleg neikvæð áhrif „veiða-sleppa" fyrirkomulagsins sem mjög hefur verið stundað í báðum ánum síðustu sumrin. Of mikil hrygning leiðir af sér of mörg seiði og baráttan um fæðu og skjól harðnar. Þegar góðæri er nokkur sumur í röð, þá er voðinn vís. En hér kemur þetta:„Nokkru fyrir aldarmót var farið að sleppa veiddum laxi bæði í Selá og Hofsá, fyrst í smáum stíl en síðustu fimm árin hefur um 70% af veiddum laxi verið sleppt aftur. Það hefur því aukið hrygningu til muna miðað við það sem áður var. Einnig kom tímabil (árin 2003-2005) sem var mjög hagstætt seiðum, bæði jókst þéttleiki seiða og vaxtarhraði til sömu tíðar. Mestur varð þéttleiki seiða í Hofsá og meiri en nokkru sinni fyrr. Þrír seiðaárgangar í röð voru mjög sterkir í Hofsá. Meira á www.veidimal.is Stangveiði Mest lesið Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði Kavíar er nýja flugan sem þú þarft að prófa Veiði
Fiskifræðingar VMSt hafa sent frá sér samantekt þar sem þeir sýna fram á hvers vegna Hofsá hefur dregist aftur úr Selá í veiði síðustu árin, en árnar hafa einmitt verið þekktar fyrir að halda sama dampi í gegnum tíðina. Niðurstaðan er ofsetning seiða eftir þrjú afar góð ár! Hér á eftir birtum við lokaniðurstöðuna, en athyglisvert er, að þetta er einmitt Það sem ýmsir hafa sagt í gegnum tíðina um möguleg neikvæð áhrif „veiða-sleppa" fyrirkomulagsins sem mjög hefur verið stundað í báðum ánum síðustu sumrin. Of mikil hrygning leiðir af sér of mörg seiði og baráttan um fæðu og skjól harðnar. Þegar góðæri er nokkur sumur í röð, þá er voðinn vís. En hér kemur þetta:„Nokkru fyrir aldarmót var farið að sleppa veiddum laxi bæði í Selá og Hofsá, fyrst í smáum stíl en síðustu fimm árin hefur um 70% af veiddum laxi verið sleppt aftur. Það hefur því aukið hrygningu til muna miðað við það sem áður var. Einnig kom tímabil (árin 2003-2005) sem var mjög hagstætt seiðum, bæði jókst þéttleiki seiða og vaxtarhraði til sömu tíðar. Mestur varð þéttleiki seiða í Hofsá og meiri en nokkru sinni fyrr. Þrír seiðaárgangar í röð voru mjög sterkir í Hofsá. Meira á www.veidimal.is
Stangveiði Mest lesið Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði Kavíar er nýja flugan sem þú þarft að prófa Veiði