Um mun á Selá og Hofsá 6. janúar 2012 10:17 Einn af stórlöxum liðins sumars í Selá í Vopnafirði Mynd: Gísli Ásgeirsson Fiskifræðingar VMSt hafa sent frá sér samantekt þar sem þeir sýna fram á hvers vegna Hofsá hefur dregist aftur úr Selá í veiði síðustu árin, en árnar hafa einmitt verið þekktar fyrir að halda sama dampi í gegnum tíðina. Niðurstaðan er ofsetning seiða eftir þrjú afar góð ár! Hér á eftir birtum við lokaniðurstöðuna, en athyglisvert er, að þetta er einmitt Það sem ýmsir hafa sagt í gegnum tíðina um möguleg neikvæð áhrif „veiða-sleppa" fyrirkomulagsins sem mjög hefur verið stundað í báðum ánum síðustu sumrin. Of mikil hrygning leiðir af sér of mörg seiði og baráttan um fæðu og skjól harðnar. Þegar góðæri er nokkur sumur í röð, þá er voðinn vís. En hér kemur þetta:„Nokkru fyrir aldarmót var farið að sleppa veiddum laxi bæði í Selá og Hofsá, fyrst í smáum stíl en síðustu fimm árin hefur um 70% af veiddum laxi verið sleppt aftur. Það hefur því aukið hrygningu til muna miðað við það sem áður var. Einnig kom tímabil (árin 2003-2005) sem var mjög hagstætt seiðum, bæði jókst þéttleiki seiða og vaxtarhraði til sömu tíðar. Mestur varð þéttleiki seiða í Hofsá og meiri en nokkru sinni fyrr. Þrír seiðaárgangar í röð voru mjög sterkir í Hofsá. Meira á www.veidimal.is Stangveiði Mest lesið 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Veiði Stórir urriðar að koma á land í Þingvallavatni Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði
Fiskifræðingar VMSt hafa sent frá sér samantekt þar sem þeir sýna fram á hvers vegna Hofsá hefur dregist aftur úr Selá í veiði síðustu árin, en árnar hafa einmitt verið þekktar fyrir að halda sama dampi í gegnum tíðina. Niðurstaðan er ofsetning seiða eftir þrjú afar góð ár! Hér á eftir birtum við lokaniðurstöðuna, en athyglisvert er, að þetta er einmitt Það sem ýmsir hafa sagt í gegnum tíðina um möguleg neikvæð áhrif „veiða-sleppa" fyrirkomulagsins sem mjög hefur verið stundað í báðum ánum síðustu sumrin. Of mikil hrygning leiðir af sér of mörg seiði og baráttan um fæðu og skjól harðnar. Þegar góðæri er nokkur sumur í röð, þá er voðinn vís. En hér kemur þetta:„Nokkru fyrir aldarmót var farið að sleppa veiddum laxi bæði í Selá og Hofsá, fyrst í smáum stíl en síðustu fimm árin hefur um 70% af veiddum laxi verið sleppt aftur. Það hefur því aukið hrygningu til muna miðað við það sem áður var. Einnig kom tímabil (árin 2003-2005) sem var mjög hagstætt seiðum, bæði jókst þéttleiki seiða og vaxtarhraði til sömu tíðar. Mestur varð þéttleiki seiða í Hofsá og meiri en nokkru sinni fyrr. Þrír seiðaárgangar í röð voru mjög sterkir í Hofsá. Meira á www.veidimal.is
Stangveiði Mest lesið 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Veiði Stórir urriðar að koma á land í Þingvallavatni Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði