Umfjöllun: Magnús endurnýjaði skotleyfið gegn Stjörnunni Jón Júlíus Karlsson skrifar 20. janúar 2011 22:40 Magnús Þór Gunnarsson var góður í kvöld. Mynd/Vilhelm Keflavík hafði betur gegn Stjörnunni, 92-102, í 14. umferð Iceland Express deild karla í kvöld. Jafnræði var með liðunum framan af leik en í þriðja fjórðungi sigu Suðurnesjamenn framúr og höfðu að lokum góðan tíu stiga sigur. Jafnræði var með liðunum á upphafsmínútum fyrsta fjórðungs en í stöðunni 12-14 fyrir Keflavík tóku heimamenn við sér og skoruðu 14 stig í röð og náðu góðri forystu eftir fyrsta leikhluta 26-17. Jovan Zdravevski hóf leikinn af miklum krafti og lét áfram til sín taka í öðrum fjórðungi. Hann fór fyrir liði heimamanna og skoraði meira en helming stiga liðsins í fyrri hálfleik eða alls 21. Annar fjórðungur var frábær skemmtun enda voru liðin óhrædd við að skjóta fyrir utan þriggja stiga línuna. Keflvíkingar léku góðan varnarleik og náðu að halda sóknarleik Stjörnumanna í skefjum og um leið fóru skotin fyrir utan þriggja stiga línuna rata niður. Staðan í hálfleik 41-42 fyrir Keflvíkinga. Hörður Axel Vilhjálmsson í liði Keflavíkur hóf þriðja leikhluta af miklum krafti. Hann skoraði fyrstu stig fjórðungsins með góðri troðslu og bætti við tveimur þristum áður en Stjörnumenn komust á blað. Keflvíkingar létu kné fylgja kviði og segja má að Magnús Gunnarsson hafi fengið byssuleyfið endurnýja, slík var skotnýting hans fyrir utan þriggja stiga línuna. Keflvíkingar skoruðu 29 stig gegn 18 stigum Stjörnunnar og höfðu þrettán stiga forystu þegar lokafjórðungurinn hófst, 61-74. Thomas Sanders er frábær leikmaður.Mynd/Vilhelm Keflvíkingar héldu áfram að stríða Stjörnumönnum í lokafjórðungnum. Þeir teygðu vel á vörn Stjörnumanna og settu hvað eftir annað skot fyrir utan þriggja stiga línuna úr opnum færum. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var allt annað en sáttur með varnarleik sinna manna enda hleyptu þeir gestunum hvað eftir annað í auðveld og opin færi. Stjörnumenn náðu að vinna sig inn í leikinn þegar skammt var eftir og minnkuðu muninn niður í fimm stig þegar tæp mínúta var eftir af leiknum. Magnús Gunnarsson kom þá svellkaldur af bekknum og skellti niður þrist sem tryggði Keflvíkingum tvo punkta í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. Justin Shouse var vísað úr húsi undir lok leiks fyrir að fella Hörð Axel sem hafði stolið boltanum og á leið í sókn. Nýi erlendi leikmaðurinn hjá Keflavík, Thomas Sanders, var atkvæðamestur í liði Keflavíkur með 32 stig og lítur mjög vel út. Hann virðist smellpassa inn í leikstíl Keflavíkur og ljóst er að koma hans og Magnúsar styrkir liðið töluvert. Magnús var frábær í liði Keflavíkur í kvöld og það sama má segja um Hörð Axel Vilhjálmsson sem skoraði 16 stig. Keflavík er nú með 20 stig í þriðja sæti deildarinnar. Frammistaða Stjörnunnar var ekki sannfærandi en þeir verma 5. sæti deildarinnar með 14 stig. Stjarnan - Keflavík 92-102 (26-17, 15-25, 18-29, 31-28)Jón Norðdal Hafsteinsson, fyrirliði Keflavíkurliðsins.Mynd/VilhelmStigaskor Stjörnunnar: Jovan Zdravevski 24, Renato Lindmets 23/9 fráköst, Justin Shouse 22/12 stoðsendingar, Kjartan Atli Kjartansson 9, Fannar Freyr Helgason 8, Marvin Valdimarsson 5, Daníel G. Guðmundsson 1. Stigskor Keflavíkur: Thomas Sanders 32, Magnús Þór Gunnarsson 26, Hörður Axel Vilhjálmsson 16/9 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 9, Þröstur Leó Jóhannsson 8, Gunnar Einarsson 3, Halldór Örn Halldórsson 3, Gunnar H. Stefánsson 3, Jón Nordal Hafsteinsson 2. Magnús: Áttum að drepa leikinn fyrrMagnús Þór Gunnarsson.Mynd/Vilhelm„Ég er alltaf með byssuleyfi," sagði Magnús Gunnarsson, stórskytta úr Keflavík, kátur eftir sigur sinna manna gegn Stjörnunni í Iceland Express deild karla í kvöld, 92-102.Magnús setti niður 26 stig í leiknum í kvöld og styrkir lið Keflavíkur töluvert ásamt nýja erlenda leikmanni liðsins, Thomas Sanders, sem skoraði 32 stig í kvöld.„Ég var að leika mjög vel en við áttum að drepa þennan leik miklu fyrr. Við unnum með tíu stigum og ég hefði tekið þau úrslit fyrir leikinn," sagði Magnús sem er mjög hrifinn af nýja erlenda leikmanni liðsins, áðurnefndum Sanders.„Þetta er hörkukani, duglegur, óeigingjarn og spilar góða vörn. Þegar það koma tveir nýir góðir menn inn í liðið þá eykst flæðið í leiknum hjá okkur. Keflavík er í hörkugír og ætlum okkur að enda eins ofarlega og við getum í deildinni."Teitur: Nokkrir leikmenn voru ekki klárir í leikinnTeitur Örlygsson.Mynd/VilhelmTeitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega ósáttur eftir tap sinna manna gegn Keflavík í kvöld, 92-102 í Ásgarði. Stjörnumenn byrjuðu leikinn betur en Keflvíkingar komust betur inn í leikinn og sigu frammúr í síðari hálfleik.„Við vorum með leikinn í höndunum en hleyptum þeim alltof auðveldlega inn í leikinn. Keflavík fær sjálfstraust í kjölfarið og við fórum að gera allt annað en lagt var upp með," segir Teitur sem var ekki ánægður með frammistöðu nokkurra leikmanna í sínu liði.„Justin Shouse hefur verið frábær í undanförnum leikjum og lítur mun betur út en hann gerði fyrir áramót. Það voru nokkrir leikmenn sem voru ekki klárir í leikinn og ég er afar óhress með það."Teitur er ekkert sérstaklega upptekinn af stöðu liðsins í deildinni heldur ætlar að undirbúa liðið af kostgæfni fyrir úrslitakeppnina. Stjarnan situr nú í 5. sæti með 14 stig. „Við stöðuna í deildinni ekki fara í taugarnar á okkur. Núna ætlum við að nota hvern leik til að verða aðeins betri og vonandi að toppa á réttum tíma." Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjá meira
Keflavík hafði betur gegn Stjörnunni, 92-102, í 14. umferð Iceland Express deild karla í kvöld. Jafnræði var með liðunum framan af leik en í þriðja fjórðungi sigu Suðurnesjamenn framúr og höfðu að lokum góðan tíu stiga sigur. Jafnræði var með liðunum á upphafsmínútum fyrsta fjórðungs en í stöðunni 12-14 fyrir Keflavík tóku heimamenn við sér og skoruðu 14 stig í röð og náðu góðri forystu eftir fyrsta leikhluta 26-17. Jovan Zdravevski hóf leikinn af miklum krafti og lét áfram til sín taka í öðrum fjórðungi. Hann fór fyrir liði heimamanna og skoraði meira en helming stiga liðsins í fyrri hálfleik eða alls 21. Annar fjórðungur var frábær skemmtun enda voru liðin óhrædd við að skjóta fyrir utan þriggja stiga línuna. Keflvíkingar léku góðan varnarleik og náðu að halda sóknarleik Stjörnumanna í skefjum og um leið fóru skotin fyrir utan þriggja stiga línuna rata niður. Staðan í hálfleik 41-42 fyrir Keflvíkinga. Hörður Axel Vilhjálmsson í liði Keflavíkur hóf þriðja leikhluta af miklum krafti. Hann skoraði fyrstu stig fjórðungsins með góðri troðslu og bætti við tveimur þristum áður en Stjörnumenn komust á blað. Keflvíkingar létu kné fylgja kviði og segja má að Magnús Gunnarsson hafi fengið byssuleyfið endurnýja, slík var skotnýting hans fyrir utan þriggja stiga línuna. Keflvíkingar skoruðu 29 stig gegn 18 stigum Stjörnunnar og höfðu þrettán stiga forystu þegar lokafjórðungurinn hófst, 61-74. Thomas Sanders er frábær leikmaður.Mynd/Vilhelm Keflvíkingar héldu áfram að stríða Stjörnumönnum í lokafjórðungnum. Þeir teygðu vel á vörn Stjörnumanna og settu hvað eftir annað skot fyrir utan þriggja stiga línuna úr opnum færum. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var allt annað en sáttur með varnarleik sinna manna enda hleyptu þeir gestunum hvað eftir annað í auðveld og opin færi. Stjörnumenn náðu að vinna sig inn í leikinn þegar skammt var eftir og minnkuðu muninn niður í fimm stig þegar tæp mínúta var eftir af leiknum. Magnús Gunnarsson kom þá svellkaldur af bekknum og skellti niður þrist sem tryggði Keflvíkingum tvo punkta í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. Justin Shouse var vísað úr húsi undir lok leiks fyrir að fella Hörð Axel sem hafði stolið boltanum og á leið í sókn. Nýi erlendi leikmaðurinn hjá Keflavík, Thomas Sanders, var atkvæðamestur í liði Keflavíkur með 32 stig og lítur mjög vel út. Hann virðist smellpassa inn í leikstíl Keflavíkur og ljóst er að koma hans og Magnúsar styrkir liðið töluvert. Magnús var frábær í liði Keflavíkur í kvöld og það sama má segja um Hörð Axel Vilhjálmsson sem skoraði 16 stig. Keflavík er nú með 20 stig í þriðja sæti deildarinnar. Frammistaða Stjörnunnar var ekki sannfærandi en þeir verma 5. sæti deildarinnar með 14 stig. Stjarnan - Keflavík 92-102 (26-17, 15-25, 18-29, 31-28)Jón Norðdal Hafsteinsson, fyrirliði Keflavíkurliðsins.Mynd/VilhelmStigaskor Stjörnunnar: Jovan Zdravevski 24, Renato Lindmets 23/9 fráköst, Justin Shouse 22/12 stoðsendingar, Kjartan Atli Kjartansson 9, Fannar Freyr Helgason 8, Marvin Valdimarsson 5, Daníel G. Guðmundsson 1. Stigskor Keflavíkur: Thomas Sanders 32, Magnús Þór Gunnarsson 26, Hörður Axel Vilhjálmsson 16/9 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 9, Þröstur Leó Jóhannsson 8, Gunnar Einarsson 3, Halldór Örn Halldórsson 3, Gunnar H. Stefánsson 3, Jón Nordal Hafsteinsson 2. Magnús: Áttum að drepa leikinn fyrrMagnús Þór Gunnarsson.Mynd/Vilhelm„Ég er alltaf með byssuleyfi," sagði Magnús Gunnarsson, stórskytta úr Keflavík, kátur eftir sigur sinna manna gegn Stjörnunni í Iceland Express deild karla í kvöld, 92-102.Magnús setti niður 26 stig í leiknum í kvöld og styrkir lið Keflavíkur töluvert ásamt nýja erlenda leikmanni liðsins, Thomas Sanders, sem skoraði 32 stig í kvöld.„Ég var að leika mjög vel en við áttum að drepa þennan leik miklu fyrr. Við unnum með tíu stigum og ég hefði tekið þau úrslit fyrir leikinn," sagði Magnús sem er mjög hrifinn af nýja erlenda leikmanni liðsins, áðurnefndum Sanders.„Þetta er hörkukani, duglegur, óeigingjarn og spilar góða vörn. Þegar það koma tveir nýir góðir menn inn í liðið þá eykst flæðið í leiknum hjá okkur. Keflavík er í hörkugír og ætlum okkur að enda eins ofarlega og við getum í deildinni."Teitur: Nokkrir leikmenn voru ekki klárir í leikinnTeitur Örlygsson.Mynd/VilhelmTeitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega ósáttur eftir tap sinna manna gegn Keflavík í kvöld, 92-102 í Ásgarði. Stjörnumenn byrjuðu leikinn betur en Keflvíkingar komust betur inn í leikinn og sigu frammúr í síðari hálfleik.„Við vorum með leikinn í höndunum en hleyptum þeim alltof auðveldlega inn í leikinn. Keflavík fær sjálfstraust í kjölfarið og við fórum að gera allt annað en lagt var upp með," segir Teitur sem var ekki ánægður með frammistöðu nokkurra leikmanna í sínu liði.„Justin Shouse hefur verið frábær í undanförnum leikjum og lítur mun betur út en hann gerði fyrir áramót. Það voru nokkrir leikmenn sem voru ekki klárir í leikinn og ég er afar óhress með það."Teitur er ekkert sérstaklega upptekinn af stöðu liðsins í deildinni heldur ætlar að undirbúa liðið af kostgæfni fyrir úrslitakeppnina. Stjarnan situr nú í 5. sæti með 14 stig. „Við stöðuna í deildinni ekki fara í taugarnar á okkur. Núna ætlum við að nota hvern leik til að verða aðeins betri og vonandi að toppa á réttum tíma."
Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjá meira