Spænska pressan: Búið spil hjá Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2011 18:15 Cristiano Ronaldo gat ekki leynt vonbrigðum sínum. Mynd/AP Real Madrid á ekki lengur möguleika á því að verða spænskur meistari samkvæmt spænskum fjölmiðlum eftir að liðið tapaði óvænt á móti fallbaráttuliði Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Barcelona er búið að vinna fimmtán deildarleiki í röð og er komið með sjö stiga forskot á toppnum. „Rotaðir í titilbaráttunni," skrifaði Marca á forsíðu sinni og undir var mynd af Cristino Ronaldo taka um höfuð sitt í svekkelsi. „Madridar-liðið hangir í titilbaráttunni á fingurnöglunum einum saman og getur í raun farið að einbeita sér að því að vinna spænska bikarinn og Meistaradeildina," stóð í grein um stöðu Real Madrid í Marca-blaðinu. „Sjö stig. Nóg af vandamálum," skrifaði AS og bætti við: „Slakt Madridar-lið missteig sig á móti skipulögðu liði Osasuna." Marca benti ennfremur á það að Real Madrid hafi aldrei tekist að vinna spænska meistaratitilinn eftir að hafa dregist sjö stigum aftur úr. Met-endurkoma félagsins er frá tímabilinu 2006-2007 þegar Real lenti fimm stigum á eftir en tókst samt að tryggja sér titilinn. Blöðin í Barcelona gerðu meira úr því að Barcelona er að taka metin af Real Madrid. Barcelona jafnaði um helgina fimmtán leikja sigurgöngu Real Madrid frá 1960-1961. „Barcelona er að bæta öll met - flest þeirra sem voru í eigu Real Madrid," skrifaði blaðamaður Mundo Deportivo. Spænski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Sjá meira
Real Madrid á ekki lengur möguleika á því að verða spænskur meistari samkvæmt spænskum fjölmiðlum eftir að liðið tapaði óvænt á móti fallbaráttuliði Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Barcelona er búið að vinna fimmtán deildarleiki í röð og er komið með sjö stiga forskot á toppnum. „Rotaðir í titilbaráttunni," skrifaði Marca á forsíðu sinni og undir var mynd af Cristino Ronaldo taka um höfuð sitt í svekkelsi. „Madridar-liðið hangir í titilbaráttunni á fingurnöglunum einum saman og getur í raun farið að einbeita sér að því að vinna spænska bikarinn og Meistaradeildina," stóð í grein um stöðu Real Madrid í Marca-blaðinu. „Sjö stig. Nóg af vandamálum," skrifaði AS og bætti við: „Slakt Madridar-lið missteig sig á móti skipulögðu liði Osasuna." Marca benti ennfremur á það að Real Madrid hafi aldrei tekist að vinna spænska meistaratitilinn eftir að hafa dregist sjö stigum aftur úr. Met-endurkoma félagsins er frá tímabilinu 2006-2007 þegar Real lenti fimm stigum á eftir en tókst samt að tryggja sér titilinn. Blöðin í Barcelona gerðu meira úr því að Barcelona er að taka metin af Real Madrid. Barcelona jafnaði um helgina fimmtán leikja sigurgöngu Real Madrid frá 1960-1961. „Barcelona er að bæta öll met - flest þeirra sem voru í eigu Real Madrid," skrifaði blaðamaður Mundo Deportivo.
Spænski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Sjá meira