Umfjöllun: Valsstúlkur keyrðu yfir andlausa Framara í seinni hálfleik Stefán Árni Pálsson skrifar 12. janúar 2011 22:44 Valskonan Íris Ásta Pétursdóttir lætur hér vaða á markið í kvöld. Mynd/Stefán Valur bar sigur úr býtum gegn toppliði Fram ,23-16, í níundu umferð N1-deild kvenna í kvöld en leikurinn fór fram í Safamýrinni. Heimastúlkur voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en í síðari hálfleiknum var aðeins eitt lið á vellinum. Gestirnir í Val lokuðu vörninni og spiluðu skynsaman sóknarleik sem skilaði þeim öruggum sigri. Það mátti búast við hörkuleik í Safamýrinni í kvöld þegar Fram tók á móti Íslandsmeisturum Vals í níundu umferð N1-deild kvenna. Framarar hafa heldur betur riðið feitum hesti í vetur og voru fyrir leikinn í kvöld með fullt hús stiga í efsta sæti deildarinnar með 16 stig. Valsstúlkur hafa aftur á móti verið á mikilli siglingu og spilað sérstaklega vel að undanförnu. Fyrir leikinn í kvöld var Valur í 3.sæti deildarinnar með 14 stig og gátu því með sigri jafnað Fram að stigum. Viðureign þessara liða um Íslandsmeistaratitilinn var heldur betur spennandi á síðustu leiktíð og því máti búast við háspennuleik í kvöld. Framarar hófu leikinn betur og voru með ákveðið frumkvæði í leiknum alveg frá fyrstu mínútu fyrri hálfleiksins. Vörnin var að smella vel saman hjá heimastúlkum og þar fór fremst í flokki Pavla Nevarilova, leikmaður Fram, en hún var hreinlega frábær. Framarar voru alltaf einu skrefi á undan Valsstúlkum og héldu eins til tveggja marka forskoti út hálfleikinn. Þegar venjulegum leiktíma var lokið í fyrri hálfleik fengu Framarar aukakast. Birna Berg Haraldsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði beint úr aukakastinu og kom liði sínu í 13-11, en það var staðan þegar stúlkurnar gengu inn í hálfleikinn. Íris Björk Símonardóttir var að verja sérstaklega vel í marki Framara en hún varði til að mynda tvö vítaköst í fyrri hálfleiknum. Í síðari hálfleik var aðeins eitt lið á vellinum en Valsstúlkur gjörsamlega keyrðu yfir Framara. Framstúlkur réðu ekkert við frábæran varnaleik gestanna en Anna Úrsúla og Hildigunnur Einarsdóttir áttu hreint frábæran leik í hjarta varnarinnar hjá Val. Mikið andleysi einkenndi leik Framara en þær skoruðu aðeins þrjú mörk í síðari hálfleiknum og sóknarleikurinn þeirra hreint út sagt skelfilegur. Það má greinilega sjá að skarðið sem Stella Sigurðardóttir skilur eftir sig er mikið og Framliðið virðist ekki ráða við það. Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, var atkvæðamest gestanna en hún skoraði sex mörk. Maður leiksins var aftur á móti Íris Björk Símonardóttir, markvörður Fram, en hún varði 16 skot og þar af fjögur vítaskot. Toppbaráttan heldur áfram að vera spennandi eftir leikinn í gær en þrjú efstu liðin í deildinni eru öll með 16 stig.Fram - Valur 16-23 (13-11)Mörk Fram (Skot): Birna Berg Haraldsdóttir 6 (25) ,Sigurbjörg Jóhannsdóttir 4/3 (9/4) ,Pavla Nevarilova 2 (2), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 2 (4) ,Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (2) ,Karen Knútsdóttir 1 (8) ,Marthe Sördal 0 (1) ,Hildur Þorgeirsdóttir 0 (1)Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 16/4 (23/2, 41%)Hraðaupphlaupsmörk: 1 ( Ásta Birna)Fiskuð víti: 4(Ásta Birna 2, Pavla og Karen Knútsdóttir) Brottvísanir: 6 mínútur Mörk Vals (skot): Kristín Guðmundsdóttir 6/2 (12/2) ,Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4 (5/1) ,Anett Köbil 3 (6/1) ,Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 3 (8/2) ,Karólína B. Gunnarsdóttir 2 (3) ,Rebekka Rut Skúladóttir 2 (5) ,Hildigunnur Einarsdóttir 1 (2) ,Íris Ásta Pétursdóttir 1 (3) ,Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 0 (0/1) ,Camilla Transel 0/1 (0/2)Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 13 (12/3, 52%), Sunneva Einarsdóttir 3/1 (4, 42%),Hraðaupphlaup: 4 ( Anna Úrsúla 2, Hrafnhildur Ósk, Karólína Gunnarsdóttir)Fiskuð víti: 8( Anna Úrsúla 3, Hildigunnur, Rebekka, Hrafnhildur Ósk, Anett Köbil, Karólína B.) Utan vallar: 4 mínútur. Olís-deild kvenna Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
Valur bar sigur úr býtum gegn toppliði Fram ,23-16, í níundu umferð N1-deild kvenna í kvöld en leikurinn fór fram í Safamýrinni. Heimastúlkur voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en í síðari hálfleiknum var aðeins eitt lið á vellinum. Gestirnir í Val lokuðu vörninni og spiluðu skynsaman sóknarleik sem skilaði þeim öruggum sigri. Það mátti búast við hörkuleik í Safamýrinni í kvöld þegar Fram tók á móti Íslandsmeisturum Vals í níundu umferð N1-deild kvenna. Framarar hafa heldur betur riðið feitum hesti í vetur og voru fyrir leikinn í kvöld með fullt hús stiga í efsta sæti deildarinnar með 16 stig. Valsstúlkur hafa aftur á móti verið á mikilli siglingu og spilað sérstaklega vel að undanförnu. Fyrir leikinn í kvöld var Valur í 3.sæti deildarinnar með 14 stig og gátu því með sigri jafnað Fram að stigum. Viðureign þessara liða um Íslandsmeistaratitilinn var heldur betur spennandi á síðustu leiktíð og því máti búast við háspennuleik í kvöld. Framarar hófu leikinn betur og voru með ákveðið frumkvæði í leiknum alveg frá fyrstu mínútu fyrri hálfleiksins. Vörnin var að smella vel saman hjá heimastúlkum og þar fór fremst í flokki Pavla Nevarilova, leikmaður Fram, en hún var hreinlega frábær. Framarar voru alltaf einu skrefi á undan Valsstúlkum og héldu eins til tveggja marka forskoti út hálfleikinn. Þegar venjulegum leiktíma var lokið í fyrri hálfleik fengu Framarar aukakast. Birna Berg Haraldsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði beint úr aukakastinu og kom liði sínu í 13-11, en það var staðan þegar stúlkurnar gengu inn í hálfleikinn. Íris Björk Símonardóttir var að verja sérstaklega vel í marki Framara en hún varði til að mynda tvö vítaköst í fyrri hálfleiknum. Í síðari hálfleik var aðeins eitt lið á vellinum en Valsstúlkur gjörsamlega keyrðu yfir Framara. Framstúlkur réðu ekkert við frábæran varnaleik gestanna en Anna Úrsúla og Hildigunnur Einarsdóttir áttu hreint frábæran leik í hjarta varnarinnar hjá Val. Mikið andleysi einkenndi leik Framara en þær skoruðu aðeins þrjú mörk í síðari hálfleiknum og sóknarleikurinn þeirra hreint út sagt skelfilegur. Það má greinilega sjá að skarðið sem Stella Sigurðardóttir skilur eftir sig er mikið og Framliðið virðist ekki ráða við það. Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, var atkvæðamest gestanna en hún skoraði sex mörk. Maður leiksins var aftur á móti Íris Björk Símonardóttir, markvörður Fram, en hún varði 16 skot og þar af fjögur vítaskot. Toppbaráttan heldur áfram að vera spennandi eftir leikinn í gær en þrjú efstu liðin í deildinni eru öll með 16 stig.Fram - Valur 16-23 (13-11)Mörk Fram (Skot): Birna Berg Haraldsdóttir 6 (25) ,Sigurbjörg Jóhannsdóttir 4/3 (9/4) ,Pavla Nevarilova 2 (2), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 2 (4) ,Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (2) ,Karen Knútsdóttir 1 (8) ,Marthe Sördal 0 (1) ,Hildur Þorgeirsdóttir 0 (1)Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 16/4 (23/2, 41%)Hraðaupphlaupsmörk: 1 ( Ásta Birna)Fiskuð víti: 4(Ásta Birna 2, Pavla og Karen Knútsdóttir) Brottvísanir: 6 mínútur Mörk Vals (skot): Kristín Guðmundsdóttir 6/2 (12/2) ,Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4 (5/1) ,Anett Köbil 3 (6/1) ,Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 3 (8/2) ,Karólína B. Gunnarsdóttir 2 (3) ,Rebekka Rut Skúladóttir 2 (5) ,Hildigunnur Einarsdóttir 1 (2) ,Íris Ásta Pétursdóttir 1 (3) ,Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 0 (0/1) ,Camilla Transel 0/1 (0/2)Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 13 (12/3, 52%), Sunneva Einarsdóttir 3/1 (4, 42%),Hraðaupphlaup: 4 ( Anna Úrsúla 2, Hrafnhildur Ósk, Karólína Gunnarsdóttir)Fiskuð víti: 8( Anna Úrsúla 3, Hildigunnur, Rebekka, Hrafnhildur Ósk, Anett Köbil, Karólína B.) Utan vallar: 4 mínútur.
Olís-deild kvenna Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira