Stjórnvöld skortir áræði Elín Björg Jónsdóttir skrifar 4. febrúar 2011 06:00 Nú hafa Samtök atvinnulífsins upplýst að þau ætli ekki að ganga til kjarasamninga fyrr en gengið hefur verið frá málefnum varðandi fiskveiðistjórnunarkerfið. Launafólk í alls óskyldum greinum á sem sagt að bíða með úrlausn sinna mála þar til jafn viðkvæmt pólitískt mál og kvótakerfið verður til lykta leitt. Undanfarin ár hefur sú hefð myndast að hið opinbera bíður með sína samningagerð þar til samið hefur verið á almenna vinnumarkaðinum. Samningar opinberra starfsmanna hafa síðan tekið mið af þeim. Það er hins vegar ólíðandi að þessi sérkrafa verði til þess að allir launamenn í landinu þurfi að bíða í lausu lofti með kjarasamninga. Í óvissuástandi í efnahagsmálunum, eins og nú ríkir, þarf styrka forystu til að leggja línurnar á vinnumarkaðnum. Það þarf að gera með hagsmuni samfélagsins alls í huga. Það er ekki hægt að bjóða heimilunum í landinu upp á áframhaldandi kaupmáttarrýrnun á meðan hagsmunaeigendur ræða við ríkisstjórnina. Hagur venjulegs launafólks; sjúkraliða, lögreglumanna, bæjarstarfsmanna, tollvarða, skólaliða, svo dæmi sé tekið, á ekki að vera í höndum útgerðarmanna. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar kennir sig við félagshyggju. Það skýtur því skökku við að þau ætli sér að láta hagsmuni atvinnurekenda í einni atvinnugrein hindra almennar kjarabætur í landinu. Endurreisn íslensks efnahagslífs er sameiginlegt átak þar sem allir verða að leggjast á eitt. Við verðum hins vegar að hafa stjórnvöld sem þora að skera á hnútinn þegar með þarf, þora að stíga fram fyrir skjöldu og móta stefnuna, með hagsmuni alls fólksins í landinu í huga; ekki bara þeirra sem reka útgerðarfyrirtæki. Það er skylda ríkisstjórnarinnar að leysa almennt launafólk úr viðjum sérhagsmunanna LÍÚ. Nú er lag að semja við opinbera starfsmenn, slá tóninn fyrir komandi kjarabætur og leyfa Samtökum atvinnurekenda að velja hvort þau verði með í endurreisn samfélagsins, eða hvort þau setji sérhagsmuni ofar almannahagsmunum. Jóhanna og Steingrímur: sýnið dug og semjið við viðsemjendur ykkar, í því liggur ykkar ábyrgð. Ekki bíða eftir línunni frá sérhagsmunasamtökum. Leggið línurnar sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hafa Samtök atvinnulífsins upplýst að þau ætli ekki að ganga til kjarasamninga fyrr en gengið hefur verið frá málefnum varðandi fiskveiðistjórnunarkerfið. Launafólk í alls óskyldum greinum á sem sagt að bíða með úrlausn sinna mála þar til jafn viðkvæmt pólitískt mál og kvótakerfið verður til lykta leitt. Undanfarin ár hefur sú hefð myndast að hið opinbera bíður með sína samningagerð þar til samið hefur verið á almenna vinnumarkaðinum. Samningar opinberra starfsmanna hafa síðan tekið mið af þeim. Það er hins vegar ólíðandi að þessi sérkrafa verði til þess að allir launamenn í landinu þurfi að bíða í lausu lofti með kjarasamninga. Í óvissuástandi í efnahagsmálunum, eins og nú ríkir, þarf styrka forystu til að leggja línurnar á vinnumarkaðnum. Það þarf að gera með hagsmuni samfélagsins alls í huga. Það er ekki hægt að bjóða heimilunum í landinu upp á áframhaldandi kaupmáttarrýrnun á meðan hagsmunaeigendur ræða við ríkisstjórnina. Hagur venjulegs launafólks; sjúkraliða, lögreglumanna, bæjarstarfsmanna, tollvarða, skólaliða, svo dæmi sé tekið, á ekki að vera í höndum útgerðarmanna. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar kennir sig við félagshyggju. Það skýtur því skökku við að þau ætli sér að láta hagsmuni atvinnurekenda í einni atvinnugrein hindra almennar kjarabætur í landinu. Endurreisn íslensks efnahagslífs er sameiginlegt átak þar sem allir verða að leggjast á eitt. Við verðum hins vegar að hafa stjórnvöld sem þora að skera á hnútinn þegar með þarf, þora að stíga fram fyrir skjöldu og móta stefnuna, með hagsmuni alls fólksins í landinu í huga; ekki bara þeirra sem reka útgerðarfyrirtæki. Það er skylda ríkisstjórnarinnar að leysa almennt launafólk úr viðjum sérhagsmunanna LÍÚ. Nú er lag að semja við opinbera starfsmenn, slá tóninn fyrir komandi kjarabætur og leyfa Samtökum atvinnurekenda að velja hvort þau verði með í endurreisn samfélagsins, eða hvort þau setji sérhagsmuni ofar almannahagsmunum. Jóhanna og Steingrímur: sýnið dug og semjið við viðsemjendur ykkar, í því liggur ykkar ábyrgð. Ekki bíða eftir línunni frá sérhagsmunasamtökum. Leggið línurnar sjálf.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun