Naglar og lungu Hjálmar Sveinsson skrifar 18. janúar 2011 06:00 Við trúum því flest að loftið á Íslandi sé hreint og tært. Landið er fámennt og við þurfum hvorki kol né olíu til að hita húsin okkar. Hér eru kjöraðstæður. Þess vegna ætti að vera sjálfsagt að auglýsa Reykjavík sem heilsuborg, eins og gert hefur verið síðustu misserin. Þó er einn galli á gjöf Njarðar. Trúin á hreina loftið stenst ekki nánari skoðun. Mælingar sýna að loftið í Reykjavík er heilsuspillandi 20 daga á ári vegna svifryksmengunar. Rúmar tvær vikur eru liðnar af árinu 2011 og svifryksmengun hefur þegar farið 6 sinnum yfir heilsuverndarmörk. Samkvæmt nýrri reglugerð má það gerast 7 sinnum allt árið. Talið er að um 50% svifryks í Reykjavík stafi af malbiki sem nagladekkin spæna upp. Norskir sérfræðingar segja að nagladekkin framleiði hundrað sinnum meira svifryk en venjuleg dekk. Reykjavíkurborg þarf árlega að endurnýja 10 000 tonn af malbiki vegna þeirra tæpu 40 prósenta ökumanna sem keyra hálft árið á nagladekkjum. Kostnaður er talinn nema 150 til 200 milljónum á ári. Hann leggst jafnt á alla, líka þá fjölmörgu sem keyra aldrei á nöglum og þá sem kjósa bíllausan lífsstíl. Svifrykið fer ofan í lungu á fólki. Foreldrum er ráðlagt að hafa börn sín inni þegar svifryksmengun er mest. Það er talið vont að fá mikið svifryk ofan í óþroskuð lungu. En auðvitað ætti þetta að vera öfugt, eins og Andri Snær Magnason benti á um daginn, það á að halda negldu dekkjunum inni, mengunarvaldinum, en ekki börnunum. Umhverfis- og samgönguráð borgarinnar samþykkti samhljóða um daginn að láta kanna hvort rétt sé að leggja gjöld á þá sem kjósa að keyra um götur borgarinnar á nöglum. Það er skynsamlegt. Enn betra og réttara væri að banna nagladekk á götum borgarinnar. Þau eru óþörf. Góð heilsársdekk nægja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Við trúum því flest að loftið á Íslandi sé hreint og tært. Landið er fámennt og við þurfum hvorki kol né olíu til að hita húsin okkar. Hér eru kjöraðstæður. Þess vegna ætti að vera sjálfsagt að auglýsa Reykjavík sem heilsuborg, eins og gert hefur verið síðustu misserin. Þó er einn galli á gjöf Njarðar. Trúin á hreina loftið stenst ekki nánari skoðun. Mælingar sýna að loftið í Reykjavík er heilsuspillandi 20 daga á ári vegna svifryksmengunar. Rúmar tvær vikur eru liðnar af árinu 2011 og svifryksmengun hefur þegar farið 6 sinnum yfir heilsuverndarmörk. Samkvæmt nýrri reglugerð má það gerast 7 sinnum allt árið. Talið er að um 50% svifryks í Reykjavík stafi af malbiki sem nagladekkin spæna upp. Norskir sérfræðingar segja að nagladekkin framleiði hundrað sinnum meira svifryk en venjuleg dekk. Reykjavíkurborg þarf árlega að endurnýja 10 000 tonn af malbiki vegna þeirra tæpu 40 prósenta ökumanna sem keyra hálft árið á nagladekkjum. Kostnaður er talinn nema 150 til 200 milljónum á ári. Hann leggst jafnt á alla, líka þá fjölmörgu sem keyra aldrei á nöglum og þá sem kjósa bíllausan lífsstíl. Svifrykið fer ofan í lungu á fólki. Foreldrum er ráðlagt að hafa börn sín inni þegar svifryksmengun er mest. Það er talið vont að fá mikið svifryk ofan í óþroskuð lungu. En auðvitað ætti þetta að vera öfugt, eins og Andri Snær Magnason benti á um daginn, það á að halda negldu dekkjunum inni, mengunarvaldinum, en ekki börnunum. Umhverfis- og samgönguráð borgarinnar samþykkti samhljóða um daginn að láta kanna hvort rétt sé að leggja gjöld á þá sem kjósa að keyra um götur borgarinnar á nöglum. Það er skynsamlegt. Enn betra og réttara væri að banna nagladekk á götum borgarinnar. Þau eru óþörf. Góð heilsársdekk nægja.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun