Naglar og lungu Hjálmar Sveinsson skrifar 18. janúar 2011 06:00 Við trúum því flest að loftið á Íslandi sé hreint og tært. Landið er fámennt og við þurfum hvorki kol né olíu til að hita húsin okkar. Hér eru kjöraðstæður. Þess vegna ætti að vera sjálfsagt að auglýsa Reykjavík sem heilsuborg, eins og gert hefur verið síðustu misserin. Þó er einn galli á gjöf Njarðar. Trúin á hreina loftið stenst ekki nánari skoðun. Mælingar sýna að loftið í Reykjavík er heilsuspillandi 20 daga á ári vegna svifryksmengunar. Rúmar tvær vikur eru liðnar af árinu 2011 og svifryksmengun hefur þegar farið 6 sinnum yfir heilsuverndarmörk. Samkvæmt nýrri reglugerð má það gerast 7 sinnum allt árið. Talið er að um 50% svifryks í Reykjavík stafi af malbiki sem nagladekkin spæna upp. Norskir sérfræðingar segja að nagladekkin framleiði hundrað sinnum meira svifryk en venjuleg dekk. Reykjavíkurborg þarf árlega að endurnýja 10 000 tonn af malbiki vegna þeirra tæpu 40 prósenta ökumanna sem keyra hálft árið á nagladekkjum. Kostnaður er talinn nema 150 til 200 milljónum á ári. Hann leggst jafnt á alla, líka þá fjölmörgu sem keyra aldrei á nöglum og þá sem kjósa bíllausan lífsstíl. Svifrykið fer ofan í lungu á fólki. Foreldrum er ráðlagt að hafa börn sín inni þegar svifryksmengun er mest. Það er talið vont að fá mikið svifryk ofan í óþroskuð lungu. En auðvitað ætti þetta að vera öfugt, eins og Andri Snær Magnason benti á um daginn, það á að halda negldu dekkjunum inni, mengunarvaldinum, en ekki börnunum. Umhverfis- og samgönguráð borgarinnar samþykkti samhljóða um daginn að láta kanna hvort rétt sé að leggja gjöld á þá sem kjósa að keyra um götur borgarinnar á nöglum. Það er skynsamlegt. Enn betra og réttara væri að banna nagladekk á götum borgarinnar. Þau eru óþörf. Góð heilsársdekk nægja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við trúum því flest að loftið á Íslandi sé hreint og tært. Landið er fámennt og við þurfum hvorki kol né olíu til að hita húsin okkar. Hér eru kjöraðstæður. Þess vegna ætti að vera sjálfsagt að auglýsa Reykjavík sem heilsuborg, eins og gert hefur verið síðustu misserin. Þó er einn galli á gjöf Njarðar. Trúin á hreina loftið stenst ekki nánari skoðun. Mælingar sýna að loftið í Reykjavík er heilsuspillandi 20 daga á ári vegna svifryksmengunar. Rúmar tvær vikur eru liðnar af árinu 2011 og svifryksmengun hefur þegar farið 6 sinnum yfir heilsuverndarmörk. Samkvæmt nýrri reglugerð má það gerast 7 sinnum allt árið. Talið er að um 50% svifryks í Reykjavík stafi af malbiki sem nagladekkin spæna upp. Norskir sérfræðingar segja að nagladekkin framleiði hundrað sinnum meira svifryk en venjuleg dekk. Reykjavíkurborg þarf árlega að endurnýja 10 000 tonn af malbiki vegna þeirra tæpu 40 prósenta ökumanna sem keyra hálft árið á nagladekkjum. Kostnaður er talinn nema 150 til 200 milljónum á ári. Hann leggst jafnt á alla, líka þá fjölmörgu sem keyra aldrei á nöglum og þá sem kjósa bíllausan lífsstíl. Svifrykið fer ofan í lungu á fólki. Foreldrum er ráðlagt að hafa börn sín inni þegar svifryksmengun er mest. Það er talið vont að fá mikið svifryk ofan í óþroskuð lungu. En auðvitað ætti þetta að vera öfugt, eins og Andri Snær Magnason benti á um daginn, það á að halda negldu dekkjunum inni, mengunarvaldinum, en ekki börnunum. Umhverfis- og samgönguráð borgarinnar samþykkti samhljóða um daginn að láta kanna hvort rétt sé að leggja gjöld á þá sem kjósa að keyra um götur borgarinnar á nöglum. Það er skynsamlegt. Enn betra og réttara væri að banna nagladekk á götum borgarinnar. Þau eru óþörf. Góð heilsársdekk nægja.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun