Formaður Vals óttast tengsl Framara í HSÍ Hans Steinar Bjarnason skrifar 15. febrúar 2011 12:45 Formaður handknattleiksdeildar Vals furðar sig á að Fram hafi kært úrslitin í leik liðanna í undanúrslitum bikarkeppninnar og óttast tengsl Framara inn í handknattleikssamband Íslands. Eins og kunnugt er unnu Valsmenn sigur í framlengdum undanúrslitaleik gegn Fram í Eimskipsbikar karla á sunnudaginn. Framarar hafa nú kært úrslit leiksins á þeim forsendum að einn leikmaður Vals, Markús Máni Michaelsson, hafi tekið þátt í leiknum án þess að vera með gildan leikmannasamning hjá Val. Markús er félagsmaður í Val en hafði lagt skóna á hilluna. Gerður var við hann svkallaður B-leikmannasamningur á síðustu stundu og tilkynning um það send á rafrænu formi til HSÍ á sunnudaginn, klukkutíma fyrir leik. Sveinn Stefánsson formaður handknattleiksdeildar Vals furðar sig á þessari kæru Framara og segir Valsmenn ekki hafa gert neitt rangt. „Samningurinn barst HSÍ í tæka tíð og um það er ekki deilt," sagði Sveinn. „Málið snýst um að þegar stjórnarmaður Fram mætir niður í HSÍ liggur vefþjónninn niðri. Þeir gátu því ekki fengið staðfest klukkan níu á mánudagsmorgun að faxið hafði borist." „Að hluta til er kæra Fram er byggð á misskilningi - hvort sem það er viljandi eða óviljandi. En ég óttast pínulítið máttleysi HSÍ í þessu máli. Auðvitað getur það leitt til þess að leiknum verði frestað. Þeir geta ekki stoppað svona mál þegar í ljós er komið að það er ekkert mál á borðinu." „Ég óttast auðvitað líka mikið tengsl Fram inn í HSÍ. Starfsmenn HSÍ eru búnir að staðfesta við okkur og við Fram að samningurinn hafi borist í tæka tíð. Hvað er þá málið?" Þetta segir formaður handknattleiksdeildar Vals sem vísaði þarna til manna sem eiga sæti í stjórn HSÍ og starfsmanna sambandsins. Reynir Stefánsson varaformaður handknattleiksdeildar Fram sagði í samtali við íþróttadeild í morgun að félagið vilji láta reyna á reglugerð um leikmannasamninga. Hann segir ákvörðun verða tekna á stjórnarfundi nú í hádeginu um hvort kærunni verði haldið til streitu. Úrslitaleikurinn á að fara fram laugardaginn 26. febrúar. Íslenski handboltinn Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Sjá meira
Formaður handknattleiksdeildar Vals furðar sig á að Fram hafi kært úrslitin í leik liðanna í undanúrslitum bikarkeppninnar og óttast tengsl Framara inn í handknattleikssamband Íslands. Eins og kunnugt er unnu Valsmenn sigur í framlengdum undanúrslitaleik gegn Fram í Eimskipsbikar karla á sunnudaginn. Framarar hafa nú kært úrslit leiksins á þeim forsendum að einn leikmaður Vals, Markús Máni Michaelsson, hafi tekið þátt í leiknum án þess að vera með gildan leikmannasamning hjá Val. Markús er félagsmaður í Val en hafði lagt skóna á hilluna. Gerður var við hann svkallaður B-leikmannasamningur á síðustu stundu og tilkynning um það send á rafrænu formi til HSÍ á sunnudaginn, klukkutíma fyrir leik. Sveinn Stefánsson formaður handknattleiksdeildar Vals furðar sig á þessari kæru Framara og segir Valsmenn ekki hafa gert neitt rangt. „Samningurinn barst HSÍ í tæka tíð og um það er ekki deilt," sagði Sveinn. „Málið snýst um að þegar stjórnarmaður Fram mætir niður í HSÍ liggur vefþjónninn niðri. Þeir gátu því ekki fengið staðfest klukkan níu á mánudagsmorgun að faxið hafði borist." „Að hluta til er kæra Fram er byggð á misskilningi - hvort sem það er viljandi eða óviljandi. En ég óttast pínulítið máttleysi HSÍ í þessu máli. Auðvitað getur það leitt til þess að leiknum verði frestað. Þeir geta ekki stoppað svona mál þegar í ljós er komið að það er ekkert mál á borðinu." „Ég óttast auðvitað líka mikið tengsl Fram inn í HSÍ. Starfsmenn HSÍ eru búnir að staðfesta við okkur og við Fram að samningurinn hafi borist í tæka tíð. Hvað er þá málið?" Þetta segir formaður handknattleiksdeildar Vals sem vísaði þarna til manna sem eiga sæti í stjórn HSÍ og starfsmanna sambandsins. Reynir Stefánsson varaformaður handknattleiksdeildar Fram sagði í samtali við íþróttadeild í morgun að félagið vilji láta reyna á reglugerð um leikmannasamninga. Hann segir ákvörðun verða tekna á stjórnarfundi nú í hádeginu um hvort kærunni verði haldið til streitu. Úrslitaleikurinn á að fara fram laugardaginn 26. febrúar.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Sjá meira