Griffin fyrsti nýliðinn í Stjörnuleiknum í 8 ár - fjórir Boston-menn valdir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2011 19:00 Blake Griffin. Mynd/AP Blake Griffin, nýliði Los Angeles Clippers, var valinn í Stjörnuleikinn í NBA-deildinni í gær líkt og Kevin Garnett, leikmaður Boston, sem um leið jafnaði met þeirra Jerry West, Shaquille O'Neal og Karl Malone með því að vera valinn í leikinn 14. árið í röð. Þjálfarar Austur- og Vesturdeildanna kusu um hvaða leikmenn fylla upp leikmannahópa Stjörnuliðanna en byrjunarlið Stjörnuliðanna voru valin af áhugafólki um NBA-deildina. Blake Griffin varð fyrsti nýliðinn til að vera valinn í Stjörnuleikinn síðan að Kínverjinn Yao Ming var kosinn í Stjörnuleikinn árið 2003. Stjörnuleikurinn verður spilaður á heimavelli Giffin, Staples Center í Los Angeles Lakers, og fer fram 20. febrúar næstkomandi. Fjórir leikmenn Boston Celtics komust í lið Austurdeildarinnar en auk Garnett eru þeir Rajon Rondo, Paul Pierce og Ray Allen í liðinu. Þeir jöfnuðu þar met met fjögurra leikmanna Detroit Pistons frá 2006 sem er eina liðið sem hefur einnig átt fjóra varamenn í Stjörnuleiknum. Chauncey Billups, Richard Hamilton, Ben Wallace og Rasheed Wallace voru valdir í stjörnuliðið fyrir fimm árum. Boston og Detroit eru þó ekki einu liðin til að eiga fjóra stjörnuleikmenn en það áttu einnig lið Boston Celtics (1953, 1962 og 1975), Los Angeles Lakers Lakers (1962 og 1998) og Philadelphia 76ers (1983). Tim Duncan hjá San Antonio Spurs var valinn í Stjörnuliðið í þrettánda sinn og Chris Bosh, félagi þeirra LeBron James og Dwyane Wade hjá Miami, var einnig valinn í liðið. Það var örugglega mun erfiðara að velja varamennina vestan megin því sterkir leikmenn eins og Tony Parker, Kevin Love, LaMarcus Aldridge, Zach Randolph og Lamar Odom sitja eftir með sárt ennið að þessu sinni. Stjörnulið NBA-deildarinnar 2011Ray Allen, Paul Pierce og Kevin Garnett voru allir valdir í Stjörnuleikinn.Mynd/APLið Austurdeildarinnar:Byrjunarlið: Derrick Rose, Chicago Bulls Dwyane Wade, Miami Heat LeBron James, Miami Heat Amar'e Stoudemire, New York Knicks Dwight Howard, Orlando MagicVaramenn: Ray Allen, Boston Celtics Chris Bosh, Miami Heat Kevin Garnett, Boston Celtics Al Horford, Atlanta Hawks Joe Johnson, Atlanta Hawks Paul Pierce, Boston Celtics Rajon Rondo, Boston CelticsÞjálfari: Doc Rivers (Boston Celtics) Lið Vesturdeildarinnar:Byrjunarlið: Chris Paul, New Orleans Hornets Kobe Bryant, Los Angeles Lakers Kevin Durant, Oklahoma City Thunder Carmelo Anthony, Denver Nuggets Yao Ming, Houston Rockets (meiddur)Varamenn: Tim Duncan, San Antonio Spurs Pau Gasol, Los Angeles Lakers Manu Ginóbili, San Antonio Spurs Blake Griffin, Los Angeles Clippers Dirk Nowitzki, Dallas Mavericks Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder Deron Williams, Utah JazzÞjálfari: Gregg Popovich (San Antonio Spurs) NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Blake Griffin, nýliði Los Angeles Clippers, var valinn í Stjörnuleikinn í NBA-deildinni í gær líkt og Kevin Garnett, leikmaður Boston, sem um leið jafnaði met þeirra Jerry West, Shaquille O'Neal og Karl Malone með því að vera valinn í leikinn 14. árið í röð. Þjálfarar Austur- og Vesturdeildanna kusu um hvaða leikmenn fylla upp leikmannahópa Stjörnuliðanna en byrjunarlið Stjörnuliðanna voru valin af áhugafólki um NBA-deildina. Blake Griffin varð fyrsti nýliðinn til að vera valinn í Stjörnuleikinn síðan að Kínverjinn Yao Ming var kosinn í Stjörnuleikinn árið 2003. Stjörnuleikurinn verður spilaður á heimavelli Giffin, Staples Center í Los Angeles Lakers, og fer fram 20. febrúar næstkomandi. Fjórir leikmenn Boston Celtics komust í lið Austurdeildarinnar en auk Garnett eru þeir Rajon Rondo, Paul Pierce og Ray Allen í liðinu. Þeir jöfnuðu þar met met fjögurra leikmanna Detroit Pistons frá 2006 sem er eina liðið sem hefur einnig átt fjóra varamenn í Stjörnuleiknum. Chauncey Billups, Richard Hamilton, Ben Wallace og Rasheed Wallace voru valdir í stjörnuliðið fyrir fimm árum. Boston og Detroit eru þó ekki einu liðin til að eiga fjóra stjörnuleikmenn en það áttu einnig lið Boston Celtics (1953, 1962 og 1975), Los Angeles Lakers Lakers (1962 og 1998) og Philadelphia 76ers (1983). Tim Duncan hjá San Antonio Spurs var valinn í Stjörnuliðið í þrettánda sinn og Chris Bosh, félagi þeirra LeBron James og Dwyane Wade hjá Miami, var einnig valinn í liðið. Það var örugglega mun erfiðara að velja varamennina vestan megin því sterkir leikmenn eins og Tony Parker, Kevin Love, LaMarcus Aldridge, Zach Randolph og Lamar Odom sitja eftir með sárt ennið að þessu sinni. Stjörnulið NBA-deildarinnar 2011Ray Allen, Paul Pierce og Kevin Garnett voru allir valdir í Stjörnuleikinn.Mynd/APLið Austurdeildarinnar:Byrjunarlið: Derrick Rose, Chicago Bulls Dwyane Wade, Miami Heat LeBron James, Miami Heat Amar'e Stoudemire, New York Knicks Dwight Howard, Orlando MagicVaramenn: Ray Allen, Boston Celtics Chris Bosh, Miami Heat Kevin Garnett, Boston Celtics Al Horford, Atlanta Hawks Joe Johnson, Atlanta Hawks Paul Pierce, Boston Celtics Rajon Rondo, Boston CelticsÞjálfari: Doc Rivers (Boston Celtics) Lið Vesturdeildarinnar:Byrjunarlið: Chris Paul, New Orleans Hornets Kobe Bryant, Los Angeles Lakers Kevin Durant, Oklahoma City Thunder Carmelo Anthony, Denver Nuggets Yao Ming, Houston Rockets (meiddur)Varamenn: Tim Duncan, San Antonio Spurs Pau Gasol, Los Angeles Lakers Manu Ginóbili, San Antonio Spurs Blake Griffin, Los Angeles Clippers Dirk Nowitzki, Dallas Mavericks Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder Deron Williams, Utah JazzÞjálfari: Gregg Popovich (San Antonio Spurs)
NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira