Lopinn þæfður Friðrika Benónýsdóttir skrifar 12. febrúar 2011 00:01 Prjónaklúbburinn eftir Kate Jacobs. Bækur Prjónaklúbburinn eftir Kate Jacobs. Þýðing: Aðalheiður Jónsdóttir JPV-útgáfa Konur hittast á hverju föstudagskvöldi í garnbúð á Manhattan og prjóna saman. Þær eru, eins og pólitísk rétthugsun krefst, á öllum aldri og af mismunandi kynþáttum, frá þrettán ára til rúmlega sjötugs, flestar hvítar reyndar en ein svört og önnur af kínverskum ættum auk þess sem aðalsöguhetjan, sem er hvít, á svarta dóttur. Hér er fjallað um allt sem við á að éta í stelpubókum: tísku, mat, ást, framhjáhald, skilnað, makamissi, karríer, óléttu og dauða. Hver kvennanna hefur sinn djöful að draga, oftast karlkyns auðvitað, og saman takast þær á við vandamálin og öðlast yfirsýn og þroska. Hér er minna lagt upp úr húmornum en í bókum eins og Bridget Jones til dæmis og vandamálin sem konurnar takast á við eru auðþekkjanleg flestum konum sem komnar eru yfir táningsárin þannig að eflaust á bókin stóran þátt vinsælda sinna því að þakka að konur finna til samsvörunar við konurnar í sögunni og hugga sig við að vandamál þeirra séu ekki einstök. Sem er gott og blessað, en samfélagsrýnin er heldur grunnfærin og rétt skautað yfir alvarleg vandamál eins og þau sem fylgja því að ala upp svart barn í samfélagi hvítra. Höfundur fær þó stóran plús í kladdann fyrir að sleppa hinum hefðbundna hamingjusamlega endi. Prjónaklúbburinn er skilgetið afkvæmi bókmenntastefnunnar sem kennd er við stelpur, chick lit eins og enskumælandi kalla hana. Bregður þó í nokkrum atriðum út af þeim lögmálum sem almennt ríkja í stelpubókmenntunum, enda höfundurinn kanadísk en ekki bandarísk. Kannski ber að fagna því að opnað sé fyrir þá hugsun í slíkum bókmenntum að hamingjan kunni hugsanlega að felast í einhverju öðru en hring á fingri, en það dugar skammt til að gera bókina áhugaverða. Þýðingin er dæmigerð fyrir alltof margar þýðingar úr ensku. Þýtt er frá orði til orðs í stað þess að hugsa setningarnar upp á nýtt á íslensku, svo úr verður þetta stórfurðulega tungumál sem hvergi sést nema í slíkum þýðingum. Niðurstaða: Stelpubók sem bregður út af vananum, en ristir ekki sérlega djúpt. Mest lesið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Lífið samstarf Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Fleiri fréttir Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Bækur Prjónaklúbburinn eftir Kate Jacobs. Þýðing: Aðalheiður Jónsdóttir JPV-útgáfa Konur hittast á hverju föstudagskvöldi í garnbúð á Manhattan og prjóna saman. Þær eru, eins og pólitísk rétthugsun krefst, á öllum aldri og af mismunandi kynþáttum, frá þrettán ára til rúmlega sjötugs, flestar hvítar reyndar en ein svört og önnur af kínverskum ættum auk þess sem aðalsöguhetjan, sem er hvít, á svarta dóttur. Hér er fjallað um allt sem við á að éta í stelpubókum: tísku, mat, ást, framhjáhald, skilnað, makamissi, karríer, óléttu og dauða. Hver kvennanna hefur sinn djöful að draga, oftast karlkyns auðvitað, og saman takast þær á við vandamálin og öðlast yfirsýn og þroska. Hér er minna lagt upp úr húmornum en í bókum eins og Bridget Jones til dæmis og vandamálin sem konurnar takast á við eru auðþekkjanleg flestum konum sem komnar eru yfir táningsárin þannig að eflaust á bókin stóran þátt vinsælda sinna því að þakka að konur finna til samsvörunar við konurnar í sögunni og hugga sig við að vandamál þeirra séu ekki einstök. Sem er gott og blessað, en samfélagsrýnin er heldur grunnfærin og rétt skautað yfir alvarleg vandamál eins og þau sem fylgja því að ala upp svart barn í samfélagi hvítra. Höfundur fær þó stóran plús í kladdann fyrir að sleppa hinum hefðbundna hamingjusamlega endi. Prjónaklúbburinn er skilgetið afkvæmi bókmenntastefnunnar sem kennd er við stelpur, chick lit eins og enskumælandi kalla hana. Bregður þó í nokkrum atriðum út af þeim lögmálum sem almennt ríkja í stelpubókmenntunum, enda höfundurinn kanadísk en ekki bandarísk. Kannski ber að fagna því að opnað sé fyrir þá hugsun í slíkum bókmenntum að hamingjan kunni hugsanlega að felast í einhverju öðru en hring á fingri, en það dugar skammt til að gera bókina áhugaverða. Þýðingin er dæmigerð fyrir alltof margar þýðingar úr ensku. Þýtt er frá orði til orðs í stað þess að hugsa setningarnar upp á nýtt á íslensku, svo úr verður þetta stórfurðulega tungumál sem hvergi sést nema í slíkum þýðingum. Niðurstaða: Stelpubók sem bregður út af vananum, en ristir ekki sérlega djúpt.
Mest lesið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Lífið samstarf Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Fleiri fréttir Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira