Tímaritin streyma út 21. desember 2011 12:00 Spássían. Ný tölublöð fimm tímarita helguðum menningu og fræðum hafa komið út á undanförnum dögum: Tímarit Máls og menningar, Spássían, Stína, Skírnir og Saga. Meðal efnis í TMM er grein Guðna Elíssonar um loftlagsmál og pólitíska umræðu um olíuleit á Drekasvæðinu. Þröstur Helgason og Bergljót Kristjánsdóttir skrifa hvort sína greinina um Gyrði Elíasson og Heimir Pálsson skrifar um nýbakaðan Nóbelsverðlaunahafa, Thomas Tranströmer. Jólabókaflóðið er tekið til kostanna í nýjasta tölublaði Spássíunnar, en að mati Auðar Aðalsteinsdóttur er uppgjör við fortíðina áberandi þema í skáldsögum ársins. Þá birtast yfir tuttugu dómar um nýjar bækur og ítarlegt viðtal við Vigdísi Grímsdóttur. Í Stínu, tímariti um bókmenntir og listir kennir ýmissa grasa að venju. Soffía Auður Birgisdóttir skrifar meðal annars um ljóðagerð Herdísar Andrésardóttur, Guðbergur Bergsson gefur uppskrift að ljóðrænum saltfisk og Hallgrímur Helgason skrifar um sagnavélina Ísland. Í Skírni má finna greinar um bæði þjóðfélagsleg mál og bókmenntaleg; Páll Skúlason lýsir hugsjóninni um menntaríkið og spyr hvernig hún geti nýst Íslendingum til að takast á við kreppuna, Svanur Kristjánsson ræðir upphaf kvótakerfisins 1983 og Kristín Loftsdóttir greinir umræðuna um grunnskólalögin, trúarbrögðin og fjölmenningarsamfélagið. Margt bitastætt efni er að finna í Sögu, tímarits Sögufélags, þar á meðal takast fræðimenn úr ýmsum greinum á við spurningunum um hvað ævisaga sé. - bs Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ný tölublöð fimm tímarita helguðum menningu og fræðum hafa komið út á undanförnum dögum: Tímarit Máls og menningar, Spássían, Stína, Skírnir og Saga. Meðal efnis í TMM er grein Guðna Elíssonar um loftlagsmál og pólitíska umræðu um olíuleit á Drekasvæðinu. Þröstur Helgason og Bergljót Kristjánsdóttir skrifa hvort sína greinina um Gyrði Elíasson og Heimir Pálsson skrifar um nýbakaðan Nóbelsverðlaunahafa, Thomas Tranströmer. Jólabókaflóðið er tekið til kostanna í nýjasta tölublaði Spássíunnar, en að mati Auðar Aðalsteinsdóttur er uppgjör við fortíðina áberandi þema í skáldsögum ársins. Þá birtast yfir tuttugu dómar um nýjar bækur og ítarlegt viðtal við Vigdísi Grímsdóttur. Í Stínu, tímariti um bókmenntir og listir kennir ýmissa grasa að venju. Soffía Auður Birgisdóttir skrifar meðal annars um ljóðagerð Herdísar Andrésardóttur, Guðbergur Bergsson gefur uppskrift að ljóðrænum saltfisk og Hallgrímur Helgason skrifar um sagnavélina Ísland. Í Skírni má finna greinar um bæði þjóðfélagsleg mál og bókmenntaleg; Páll Skúlason lýsir hugsjóninni um menntaríkið og spyr hvernig hún geti nýst Íslendingum til að takast á við kreppuna, Svanur Kristjánsson ræðir upphaf kvótakerfisins 1983 og Kristín Loftsdóttir greinir umræðuna um grunnskólalögin, trúarbrögðin og fjölmenningarsamfélagið. Margt bitastætt efni er að finna í Sögu, tímarits Sögufélags, þar á meðal takast fræðimenn úr ýmsum greinum á við spurningunum um hvað ævisaga sé. - bs
Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira