Pistillinn: Ekki sjá eftir neinu þegar ferlinum lýkur Hlynur Bæringsson skrifar 17. desember 2011 07:30 Hlynur Bæringsson Mynd/Valli Fæstir íþróttamenn lifa lúxuslíferni, það er mjög lítil prósenta íþróttamanna sem situr á milljörðum og baðar sig í frægðarljóma. Marga foreldra dreymir um að þeirra barn nái þangað, sé næsta stórstjarna íþróttanna, nái því sem pabbinn náði aldrei, að komast á miðjuna hjá Liverpool, í NBA-deildina eða verða næsta undrabarn golfsins. Það er því miður ekki líklegt, því milljónir annarra foreldra eru að hugsa nákvæmlega það sama. En það er svo ótrúlega margt annað sem árangur í íþróttum getur gefið þeim sem stefnir hátt. Ég tek körfubolta sem dæmi en það er hægt að heimfæra þetta yfir á allar íþróttagreinar í raun, með örlitlum breytingum. Að læra að vinna í hópi og kynnast þar góðu fólki, vinna með öðrum og að vera agaður (þó að aginn sé oft ekki nægur heima á Íslandi). Verða meðvitaður um heilbrigðan lífsstíl, sem hjálpar öllum, sama hvort haldið er áfram í íþróttum eða ekki. Tilfinningin að vera hluti af einhverju sem er stærra en maður sjálfur, eins og góðu liði sem er sífellt að bæta sig, er oft mjög gefandi. Þeir sem eru með góða blöndu af hæfileikum og dugnaði hafa síðan tækifæri á að skoða landið og jafnvel útlönd í keppnisferðalögum, komast í landslið og prófa hæfileika sína gegn leikmönnum frá öðrum löndum. Þeim sem vilja stendur oft til boða frí háskólamenntun í Bandaríkjunum á meðan þeir stunda íþróttina, sem flestir sem hafa prófað lýsa sem ómetanlegri reynslu. Ég gæti talið fjölmarga fleiri kosti. Það eiga allir að stefna sem hæst að sjálfsögðu, verða bestir. Það er eðlileg hugsun hjá keppnismönnum, íþróttir snúast að miklu leyti um að komast sem lengst. En í raun ætti fyrsta markmið allra þeirra sem hafa íþróttir í forgangi í lífi sínu að vera það að sjá ekki eftir neinu þegar ferlinum lýkur, að geta litið til baka og verið sáttur, vitandi að þú gerðir þitt besta og þá meina ég þitt besta, ekki þar sem við blekkjum okkur með því að halda að við höfum gert okkar besta, því yfirleitt er meira á tankinum en við höldum. „Að gera sitt besta“ eru ansi ofnotuð orð. Það að gera sitt besta er ekki bara að berjast á fullu í leikjum og spila á fullu, adrenalínið sér um það að mestu. Það er undirbúningurinn sem er stór hluti af þessu öllu, líkamlegur og andlegur, vera besta útgáfan af sjálfum sér. Ef allt þetta er til staðar margfaldarðu líkurnar á að komast þangað sem þú vilt, og ef ekki þá geturðu alltaf litið sáttur til baka vitandi að þú reyndir. Það hlýtur að vera góð tilfinning. Pistillinn Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Bann bitvargsins stytt Sport Fleiri fréttir Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sjá meira
Fæstir íþróttamenn lifa lúxuslíferni, það er mjög lítil prósenta íþróttamanna sem situr á milljörðum og baðar sig í frægðarljóma. Marga foreldra dreymir um að þeirra barn nái þangað, sé næsta stórstjarna íþróttanna, nái því sem pabbinn náði aldrei, að komast á miðjuna hjá Liverpool, í NBA-deildina eða verða næsta undrabarn golfsins. Það er því miður ekki líklegt, því milljónir annarra foreldra eru að hugsa nákvæmlega það sama. En það er svo ótrúlega margt annað sem árangur í íþróttum getur gefið þeim sem stefnir hátt. Ég tek körfubolta sem dæmi en það er hægt að heimfæra þetta yfir á allar íþróttagreinar í raun, með örlitlum breytingum. Að læra að vinna í hópi og kynnast þar góðu fólki, vinna með öðrum og að vera agaður (þó að aginn sé oft ekki nægur heima á Íslandi). Verða meðvitaður um heilbrigðan lífsstíl, sem hjálpar öllum, sama hvort haldið er áfram í íþróttum eða ekki. Tilfinningin að vera hluti af einhverju sem er stærra en maður sjálfur, eins og góðu liði sem er sífellt að bæta sig, er oft mjög gefandi. Þeir sem eru með góða blöndu af hæfileikum og dugnaði hafa síðan tækifæri á að skoða landið og jafnvel útlönd í keppnisferðalögum, komast í landslið og prófa hæfileika sína gegn leikmönnum frá öðrum löndum. Þeim sem vilja stendur oft til boða frí háskólamenntun í Bandaríkjunum á meðan þeir stunda íþróttina, sem flestir sem hafa prófað lýsa sem ómetanlegri reynslu. Ég gæti talið fjölmarga fleiri kosti. Það eiga allir að stefna sem hæst að sjálfsögðu, verða bestir. Það er eðlileg hugsun hjá keppnismönnum, íþróttir snúast að miklu leyti um að komast sem lengst. En í raun ætti fyrsta markmið allra þeirra sem hafa íþróttir í forgangi í lífi sínu að vera það að sjá ekki eftir neinu þegar ferlinum lýkur, að geta litið til baka og verið sáttur, vitandi að þú gerðir þitt besta og þá meina ég þitt besta, ekki þar sem við blekkjum okkur með því að halda að við höfum gert okkar besta, því yfirleitt er meira á tankinum en við höldum. „Að gera sitt besta“ eru ansi ofnotuð orð. Það að gera sitt besta er ekki bara að berjast á fullu í leikjum og spila á fullu, adrenalínið sér um það að mestu. Það er undirbúningurinn sem er stór hluti af þessu öllu, líkamlegur og andlegur, vera besta útgáfan af sjálfum sér. Ef allt þetta er til staðar margfaldarðu líkurnar á að komast þangað sem þú vilt, og ef ekki þá geturðu alltaf litið sáttur til baka vitandi að þú reyndir. Það hlýtur að vera góð tilfinning.
Pistillinn Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Bann bitvargsins stytt Sport Fleiri fréttir Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sjá meira