Pistillinn: Ekki sjá eftir neinu þegar ferlinum lýkur Hlynur Bæringsson skrifar 17. desember 2011 07:30 Hlynur Bæringsson Mynd/Valli Fæstir íþróttamenn lifa lúxuslíferni, það er mjög lítil prósenta íþróttamanna sem situr á milljörðum og baðar sig í frægðarljóma. Marga foreldra dreymir um að þeirra barn nái þangað, sé næsta stórstjarna íþróttanna, nái því sem pabbinn náði aldrei, að komast á miðjuna hjá Liverpool, í NBA-deildina eða verða næsta undrabarn golfsins. Það er því miður ekki líklegt, því milljónir annarra foreldra eru að hugsa nákvæmlega það sama. En það er svo ótrúlega margt annað sem árangur í íþróttum getur gefið þeim sem stefnir hátt. Ég tek körfubolta sem dæmi en það er hægt að heimfæra þetta yfir á allar íþróttagreinar í raun, með örlitlum breytingum. Að læra að vinna í hópi og kynnast þar góðu fólki, vinna með öðrum og að vera agaður (þó að aginn sé oft ekki nægur heima á Íslandi). Verða meðvitaður um heilbrigðan lífsstíl, sem hjálpar öllum, sama hvort haldið er áfram í íþróttum eða ekki. Tilfinningin að vera hluti af einhverju sem er stærra en maður sjálfur, eins og góðu liði sem er sífellt að bæta sig, er oft mjög gefandi. Þeir sem eru með góða blöndu af hæfileikum og dugnaði hafa síðan tækifæri á að skoða landið og jafnvel útlönd í keppnisferðalögum, komast í landslið og prófa hæfileika sína gegn leikmönnum frá öðrum löndum. Þeim sem vilja stendur oft til boða frí háskólamenntun í Bandaríkjunum á meðan þeir stunda íþróttina, sem flestir sem hafa prófað lýsa sem ómetanlegri reynslu. Ég gæti talið fjölmarga fleiri kosti. Það eiga allir að stefna sem hæst að sjálfsögðu, verða bestir. Það er eðlileg hugsun hjá keppnismönnum, íþróttir snúast að miklu leyti um að komast sem lengst. En í raun ætti fyrsta markmið allra þeirra sem hafa íþróttir í forgangi í lífi sínu að vera það að sjá ekki eftir neinu þegar ferlinum lýkur, að geta litið til baka og verið sáttur, vitandi að þú gerðir þitt besta og þá meina ég þitt besta, ekki þar sem við blekkjum okkur með því að halda að við höfum gert okkar besta, því yfirleitt er meira á tankinum en við höldum. „Að gera sitt besta“ eru ansi ofnotuð orð. Það að gera sitt besta er ekki bara að berjast á fullu í leikjum og spila á fullu, adrenalínið sér um það að mestu. Það er undirbúningurinn sem er stór hluti af þessu öllu, líkamlegur og andlegur, vera besta útgáfan af sjálfum sér. Ef allt þetta er til staðar margfaldarðu líkurnar á að komast þangað sem þú vilt, og ef ekki þá geturðu alltaf litið sáttur til baka vitandi að þú reyndir. Það hlýtur að vera góð tilfinning. Pistillinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
Fæstir íþróttamenn lifa lúxuslíferni, það er mjög lítil prósenta íþróttamanna sem situr á milljörðum og baðar sig í frægðarljóma. Marga foreldra dreymir um að þeirra barn nái þangað, sé næsta stórstjarna íþróttanna, nái því sem pabbinn náði aldrei, að komast á miðjuna hjá Liverpool, í NBA-deildina eða verða næsta undrabarn golfsins. Það er því miður ekki líklegt, því milljónir annarra foreldra eru að hugsa nákvæmlega það sama. En það er svo ótrúlega margt annað sem árangur í íþróttum getur gefið þeim sem stefnir hátt. Ég tek körfubolta sem dæmi en það er hægt að heimfæra þetta yfir á allar íþróttagreinar í raun, með örlitlum breytingum. Að læra að vinna í hópi og kynnast þar góðu fólki, vinna með öðrum og að vera agaður (þó að aginn sé oft ekki nægur heima á Íslandi). Verða meðvitaður um heilbrigðan lífsstíl, sem hjálpar öllum, sama hvort haldið er áfram í íþróttum eða ekki. Tilfinningin að vera hluti af einhverju sem er stærra en maður sjálfur, eins og góðu liði sem er sífellt að bæta sig, er oft mjög gefandi. Þeir sem eru með góða blöndu af hæfileikum og dugnaði hafa síðan tækifæri á að skoða landið og jafnvel útlönd í keppnisferðalögum, komast í landslið og prófa hæfileika sína gegn leikmönnum frá öðrum löndum. Þeim sem vilja stendur oft til boða frí háskólamenntun í Bandaríkjunum á meðan þeir stunda íþróttina, sem flestir sem hafa prófað lýsa sem ómetanlegri reynslu. Ég gæti talið fjölmarga fleiri kosti. Það eiga allir að stefna sem hæst að sjálfsögðu, verða bestir. Það er eðlileg hugsun hjá keppnismönnum, íþróttir snúast að miklu leyti um að komast sem lengst. En í raun ætti fyrsta markmið allra þeirra sem hafa íþróttir í forgangi í lífi sínu að vera það að sjá ekki eftir neinu þegar ferlinum lýkur, að geta litið til baka og verið sáttur, vitandi að þú gerðir þitt besta og þá meina ég þitt besta, ekki þar sem við blekkjum okkur með því að halda að við höfum gert okkar besta, því yfirleitt er meira á tankinum en við höldum. „Að gera sitt besta“ eru ansi ofnotuð orð. Það að gera sitt besta er ekki bara að berjast á fullu í leikjum og spila á fullu, adrenalínið sér um það að mestu. Það er undirbúningurinn sem er stór hluti af þessu öllu, líkamlegur og andlegur, vera besta útgáfan af sjálfum sér. Ef allt þetta er til staðar margfaldarðu líkurnar á að komast þangað sem þú vilt, og ef ekki þá geturðu alltaf litið sáttur til baka vitandi að þú reyndir. Það hlýtur að vera góð tilfinning.
Pistillinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira