Svalasta rokkdúóið í bransanum Höskuldur Daði Magnússon skrifar 8. desember 2011 20:00 Tónlist. El Camino. The Black Keys. Dan Auerbach og Patrick Carney skipa svalasta rokkdúóið í bransanum í dag. Þeir áttu eina af bestu plötum síðasta árs, Brothers, og eru nú mættir með enn betri plötu. The Black Keys er orðið tíu ára gamalt band og El Camino er sjöunda plata sveitarinnar. Platan Attack & Release, sem kom út árið 2008, kom The Black Keys almennilega á kortið. Það var upptökustjórinn Danger Mouse sem var á tökkunum við upptökur plötunnar og hann var kallaður aftur til starfa hér. Danger Mouse setur handbragð sitt á plötuna, skerpir á melódíunum og gerir þær hlýrri. Hann hefur einnig náð að temja tvímenningana og fengið þá til að hafa bara ellefu lög á plötunni. Helsti galli síðustu plötu var að þar máttu nokkur lög missa sín. Sem sagt: Hraðsoðin og melódísk blúsrokkplata sem rúllar örugglega í gegn. Tónlist Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Fleiri fréttir Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Tónlist. El Camino. The Black Keys. Dan Auerbach og Patrick Carney skipa svalasta rokkdúóið í bransanum í dag. Þeir áttu eina af bestu plötum síðasta árs, Brothers, og eru nú mættir með enn betri plötu. The Black Keys er orðið tíu ára gamalt band og El Camino er sjöunda plata sveitarinnar. Platan Attack & Release, sem kom út árið 2008, kom The Black Keys almennilega á kortið. Það var upptökustjórinn Danger Mouse sem var á tökkunum við upptökur plötunnar og hann var kallaður aftur til starfa hér. Danger Mouse setur handbragð sitt á plötuna, skerpir á melódíunum og gerir þær hlýrri. Hann hefur einnig náð að temja tvímenningana og fengið þá til að hafa bara ellefu lög á plötunni. Helsti galli síðustu plötu var að þar máttu nokkur lög missa sín. Sem sagt: Hraðsoðin og melódísk blúsrokkplata sem rúllar örugglega í gegn.
Tónlist Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Fleiri fréttir Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira