Rannsaka lán til Salts og Rákungs 2. desember 2011 04:00 Rannsókn embættis sérstaks saksóknara á Glitni beinist að meintri kerfisbundinni markaðsmisnotkun bankans yfir margra ára tímabil fyrir bankahrun. Hin meintu brot ná allt aftur til ársins 2004 og viðskiptin sem eru rannsökuð nema á annað hundrað milljörðum. Sú rannsókn sem nú stendur yfir á meintri brotastarfsemi stjórnenda Glitnis fyrir bankahrun snýst aðallega um ætlaða markaðsmisnotkun bankans um margra ára skeið. Heimildir Fréttablaðsins herma að embætti sérstaks saksóknara telji að hún teygi sig allt aftur til ársins 2004 og hafi staðið fram að bankahruni haustið 2008. Verið er að rannsaka tíu mál. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, og Ingi Rafnar Júlíusson, fyrrverandi verðbréfamiðlari hjá Glitni sem nú starfar hjá MP banka, voru á miðvikudag úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar. Sérstakur saksóknari krafðist einnig gæsluvarðhalds yfir Elmari Svavarssyni, fyrrverandi miðlara hjá Glitni, en þeirri kröfu var hafnað. Hátt í 20 manns hafa verið yfirheyrðir vegna málanna síðustu tvo daga. Þá hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að Bjarni Ármannsson, sem var forstjóri Glitnis frá 1997 og fram í apríl 2007, hafi verið boðaður til yfirheyrslu. Bjarni er staddur erlendis á ferðalagi og er ekki væntanlegur til landsins fyrr en seinni hluta desembermánaðar. Hann mun mæta til skýrslutöku þegar því ferðalagi er lokið. Fréttablaðið hefur ekki upplýsingar um hvar Bjarni er né hvaða stöðu hann mun hafa við skýrslutökuna. Tapið lenti allt á bankanumMeðal annars er verið að rannsaka kaup eigin viðskipta Glitnis á hlutabréfum hans og stærsta eiganda bankans, FL Group, um langt skeið. Tilgangur þeirra kaupa var að halda hlutabréfaverðinu uppi og skapa sýndareftirspurn eftir bréfunum. Þá er einnig verið að rannsaka viðskipti með framvirka samninga í hlutabréfum í Glitni. Í gegnum þá lánaði bankinn vildarviðskiptavinum sínum hlutabréf í sjálfum sér vegna þess að hann mátti ekki halda á þeim sjálfur. Margir þessara samninga voru með þeim hætti að þeir sem fengu bréfin lánuð gátu einungis grætt á þeim. Ef tap myndaðist á samningstímanum voru lánendurnir skaðlausir af því. Það lenti á bankanum. Heimildir Fréttablaðsins herma að sumir þeirra framvirku samninga sem Glitnir gerði hafi verið með sama samnings- og afhendingardegi. Talið er að gerð framvirkra samninga af þessari gerð hafi tíðkast um árabil hjá Glitni. Þá snýst rannsóknin um lánveitingar til ýmissa félaga sem nýttar voru til að kaupa bréf í Glitni. Umræddar lánveitingar námu 37 milljörðum króna og lánin voru veitt í lok árs 2007 og á árinu 2008. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er 8,1 milljarðs króna lán til Rákungs og 15,2 milljarða króna til Salt Financials á meðal þeirra lána sem verið er að rannsaka. Bæði lánin voru veitt á árinu 2008 og voru nýtt til kaupa á bréfum í bankanum. Salt Financials var í eigu Salt Investment, eignarhaldsfélags sem er í 94% eigu Róberts Wessman. Rákungur var í eigu Milestone, fjárfestingarfélags Karls og Steingríms Wernerssona. 15 milljarða víkjandi lán til BaugsTil viðbótar hefur sérstakur saksóknari rannsakað í meira en ár hið svokallaða Stím-mál. Það snýst um 19,6 milljarða króna lánveitingu frá Glitni til Stíms í nóvember 2007 til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group. Stím var teiknað upp af starfsmönnum Glitnis sem síðan buðu vildarviðskiptavinum bankans að eignast í félaginu gegn litlu eiginfjárframlagi. Þegar fyrri hrinan í Stím-rannsókninni fór fram í nóvember 2010 voru Lárus Welding og Jóhannes Baldursson einnig yfirheyrðir. Að endingu snerust aðgerðir sérstaks saksóknara á miðvikudag um rannsókn á sölutryggingu Glitnis á 15 milljarða hlutafjárútboði í FL Group í desember 2007. Heimildir Fréttablaðsins herma að um sé að ræða 15 milljarða króna víkjandi lán sem Baugi Group, stærsta eiganda FL Group á þeim tíma, var veitt. Áhættunefnd Glitnis samþykkti umrætt lán hinn 20. desember 2007. Stím málið Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Rannsókn embættis sérstaks saksóknara á Glitni beinist að meintri kerfisbundinni markaðsmisnotkun bankans yfir margra ára tímabil fyrir bankahrun. Hin meintu brot ná allt aftur til ársins 2004 og viðskiptin sem eru rannsökuð nema á annað hundrað milljörðum. Sú rannsókn sem nú stendur yfir á meintri brotastarfsemi stjórnenda Glitnis fyrir bankahrun snýst aðallega um ætlaða markaðsmisnotkun bankans um margra ára skeið. Heimildir Fréttablaðsins herma að embætti sérstaks saksóknara telji að hún teygi sig allt aftur til ársins 2004 og hafi staðið fram að bankahruni haustið 2008. Verið er að rannsaka tíu mál. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, og Ingi Rafnar Júlíusson, fyrrverandi verðbréfamiðlari hjá Glitni sem nú starfar hjá MP banka, voru á miðvikudag úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar. Sérstakur saksóknari krafðist einnig gæsluvarðhalds yfir Elmari Svavarssyni, fyrrverandi miðlara hjá Glitni, en þeirri kröfu var hafnað. Hátt í 20 manns hafa verið yfirheyrðir vegna málanna síðustu tvo daga. Þá hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að Bjarni Ármannsson, sem var forstjóri Glitnis frá 1997 og fram í apríl 2007, hafi verið boðaður til yfirheyrslu. Bjarni er staddur erlendis á ferðalagi og er ekki væntanlegur til landsins fyrr en seinni hluta desembermánaðar. Hann mun mæta til skýrslutöku þegar því ferðalagi er lokið. Fréttablaðið hefur ekki upplýsingar um hvar Bjarni er né hvaða stöðu hann mun hafa við skýrslutökuna. Tapið lenti allt á bankanumMeðal annars er verið að rannsaka kaup eigin viðskipta Glitnis á hlutabréfum hans og stærsta eiganda bankans, FL Group, um langt skeið. Tilgangur þeirra kaupa var að halda hlutabréfaverðinu uppi og skapa sýndareftirspurn eftir bréfunum. Þá er einnig verið að rannsaka viðskipti með framvirka samninga í hlutabréfum í Glitni. Í gegnum þá lánaði bankinn vildarviðskiptavinum sínum hlutabréf í sjálfum sér vegna þess að hann mátti ekki halda á þeim sjálfur. Margir þessara samninga voru með þeim hætti að þeir sem fengu bréfin lánuð gátu einungis grætt á þeim. Ef tap myndaðist á samningstímanum voru lánendurnir skaðlausir af því. Það lenti á bankanum. Heimildir Fréttablaðsins herma að sumir þeirra framvirku samninga sem Glitnir gerði hafi verið með sama samnings- og afhendingardegi. Talið er að gerð framvirkra samninga af þessari gerð hafi tíðkast um árabil hjá Glitni. Þá snýst rannsóknin um lánveitingar til ýmissa félaga sem nýttar voru til að kaupa bréf í Glitni. Umræddar lánveitingar námu 37 milljörðum króna og lánin voru veitt í lok árs 2007 og á árinu 2008. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er 8,1 milljarðs króna lán til Rákungs og 15,2 milljarða króna til Salt Financials á meðal þeirra lána sem verið er að rannsaka. Bæði lánin voru veitt á árinu 2008 og voru nýtt til kaupa á bréfum í bankanum. Salt Financials var í eigu Salt Investment, eignarhaldsfélags sem er í 94% eigu Róberts Wessman. Rákungur var í eigu Milestone, fjárfestingarfélags Karls og Steingríms Wernerssona. 15 milljarða víkjandi lán til BaugsTil viðbótar hefur sérstakur saksóknari rannsakað í meira en ár hið svokallaða Stím-mál. Það snýst um 19,6 milljarða króna lánveitingu frá Glitni til Stíms í nóvember 2007 til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group. Stím var teiknað upp af starfsmönnum Glitnis sem síðan buðu vildarviðskiptavinum bankans að eignast í félaginu gegn litlu eiginfjárframlagi. Þegar fyrri hrinan í Stím-rannsókninni fór fram í nóvember 2010 voru Lárus Welding og Jóhannes Baldursson einnig yfirheyrðir. Að endingu snerust aðgerðir sérstaks saksóknara á miðvikudag um rannsókn á sölutryggingu Glitnis á 15 milljarða hlutafjárútboði í FL Group í desember 2007. Heimildir Fréttablaðsins herma að um sé að ræða 15 milljarða króna víkjandi lán sem Baugi Group, stærsta eiganda FL Group á þeim tíma, var veitt. Áhættunefnd Glitnis samþykkti umrætt lán hinn 20. desember 2007.
Stím málið Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira