Öryggisljós á Eiðum gölluð af ásettu ráði 1. desember 2011 08:00 Unnið í Mastrinu Það er ekki heiglum hent að klífa 220 metra hátt mastrið og hanga utan á því til að gera við hin síbilandi leifturljós sem vara eiga flugmenn við mastrinu.Mynd/Páll Þórhallsson „Þegar ljósin eru biluð er þetta eins og að láta blaðaljósmyndara flassa framan í sig fjörutíu sinnum á mínútu í myrkri,“ segir Kristján Benediktsson, verkfræðingur hjá Ríkisútvarpinu, um biluð viðvörunarljós í langbylgjumastri RÚV á Eiðum. Í síðustu viku kvartaði Þórhallur Pálsson á Eiðum undan ljósagangi í mastrinu í bréfi til Ríkisútvarpsins. Styrkleiki og taktur ljósanna væri allur úr lagi genginn og ylli gríðarlegu ónæði á Héraði. Vandamálið kemur iðulega upp í 220 metra háu mastrinu. Kristján segir hvítu blikkljósin á Eiðum hafa verið sett upp að kröfu Flugmálastjórnar og vera þau einu sinnar tegundar á landinu. Ljósin séu frá fyrirtæki í Bandaríkjunum sem sé allsráðandi á markaðnum. „Það er ákveðin hönnunargalli í ljósunum og þau hafa reynst bilunargjörn. Ameríkani sem hjálpaði okkur að læra á ljósin og gera við þau sagði að fyrirtækið hefði takmarkaðan áhuga á því að búa til betri ljós því það væru svo góð viðskipti í kringum viðhaldið,“ segir Kristján. Hann kveðst ekki vita til þess að hægt sé að fá slík ljós fá öðrum. Kristján segir ljósunum ávallt komið í gott stand fyrir veturinn. Það hafi verið gert nú í lok ágúst. Hins vegar hafi slegið niður eldingu í raflínu 23. september og ljósin bilað. Veðurfarið geri ástandið verra og ljósin henti illa hér. „Það er ekki áhlaupaverk að fara upp í 220 metra hátt mastur og gera við ljósin nema það sé logn og þurrt. Þess utan eru fáir viðgerðarmenn sem kunna bæði á rafmagn og rafeindabúnað og eru óhræddir að klifra og hanga utan á mastrinu. En við munum gera okkar ítrasta til að gera við núverandi bilun og vinna að varanlegum úrbótum,“ segir Kristján. Þórhallur Pálsson spyr hvað flugmálayfirvöldum þyki ásættanlegt ástand: „Eru það óstöðug blikkandi ljós sem eru síbilandi, eða einhver önnur lausn?“ Þá bendir Þórhallur á langbylgjusendi á Gufuskálum á Snæfellsnesi. „Það mastur er, eftir því sem ég best veit, næstum tvöfalt hærra en Eiðamastrið. Samt eru þar bara rauð ljós.“ Kristján segir bandaríska framleiðandann nú loks vera að koma með áreiðanlegri ljós. „En þegar ég ætlaði að fara að panta sögðu þeir nei; ljósin eru bara fyrir 60 rið og 110 volt en ekki 220 volt eins og á Íslandi,“ segir verkfræðingur Ríkisútvarpsins, sem enn kveðst leita lausna á málinu. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Sjá meira
„Þegar ljósin eru biluð er þetta eins og að láta blaðaljósmyndara flassa framan í sig fjörutíu sinnum á mínútu í myrkri,“ segir Kristján Benediktsson, verkfræðingur hjá Ríkisútvarpinu, um biluð viðvörunarljós í langbylgjumastri RÚV á Eiðum. Í síðustu viku kvartaði Þórhallur Pálsson á Eiðum undan ljósagangi í mastrinu í bréfi til Ríkisútvarpsins. Styrkleiki og taktur ljósanna væri allur úr lagi genginn og ylli gríðarlegu ónæði á Héraði. Vandamálið kemur iðulega upp í 220 metra háu mastrinu. Kristján segir hvítu blikkljósin á Eiðum hafa verið sett upp að kröfu Flugmálastjórnar og vera þau einu sinnar tegundar á landinu. Ljósin séu frá fyrirtæki í Bandaríkjunum sem sé allsráðandi á markaðnum. „Það er ákveðin hönnunargalli í ljósunum og þau hafa reynst bilunargjörn. Ameríkani sem hjálpaði okkur að læra á ljósin og gera við þau sagði að fyrirtækið hefði takmarkaðan áhuga á því að búa til betri ljós því það væru svo góð viðskipti í kringum viðhaldið,“ segir Kristján. Hann kveðst ekki vita til þess að hægt sé að fá slík ljós fá öðrum. Kristján segir ljósunum ávallt komið í gott stand fyrir veturinn. Það hafi verið gert nú í lok ágúst. Hins vegar hafi slegið niður eldingu í raflínu 23. september og ljósin bilað. Veðurfarið geri ástandið verra og ljósin henti illa hér. „Það er ekki áhlaupaverk að fara upp í 220 metra hátt mastur og gera við ljósin nema það sé logn og þurrt. Þess utan eru fáir viðgerðarmenn sem kunna bæði á rafmagn og rafeindabúnað og eru óhræddir að klifra og hanga utan á mastrinu. En við munum gera okkar ítrasta til að gera við núverandi bilun og vinna að varanlegum úrbótum,“ segir Kristján. Þórhallur Pálsson spyr hvað flugmálayfirvöldum þyki ásættanlegt ástand: „Eru það óstöðug blikkandi ljós sem eru síbilandi, eða einhver önnur lausn?“ Þá bendir Þórhallur á langbylgjusendi á Gufuskálum á Snæfellsnesi. „Það mastur er, eftir því sem ég best veit, næstum tvöfalt hærra en Eiðamastrið. Samt eru þar bara rauð ljós.“ Kristján segir bandaríska framleiðandann nú loks vera að koma með áreiðanlegri ljós. „En þegar ég ætlaði að fara að panta sögðu þeir nei; ljósin eru bara fyrir 60 rið og 110 volt en ekki 220 volt eins og á Íslandi,“ segir verkfræðingur Ríkisútvarpsins, sem enn kveðst leita lausna á málinu. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Sjá meira