Íslenskur skóhönnuður sýnir í New York 22. nóvember 2011 05:00 Halldóra Eydís sér um hluta framleiðslunnar sjálf, og handsaumar til dæmis hrosshár á skóna. „Þetta er alveg frábært tækifæri fyrir mig,“ segir Halldóra Eydís Jónsdóttir skóhönnuður. Halldóra heldur til New York í næstu viku með sína fyrstu skólínu. Þar mun hún taka þátt í stórri sýningu á vegum Fashion Footwear Association of New York ásamt fjölda þekktra hönnuða. „Ég átti ekkert endilega von á að ég myndi komast inn því samkeppnin er hörð. Ég fór í gegnum langt umsóknarferli og hef núna verið samþykkt inn í félagið sem er mikil viðurkenning. Sýningin er hugsuð sem vettvangur fyrir verslanir, fjölmiðla og stílista annars vegar og hönnuði hins vegar til að mynda tengsl. Ég stefni að því að koma skónum mínum í verslanir erlendis þannig að þetta er risastórt tækifæri.“ Halldóra er 27 ára Mývetningur sem segist hafa elskað skó allt frá barnæsku þegar hún horfði á glæsilega skó ömmu sinnar. Hún útskrifaðist frá London College of Fashion fyrir rúmu ári og ákvað að henda sér strax út í djúpu laugina með því að framleiða sína eigin línu. Halldóra notar nær eingöngu íslenskt hráefni í skóna sína og segir það vekja mikla athygli erlendis. „Ég sýndi línuna mína á Boston Fashion Week um daginn og fékk flott viðbrögð sem ég var mjög ánægð með. Þar var mikið rætt um hráefnið í skónum mínum sem er til dæmis roð, íslenskt lambaleður og hrosshár.“ Halldóra sækir ekki eingöngu hráefni í íslenska náttúru heldur líka innblástur. Hún segir hana vera þátt í því sem til þarf til að komast af innan hönnunarheimsins. „Við erum heppin að vera frá Íslandi af því að náttúran og allt sem er í kringum okkur er svo mikill innblástur og við eigum frábær hráefni til að nýta. Annars held ég að það sem þurfi til sé að vera einstakur, duglegur, jákvæður og óhræddur við að láta bara vaða.“ Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fleiri fréttir Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Sjá meira
„Þetta er alveg frábært tækifæri fyrir mig,“ segir Halldóra Eydís Jónsdóttir skóhönnuður. Halldóra heldur til New York í næstu viku með sína fyrstu skólínu. Þar mun hún taka þátt í stórri sýningu á vegum Fashion Footwear Association of New York ásamt fjölda þekktra hönnuða. „Ég átti ekkert endilega von á að ég myndi komast inn því samkeppnin er hörð. Ég fór í gegnum langt umsóknarferli og hef núna verið samþykkt inn í félagið sem er mikil viðurkenning. Sýningin er hugsuð sem vettvangur fyrir verslanir, fjölmiðla og stílista annars vegar og hönnuði hins vegar til að mynda tengsl. Ég stefni að því að koma skónum mínum í verslanir erlendis þannig að þetta er risastórt tækifæri.“ Halldóra er 27 ára Mývetningur sem segist hafa elskað skó allt frá barnæsku þegar hún horfði á glæsilega skó ömmu sinnar. Hún útskrifaðist frá London College of Fashion fyrir rúmu ári og ákvað að henda sér strax út í djúpu laugina með því að framleiða sína eigin línu. Halldóra notar nær eingöngu íslenskt hráefni í skóna sína og segir það vekja mikla athygli erlendis. „Ég sýndi línuna mína á Boston Fashion Week um daginn og fékk flott viðbrögð sem ég var mjög ánægð með. Þar var mikið rætt um hráefnið í skónum mínum sem er til dæmis roð, íslenskt lambaleður og hrosshár.“ Halldóra sækir ekki eingöngu hráefni í íslenska náttúru heldur líka innblástur. Hún segir hana vera þátt í því sem til þarf til að komast af innan hönnunarheimsins. „Við erum heppin að vera frá Íslandi af því að náttúran og allt sem er í kringum okkur er svo mikill innblástur og við eigum frábær hráefni til að nýta. Annars held ég að það sem þurfi til sé að vera einstakur, duglegur, jákvæður og óhræddur við að láta bara vaða.“
Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fleiri fréttir Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Sjá meira