Lars mun ræða aftur við Heiðar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. nóvember 2011 07:00 Lars Lagerbäck ætlar að spjalla betur við Heiðar Helguson síðar og athuga hvort hann fáist til að spila fyrir landsliðið á ný. Mynd/Vilhelm Heitasti íslenski knattspyrnumaðurinn um þessar mundir er Dalvíkingurinn Heiðar Helguson. Heiðar hefur farið algjörlega á kostum með liði sínu, QPR, í síðustu leikjum og skoraði meðal annars tvö mörk gegn Stoke um helgina. Alls er hann búinn að skora fimm mörk í síðustu fimm leikjum liðsins. Það eru talsverð meiðsli hjá framherjum landsliðsins um þessar mundir en bæði Kolbeinn Sigþórsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru fótbrotnir og spila ekki aftur fyrr en einhvern tíma á næsta ári. Heiðar tilkynnti í lok september að hann væri hættur að leika með íslenska landsliðinu. Framherjinn er orðinn 34 ára gamall og vill einbeita sér að því að spila fyrir félag sitt. Frábær frammistaða hans upp á síðkastið hefur aftur á móti orðið þess valdandi að margir vilja sjá Heiðar endurskoða afstöðu sína og taka fram landsliðsskóna á nýjan leik. Hinn nýráðni landsliðsþjálfari Íslands, Svíinn Lars Lagerbäck, hitti Heiðar á dögunum og ræddi þann möguleika við leikmanninn að spila áfram með landsliðinu. Landsliðsþjálfarinn fékk ekki jákvætt svar frá Heiðari þá en hann mun ræða við hann síðar um málið. „Ég var í London og ákvað að kíkja á völlinn. Þar sem Heiðar var að spila ákvað ég að kasta á hann kveðju eftir leikinn. Þetta var enginn fundur heldur stutt spjall svo við fórum ekkert almennilega yfir málin. Hann bauð mér aftur á móti að vera í sambandi við sig síðar og ég mun væntanlega gera það,“ sagði Lagerbäck í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég get ekki fullyrt neitt um hvort hann spili aftur fyrir landsliðið eða ekki. Maður veit líka aldrei með leikmenn þegar þeir komast á aldur. Ég mun ræða við hann. Auðvitað mun ég reyna að snúa honum ef ég tel mig geta notað hann. Það sama á samt við um Heiðar og aðra leikmenn að ef þeir hafa ekki 100 prósent áhuga á að spila fyrir landsliðið þá spila þeir ekki.“ Svíinn hefur ekki formlega störf fyrir KSÍ fyrr en um áramótin en hann er enn að vinna fyrir sænska knattspyrnusambandið. Hans starf fyrir KSÍ fer því ekki á fullt fyrr en eftir jól. „Ég hef ekki skipulagt að hitta neina leikmenn enn sem komið er. Ég hef verið í smá sambandi við Eið Smára en aðeins í gegnum tölvupóst. Um miðjan næsta mánuð mun ég fara í að skipuleggja ferðir til þess að hitta leikmenn,“ sagði Lagerbäck en hann kemur síðan til landsins fljótlega eftir áramót. „Þá mun ég hitta mitt samstarfsfólk og skipuleggja starfið betur. Ég mun einnig ræða við þjálfarana á Íslandi. Svo þarf að skipuleggja vináttulandsleiki þannig að það verður nóg að gera.“ Íslenski boltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Sjá meira
Heitasti íslenski knattspyrnumaðurinn um þessar mundir er Dalvíkingurinn Heiðar Helguson. Heiðar hefur farið algjörlega á kostum með liði sínu, QPR, í síðustu leikjum og skoraði meðal annars tvö mörk gegn Stoke um helgina. Alls er hann búinn að skora fimm mörk í síðustu fimm leikjum liðsins. Það eru talsverð meiðsli hjá framherjum landsliðsins um þessar mundir en bæði Kolbeinn Sigþórsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru fótbrotnir og spila ekki aftur fyrr en einhvern tíma á næsta ári. Heiðar tilkynnti í lok september að hann væri hættur að leika með íslenska landsliðinu. Framherjinn er orðinn 34 ára gamall og vill einbeita sér að því að spila fyrir félag sitt. Frábær frammistaða hans upp á síðkastið hefur aftur á móti orðið þess valdandi að margir vilja sjá Heiðar endurskoða afstöðu sína og taka fram landsliðsskóna á nýjan leik. Hinn nýráðni landsliðsþjálfari Íslands, Svíinn Lars Lagerbäck, hitti Heiðar á dögunum og ræddi þann möguleika við leikmanninn að spila áfram með landsliðinu. Landsliðsþjálfarinn fékk ekki jákvætt svar frá Heiðari þá en hann mun ræða við hann síðar um málið. „Ég var í London og ákvað að kíkja á völlinn. Þar sem Heiðar var að spila ákvað ég að kasta á hann kveðju eftir leikinn. Þetta var enginn fundur heldur stutt spjall svo við fórum ekkert almennilega yfir málin. Hann bauð mér aftur á móti að vera í sambandi við sig síðar og ég mun væntanlega gera það,“ sagði Lagerbäck í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég get ekki fullyrt neitt um hvort hann spili aftur fyrir landsliðið eða ekki. Maður veit líka aldrei með leikmenn þegar þeir komast á aldur. Ég mun ræða við hann. Auðvitað mun ég reyna að snúa honum ef ég tel mig geta notað hann. Það sama á samt við um Heiðar og aðra leikmenn að ef þeir hafa ekki 100 prósent áhuga á að spila fyrir landsliðið þá spila þeir ekki.“ Svíinn hefur ekki formlega störf fyrir KSÍ fyrr en um áramótin en hann er enn að vinna fyrir sænska knattspyrnusambandið. Hans starf fyrir KSÍ fer því ekki á fullt fyrr en eftir jól. „Ég hef ekki skipulagt að hitta neina leikmenn enn sem komið er. Ég hef verið í smá sambandi við Eið Smára en aðeins í gegnum tölvupóst. Um miðjan næsta mánuð mun ég fara í að skipuleggja ferðir til þess að hitta leikmenn,“ sagði Lagerbäck en hann kemur síðan til landsins fljótlega eftir áramót. „Þá mun ég hitta mitt samstarfsfólk og skipuleggja starfið betur. Ég mun einnig ræða við þjálfarana á Íslandi. Svo þarf að skipuleggja vináttulandsleiki þannig að það verður nóg að gera.“
Íslenski boltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Sjá meira