Lét ekki stælana og lætin stoppa sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2011 06:15 Ragna Ingólfsdóttir hefur ekki tapað á Iceland International mótinu síðan árið 2005. Mynd/Anton Ragna Ingólfsdóttir tryggði sér sigur á fimmta Iceland International-mótinu í röð þegar hún vann sigur á Akvile Stapusaityte frá Litháen eftir æsispenandi úrslitaleik. „Þetta var erfiður og mjög spennandi úrslitaleikur. Ég var búin að spila við hana áður og hef yfirleitt tekið hana nokkuð örugglega en hún spilaði bara rosalega vel í dag,“ sagði Ragna, en loturnar fóru 21-18, 17-21 og 21-17. „Það tók aðeins á taugarnar að ég er ekki búin að tapa leik á þessu móti síðan ég tapaði 2005. Það var draumurinn að geta tekið þetta fimm sinnum í röð og það er líka sterkt að vinna á heimavelli á Ólympíuári og fá öll þessi stig,“ sagði Ragna. „Þessi stelpa fór líka á Ólympíuleikana síðast og er að reyna að komast aftur núna,“ sagði Ragna, en litháíska stelpan reyndi allt til þess að taka hana á taugum. „Hún kom með þvílíkum baráttuhug inn í leikinn og öskraði í hverju einasta höggi. Hún var með dálítið mikla stæla á móti mér allan tímann. Ég byrjaði ekki að taka þátt í þessu fyrr en í oddalotunni. Þá byrjaði ég aðeins að öskra á móti og reyndi að fá áhorfendur til að klappa meira fyrir mér,“ segir Ragna, sem sneri lotunni sér í vil með frábærum spretti. „Ég var 9-11 undir í oddalotunni en náði að vinna átta bolta í röð eftir það og var þá komin í 17-11. Eftir það var þetta nokkuð öruggt. Hún mætti þarna til þess að reyna að gera einhverjar gloríur og það voru þvílík læti í henni. Það setti smá pressu á mig því hún var að reyna að pirra mig. Ég náði að loka á þetta og toppa á réttum tímapunkti í leiknum,“ sagði Ragna. Tinna Helgadóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir unnu tvíliðaleik kvenna á mótinu en Magnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannesson urðu í öðru sætií tvíliðaleik karla. Innlendar Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sjá meira
Ragna Ingólfsdóttir tryggði sér sigur á fimmta Iceland International-mótinu í röð þegar hún vann sigur á Akvile Stapusaityte frá Litháen eftir æsispenandi úrslitaleik. „Þetta var erfiður og mjög spennandi úrslitaleikur. Ég var búin að spila við hana áður og hef yfirleitt tekið hana nokkuð örugglega en hún spilaði bara rosalega vel í dag,“ sagði Ragna, en loturnar fóru 21-18, 17-21 og 21-17. „Það tók aðeins á taugarnar að ég er ekki búin að tapa leik á þessu móti síðan ég tapaði 2005. Það var draumurinn að geta tekið þetta fimm sinnum í röð og það er líka sterkt að vinna á heimavelli á Ólympíuári og fá öll þessi stig,“ sagði Ragna. „Þessi stelpa fór líka á Ólympíuleikana síðast og er að reyna að komast aftur núna,“ sagði Ragna, en litháíska stelpan reyndi allt til þess að taka hana á taugum. „Hún kom með þvílíkum baráttuhug inn í leikinn og öskraði í hverju einasta höggi. Hún var með dálítið mikla stæla á móti mér allan tímann. Ég byrjaði ekki að taka þátt í þessu fyrr en í oddalotunni. Þá byrjaði ég aðeins að öskra á móti og reyndi að fá áhorfendur til að klappa meira fyrir mér,“ segir Ragna, sem sneri lotunni sér í vil með frábærum spretti. „Ég var 9-11 undir í oddalotunni en náði að vinna átta bolta í röð eftir það og var þá komin í 17-11. Eftir það var þetta nokkuð öruggt. Hún mætti þarna til þess að reyna að gera einhverjar gloríur og það voru þvílík læti í henni. Það setti smá pressu á mig því hún var að reyna að pirra mig. Ég náði að loka á þetta og toppa á réttum tímapunkti í leiknum,“ sagði Ragna. Tinna Helgadóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir unnu tvíliðaleik kvenna á mótinu en Magnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannesson urðu í öðru sætií tvíliðaleik karla.
Innlendar Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sjá meira