Öfgar eru nauðsynlegar 8. nóvember 2011 06:00 Ákveðin lenska er í opinberri umræðu að tala niður til fólks sem ber svo sterkar skoðanir til ákveðins málstaðar að það gæti, samkvæmt hefðbundinni orðræðu, hve skynsamleg sem hún er, kallast öfgar. Að grípa til þeirrar skilgreiningar að um öfgar sé að ræða virðist með öðrum orðum oft nóg til að gera lítið úr málflutningi þeim sem gagnrýndur er hverju sinni. Upp er komin umræða um baráttuaðferðir femínista sem ekki hugnast öllum. Annað væri nú; sama hvað fólki finnst um réttmæti boðskaparins er verið að boða býsna róttæka breytingu á samfélaginu. Sem er gott. Samfélög eiga reglulega að taka snarpar beygjur og jafnvel stökkbreytast. Margir hafa orðið til að gagnrýna máflutning ákveðinn femínista, sagt hann einkennast af of miklum alhæfingum og öfgum til að verða fjöldahreyfing. Vel má svo vera. Það að líka ekki aðferðirnar er hins vegar ekki á nokkurn hátt ástæða til þess að styðja ekki málstaðinn. Þetta á við um þá sem gagnrýna baráttuna fyrir jafnrétti, gegn auðsöfnun, fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju og ýmsu fleiru. Brattar yfirlýsingar sem koma við kaunin á fólki, tjöld á Austurvelli, langar greinar um baráttumál sín; fólki má finnast hvað sem er um aðferðirnar en styðji það málstaðinn á það að yppta öxlum og leggja sitt af mörkum á sinn hátt. Það að öfgar séu til í samfélaginu ætti að vera merki um heilbrigðan jarðveg fyrir skoðanaskipti. Og það á líka við um neikvæðar öfgar. Við getum haft áhyggjur af því að þjóðernisrembingur sé að verða of áberandi, að rasismi sé að skjóta upp sínum ljóta kolli og að alls kyns fordómar séu að verða plagsiður. Gegn slíku berjumst við með rökum og öfgum ef okkur þykir það betra. En að rífast um skilgreiningar á hugtökum, hvort það að hugnast ekki þetta þýði að menn séu femínistar en ekki jafnréttissinnar, hvort það að vera femínisti þýði þetta eða hitt, hvort þessi baráttuaðferðin sé líklegri til árangurs en hin; það er afskaplega ófrjó umræða. Vissulega er ekkert að því að menn stundi slíka umræðu, telji þeir hana nauðsynlega. Okkar er valið. Öfgar eiga að vera hreyfiafl samfélagsins. Stundum er ástand mála einfaldlega þannig að öfgafullur málflutningur hristir aðeins upp í vitundinni. Því ber að fagna. Síðan er bara að taka saman höndum og berjast fyrir því að hreyfingin sé til góðs, en dragi okkur ekki út í forarpytt fordóma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Kolbeinn Óttarsson Proppé Skoðanir Mest lesið Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun
Ákveðin lenska er í opinberri umræðu að tala niður til fólks sem ber svo sterkar skoðanir til ákveðins málstaðar að það gæti, samkvæmt hefðbundinni orðræðu, hve skynsamleg sem hún er, kallast öfgar. Að grípa til þeirrar skilgreiningar að um öfgar sé að ræða virðist með öðrum orðum oft nóg til að gera lítið úr málflutningi þeim sem gagnrýndur er hverju sinni. Upp er komin umræða um baráttuaðferðir femínista sem ekki hugnast öllum. Annað væri nú; sama hvað fólki finnst um réttmæti boðskaparins er verið að boða býsna róttæka breytingu á samfélaginu. Sem er gott. Samfélög eiga reglulega að taka snarpar beygjur og jafnvel stökkbreytast. Margir hafa orðið til að gagnrýna máflutning ákveðinn femínista, sagt hann einkennast af of miklum alhæfingum og öfgum til að verða fjöldahreyfing. Vel má svo vera. Það að líka ekki aðferðirnar er hins vegar ekki á nokkurn hátt ástæða til þess að styðja ekki málstaðinn. Þetta á við um þá sem gagnrýna baráttuna fyrir jafnrétti, gegn auðsöfnun, fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju og ýmsu fleiru. Brattar yfirlýsingar sem koma við kaunin á fólki, tjöld á Austurvelli, langar greinar um baráttumál sín; fólki má finnast hvað sem er um aðferðirnar en styðji það málstaðinn á það að yppta öxlum og leggja sitt af mörkum á sinn hátt. Það að öfgar séu til í samfélaginu ætti að vera merki um heilbrigðan jarðveg fyrir skoðanaskipti. Og það á líka við um neikvæðar öfgar. Við getum haft áhyggjur af því að þjóðernisrembingur sé að verða of áberandi, að rasismi sé að skjóta upp sínum ljóta kolli og að alls kyns fordómar séu að verða plagsiður. Gegn slíku berjumst við með rökum og öfgum ef okkur þykir það betra. En að rífast um skilgreiningar á hugtökum, hvort það að hugnast ekki þetta þýði að menn séu femínistar en ekki jafnréttissinnar, hvort það að vera femínisti þýði þetta eða hitt, hvort þessi baráttuaðferðin sé líklegri til árangurs en hin; það er afskaplega ófrjó umræða. Vissulega er ekkert að því að menn stundi slíka umræðu, telji þeir hana nauðsynlega. Okkar er valið. Öfgar eiga að vera hreyfiafl samfélagsins. Stundum er ástand mála einfaldlega þannig að öfgafullur málflutningur hristir aðeins upp í vitundinni. Því ber að fagna. Síðan er bara að taka saman höndum og berjast fyrir því að hreyfingin sé til góðs, en dragi okkur ekki út í forarpytt fordóma.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun