Solskjær dreymir um að mæta sem þjálfari á Old Trafford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2011 06:30 Ole Gunnar Solskjær og Sir Alex Ferguson. Mynd/AFP Ole Gunnar Solskjær var ein af hetjum Manchester United fyrir ekki svo löngu og er nú einn af fjölmörgum lærisveinum Sir Alex Ferguson sem hafa reynt fyrir sér í þjálfun. Solskjær var fljótur að sýna hæfileika sína á hliðarlínunni því á sínu fyrsta ári gerði hann æskufélagið Molde að Noregsmeisturum í fyrsta sinn í hundrað ára sögu félagsins. Molde fór á einu ári frá því að vera í 11. sæti í að vinna deildina þegar enn eru tvær umferðir eftir óspilaðar. „Ég var alltaf að spila Championship Manager þegar ég var ungur og ætlaði alltaf að verða stjóri. Síðan spilaði ég fyrir United og fannst það ekki koma lengur til greina því mér fannst ég þurfa að losna undan sviðsljósinu og sleppa úr fyrirsögnunum. Þegar ég meiddist og fótboltinn var tekinn frá mér hugsaði ég hlutina upp á nýtt. Ég vildi vera í fótboltanum eins lengi og ég gæti. Það er ekkert betra en að spila fótbolta en þetta starf er miklu meira krefjandi,“ sagði Solskjær, sem er strax farinn að skipuleggja næsta tímabil. Solskjær eyddi nánast engum peningum í nýja leikmenn þrátt fyrir að fara með liðið úr fallbaráttu árið á undan í það að verða besta lið landsins. Hann viðurkennir alveg fúslega að sig dreymi um að mæta með Molde á Old Trafford í Meistaradeildinni. „Auðvitað dreymir mig um að koma á Old Trafford sem þjálfari. Það væri ekki leiðinlegt að mæta stjóranum [Sir Alex Ferguson],“ sagði Solskjær. Ole Gunnar segist oft hafa hugsað hvað Sir Alex hefði gert í sömu stöðu, en hann hefur þegar unnið sér inn mikla virðingu fyrir það hvernig hann hefur borið sig á erfiðum stundum. „Ég hef ekki talað við hann síðan deildin byrjaði en ég fór nokkrum sinnum inn á skrifstofuna hans fyrir tímabilið. Ég gæti spurt hann en ég vil vera minn eigin herra. Ég hlustaði á hann í fimmtán ár en nú ætla ég að gera þetta á minn hátt,“ sagði Solskjær. Hann hefur strax verið orðaður við stærri lið eftir þessa frábæru byrjun með Molde. „Ég hef sett stefnuna á það að vera hér í mörg ár. Ég flutti heim út af fjölskyldunni og vegna þess að ég vildi að börnin mín myndu alast hér upp. Það eru alltaf einhverjar sögusagnir í gangi en ég er vanur því,“ sagði Solskjær en Jan Åge Fjørtoft er viss um að Solskjær eigi eftir að ná langt. „Ég held að Ole Gunnar verði stjóri Manchester United í framtíðinni en hann mun þó ekki taka við af Sir Alex Ferguson. Hann mun samt fá tækifærið því hann hefur United-andann, hefur góð tengsl við félagið og er vinsæll meðal stuðningsmannanna,“ sagði Fjørtoft. Meistaradeild Evrópu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær var ein af hetjum Manchester United fyrir ekki svo löngu og er nú einn af fjölmörgum lærisveinum Sir Alex Ferguson sem hafa reynt fyrir sér í þjálfun. Solskjær var fljótur að sýna hæfileika sína á hliðarlínunni því á sínu fyrsta ári gerði hann æskufélagið Molde að Noregsmeisturum í fyrsta sinn í hundrað ára sögu félagsins. Molde fór á einu ári frá því að vera í 11. sæti í að vinna deildina þegar enn eru tvær umferðir eftir óspilaðar. „Ég var alltaf að spila Championship Manager þegar ég var ungur og ætlaði alltaf að verða stjóri. Síðan spilaði ég fyrir United og fannst það ekki koma lengur til greina því mér fannst ég þurfa að losna undan sviðsljósinu og sleppa úr fyrirsögnunum. Þegar ég meiddist og fótboltinn var tekinn frá mér hugsaði ég hlutina upp á nýtt. Ég vildi vera í fótboltanum eins lengi og ég gæti. Það er ekkert betra en að spila fótbolta en þetta starf er miklu meira krefjandi,“ sagði Solskjær, sem er strax farinn að skipuleggja næsta tímabil. Solskjær eyddi nánast engum peningum í nýja leikmenn þrátt fyrir að fara með liðið úr fallbaráttu árið á undan í það að verða besta lið landsins. Hann viðurkennir alveg fúslega að sig dreymi um að mæta með Molde á Old Trafford í Meistaradeildinni. „Auðvitað dreymir mig um að koma á Old Trafford sem þjálfari. Það væri ekki leiðinlegt að mæta stjóranum [Sir Alex Ferguson],“ sagði Solskjær. Ole Gunnar segist oft hafa hugsað hvað Sir Alex hefði gert í sömu stöðu, en hann hefur þegar unnið sér inn mikla virðingu fyrir það hvernig hann hefur borið sig á erfiðum stundum. „Ég hef ekki talað við hann síðan deildin byrjaði en ég fór nokkrum sinnum inn á skrifstofuna hans fyrir tímabilið. Ég gæti spurt hann en ég vil vera minn eigin herra. Ég hlustaði á hann í fimmtán ár en nú ætla ég að gera þetta á minn hátt,“ sagði Solskjær. Hann hefur strax verið orðaður við stærri lið eftir þessa frábæru byrjun með Molde. „Ég hef sett stefnuna á það að vera hér í mörg ár. Ég flutti heim út af fjölskyldunni og vegna þess að ég vildi að börnin mín myndu alast hér upp. Það eru alltaf einhverjar sögusagnir í gangi en ég er vanur því,“ sagði Solskjær en Jan Åge Fjørtoft er viss um að Solskjær eigi eftir að ná langt. „Ég held að Ole Gunnar verði stjóri Manchester United í framtíðinni en hann mun þó ekki taka við af Sir Alex Ferguson. Hann mun samt fá tækifærið því hann hefur United-andann, hefur góð tengsl við félagið og er vinsæll meðal stuðningsmannanna,“ sagði Fjørtoft.
Meistaradeild Evrópu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira