Góð viðgerð er arðbær fjárfesting 1. nóvember 2011 11:00 "Það er alls ekki sama hvernig brugðist er við ef tjón verður á bifreiðinni,“ segir Jón Bergur Hilmisson, eigandi og framkvæmdastjóri Lakkhússins á Smiðjuvegi 48 í Kópavogi. Mynd/GVA „Frá stofnun fyrirtækisins árið 1988 hefur áhugi okkar aldrei beinst að því að verða stærstir á markaðnum, heldur að því að bjóða upp á persónulega þjónustu og vönduð vinnubrögð. Stöðug endurnýjun á nýjungum í tækjum og tólum og metnaðarfullir fagmenn sem sækja endurmenntun í greininni bæði hérlendis og erlendis hafa gert okkur þetta kleift," segir Jón Bergur Hilmisson, eigandi og framkvæmdastjóri Lakkhússins. Ávallt er fylgst með þróun og nýjungum í greininni en það er afar mikilvægt, því hröð þróun er í þessari grein iðnaðar. Það sem var gott og gilt í gær getur verið úrelt á morgun, að sögn Jóns Bergs. „Á sumum verkstæðum eru oft of margar mislagðar hendur sem koma að of mörgum þáttum viðgerðarinnar og jafnvel þarf bifreiðin að fara bæjarfélaga á milli frá réttingamanni til sprautarans. Lakkhúsið tekur á öllum þáttum tjónsins, tjónamati, réttingu, plastviðgerðum, rúðuskiptum og sprautun, hvort sem um er að ræða bifreið, bifhjól eða jafnvel ferðavagninn, allt á sama stað. Tjónþoli fær bílaleigubíl meðan á viðgerð stendur," segir Jón Bergur. Faðir Jóns, Hilmir Þorvarðarson, og bróðir, Kjartan Hilmisson, stofnuðu Lakkhúsið fyrir tuttugu og þremur árum og hafa verkefnin síðan þá verið fjölbreytt svo ekki sé meira sagt, allt frá skrautmálun á GSM-símafrontum til heilsprautunar á flugvélum. Í dag sérhæfir Lakkhúsið sig í viðgerðum á bifreiðum, húsbílum og hjólhýsum eftir tjón, fyrir utan þessi hefðbundnu tjón. „Það er alls ekki sama hvernig brugðist er við ef tjón verður á bifreiðinni," segir Jón Bergur. „Hvort sem tryggingafélagið eða eigandinn sjálfur borgar tjónið er það á herðum eigandans að velja verkstæðið sem framkvæmir viðgerðina og getur það verið vandasamt verk, því illa viðgerður bíll getur verið verri en óviðgerður. Hann fellur ekki bara í verði í endursölu heldur það sem verra er, hann getur orðið hættulegur í umferðinni ef ekki er rétt staðið að verki." Lakkhússmenn leggja alla áherslu á að viðgerðin geri góðan bíl betri. „Með réttum aðferðum, tækjum, gæðaefnum og bullandi áhuga er okkur þetta mögulegt," segir Jón Bergur. „Það er mikið atriði að gera rétt við bílinn, svo hann standist ekki bara allar öryggiskröfur sem fyrr, heldur sé viðgerðin forvörn og verði ekki völd að ryðvandamáli í framtíðinni. Nokkuð sem er mjög dapurlegt að sjá og allt of algengt. Samstarf tryggingafélaganna og Lakkhússins lágmarkar allt umstang tjónþola; þekking og vönduð vinnubrögð starfsmanna Lakkhússins gerir tjónið fyrir tjónþola tímabundið en ekki langvarandi." Sérblöð Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Greiðsluáskorun Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira
„Frá stofnun fyrirtækisins árið 1988 hefur áhugi okkar aldrei beinst að því að verða stærstir á markaðnum, heldur að því að bjóða upp á persónulega þjónustu og vönduð vinnubrögð. Stöðug endurnýjun á nýjungum í tækjum og tólum og metnaðarfullir fagmenn sem sækja endurmenntun í greininni bæði hérlendis og erlendis hafa gert okkur þetta kleift," segir Jón Bergur Hilmisson, eigandi og framkvæmdastjóri Lakkhússins. Ávallt er fylgst með þróun og nýjungum í greininni en það er afar mikilvægt, því hröð þróun er í þessari grein iðnaðar. Það sem var gott og gilt í gær getur verið úrelt á morgun, að sögn Jóns Bergs. „Á sumum verkstæðum eru oft of margar mislagðar hendur sem koma að of mörgum þáttum viðgerðarinnar og jafnvel þarf bifreiðin að fara bæjarfélaga á milli frá réttingamanni til sprautarans. Lakkhúsið tekur á öllum þáttum tjónsins, tjónamati, réttingu, plastviðgerðum, rúðuskiptum og sprautun, hvort sem um er að ræða bifreið, bifhjól eða jafnvel ferðavagninn, allt á sama stað. Tjónþoli fær bílaleigubíl meðan á viðgerð stendur," segir Jón Bergur. Faðir Jóns, Hilmir Þorvarðarson, og bróðir, Kjartan Hilmisson, stofnuðu Lakkhúsið fyrir tuttugu og þremur árum og hafa verkefnin síðan þá verið fjölbreytt svo ekki sé meira sagt, allt frá skrautmálun á GSM-símafrontum til heilsprautunar á flugvélum. Í dag sérhæfir Lakkhúsið sig í viðgerðum á bifreiðum, húsbílum og hjólhýsum eftir tjón, fyrir utan þessi hefðbundnu tjón. „Það er alls ekki sama hvernig brugðist er við ef tjón verður á bifreiðinni," segir Jón Bergur. „Hvort sem tryggingafélagið eða eigandinn sjálfur borgar tjónið er það á herðum eigandans að velja verkstæðið sem framkvæmir viðgerðina og getur það verið vandasamt verk, því illa viðgerður bíll getur verið verri en óviðgerður. Hann fellur ekki bara í verði í endursölu heldur það sem verra er, hann getur orðið hættulegur í umferðinni ef ekki er rétt staðið að verki." Lakkhússmenn leggja alla áherslu á að viðgerðin geri góðan bíl betri. „Með réttum aðferðum, tækjum, gæðaefnum og bullandi áhuga er okkur þetta mögulegt," segir Jón Bergur. „Það er mikið atriði að gera rétt við bílinn, svo hann standist ekki bara allar öryggiskröfur sem fyrr, heldur sé viðgerðin forvörn og verði ekki völd að ryðvandamáli í framtíðinni. Nokkuð sem er mjög dapurlegt að sjá og allt of algengt. Samstarf tryggingafélaganna og Lakkhússins lágmarkar allt umstang tjónþola; þekking og vönduð vinnubrögð starfsmanna Lakkhússins gerir tjónið fyrir tjónþola tímabundið en ekki langvarandi."
Sérblöð Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Greiðsluáskorun Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira