Noregur aðstoði við innheimtu 25. október 2011 01:00 Georg Papandreú Norska utanríkisráðuneytið á nú í viðræðum við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ESB, og Grikkland um aðstoð við umbætur í stjórnsýslunni. Eitt þeirra atriða sem ríkisstjórn Georgs Papandreú þarf aðstoð við er innheimta skatts, að því er haft er eftir starfsmanni norska utanríkisráðuneytisins á fréttavef Aftenposten. Þar er greint frá því að Grikkland sé eina ESB-ríkið þar sem gríðarlegar peningatilfærslur séu ekki skráðar. Algengt hafi verið að neytendur hafi komið með plastpoka fulla af seðlum til að greiða fyrir Porsche-bifreiðar. Gríska ríkið hefur orðið af gríðarlegum skatttekjum, um 40 milljörðum evra á ári, samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni. Sérfræðingar hafa bent á að starfsmenn skattayfirvalda séu spilltir. Oft hafi verið hægt að komast upp með skattsvik með því að stinga umslagi með peningum að starfsmönnunum. Fréttavefur Aftenposten hefur eftir heimildarmanni innan ESB að skattkerfið í Grikklandi sé eins og það var í N-Evrópu fyrir 30 árum. Kerfið bjóði upp á spillingu. Grísk yfirvöld eru sögð hafa reynt umbætur á kerfinu um langt skeið. Starfsmenn hafi svarað með verkföllum, haft breytingar að engu og hægt á vinnu sinni.- ibs Fréttir Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Norska utanríkisráðuneytið á nú í viðræðum við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ESB, og Grikkland um aðstoð við umbætur í stjórnsýslunni. Eitt þeirra atriða sem ríkisstjórn Georgs Papandreú þarf aðstoð við er innheimta skatts, að því er haft er eftir starfsmanni norska utanríkisráðuneytisins á fréttavef Aftenposten. Þar er greint frá því að Grikkland sé eina ESB-ríkið þar sem gríðarlegar peningatilfærslur séu ekki skráðar. Algengt hafi verið að neytendur hafi komið með plastpoka fulla af seðlum til að greiða fyrir Porsche-bifreiðar. Gríska ríkið hefur orðið af gríðarlegum skatttekjum, um 40 milljörðum evra á ári, samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni. Sérfræðingar hafa bent á að starfsmenn skattayfirvalda séu spilltir. Oft hafi verið hægt að komast upp með skattsvik með því að stinga umslagi með peningum að starfsmönnunum. Fréttavefur Aftenposten hefur eftir heimildarmanni innan ESB að skattkerfið í Grikklandi sé eins og það var í N-Evrópu fyrir 30 árum. Kerfið bjóði upp á spillingu. Grísk yfirvöld eru sögð hafa reynt umbætur á kerfinu um langt skeið. Starfsmenn hafi svarað með verkföllum, haft breytingar að engu og hægt á vinnu sinni.- ibs
Fréttir Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira