Pistillinn: Gefðu boltann! Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. október 2011 07:00 Hólmfríður var lítið í því að gefa boltann gegn Glasgow. Einspilari er orð sem er nánast eingöngu notað í yngri flokkum í knattspyrnu. Krakkar eða táningar sem kjósa ítrekað að fara sínar eigin leiðir frekar en að senda á samherja. Hvers vegna? Þeir vita að oftar en ekki virkar það. Í yngri flokkum er getumunurinn á leikmönnum oft mikill. Út frá sjónarhorni liðsins getur reynst betra að hæfileikaríkur leikmaður reyni að komast framhjá þremur leikmönnum andstæðinganna en að hann sendi á slakari samherja. Sá gæti tapað boltanum eða er a.m.k. ekki líklegur til afreka með hann. Hólmfríður Magnúsdóttir, einn besti leikmaður þjóðarinnar, minnti mig á einspilara í yngri flokkum í viðureign bikarmeistara Vals gegn Glasgow City í vikunni. Ítrekað fékk hún boltann úti á kanti með tvo andstæðinga fyrir framan sig. Þrátt fyrir að eiga góða sendingarmöguleika, líkt og oft vill verða hjá leikmanni sem glímir við nokkra leikmenn andstæðinganna, kaus hún alltaf að keyra á varnarmennina án hjálpar annarra rauðklæddra félaga sinna. Í öll skiptin misheppnaðist tilraunin og boltinn tapaðist. En það var meira sem gerðist en að boltinn tapaðist. Í öll skiptin upplifðu samherjar hennar, tveir á sextánda aldursári, að þrátt fyrir að vera vel staðsettir var þeim ekki treyst fyrir boltanum. Engan sálfræðing þarf til þess að greina að það auki ekki sjálfstraust leikmannanna. Skoska liðið vann sanngjarnan 3-0 sigur. Liðið hélt boltanum vel innan liðsins, ótrúlega vel reyndar, og eldfjótir sóknarmenn liðsins ollu varnarmönnum Vals erfiðleikum í stöðunni einn gegn einum. Það er nefnilega í góðu lagi að sækja á varnarmenn. Leikmenn sem gera það þurfa öll lið að hafa. Það er ein ástæða þess að unga iðkendur á ekki að skamma fyrir að þora að reyna að komast framhjá varnarmönnunum. Hins vegar er mikilvægt fyrir þjálfara að opna augu leikmanna fyrir því að velja rétta möguleikann hverju sinni. Hann er sjaldnast að sækja á alla varnarlínu andstæðingsins einn síns liðs. Innlendar Pistillinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Sjá meira
Einspilari er orð sem er nánast eingöngu notað í yngri flokkum í knattspyrnu. Krakkar eða táningar sem kjósa ítrekað að fara sínar eigin leiðir frekar en að senda á samherja. Hvers vegna? Þeir vita að oftar en ekki virkar það. Í yngri flokkum er getumunurinn á leikmönnum oft mikill. Út frá sjónarhorni liðsins getur reynst betra að hæfileikaríkur leikmaður reyni að komast framhjá þremur leikmönnum andstæðinganna en að hann sendi á slakari samherja. Sá gæti tapað boltanum eða er a.m.k. ekki líklegur til afreka með hann. Hólmfríður Magnúsdóttir, einn besti leikmaður þjóðarinnar, minnti mig á einspilara í yngri flokkum í viðureign bikarmeistara Vals gegn Glasgow City í vikunni. Ítrekað fékk hún boltann úti á kanti með tvo andstæðinga fyrir framan sig. Þrátt fyrir að eiga góða sendingarmöguleika, líkt og oft vill verða hjá leikmanni sem glímir við nokkra leikmenn andstæðinganna, kaus hún alltaf að keyra á varnarmennina án hjálpar annarra rauðklæddra félaga sinna. Í öll skiptin misheppnaðist tilraunin og boltinn tapaðist. En það var meira sem gerðist en að boltinn tapaðist. Í öll skiptin upplifðu samherjar hennar, tveir á sextánda aldursári, að þrátt fyrir að vera vel staðsettir var þeim ekki treyst fyrir boltanum. Engan sálfræðing þarf til þess að greina að það auki ekki sjálfstraust leikmannanna. Skoska liðið vann sanngjarnan 3-0 sigur. Liðið hélt boltanum vel innan liðsins, ótrúlega vel reyndar, og eldfjótir sóknarmenn liðsins ollu varnarmönnum Vals erfiðleikum í stöðunni einn gegn einum. Það er nefnilega í góðu lagi að sækja á varnarmenn. Leikmenn sem gera það þurfa öll lið að hafa. Það er ein ástæða þess að unga iðkendur á ekki að skamma fyrir að þora að reyna að komast framhjá varnarmönnunum. Hins vegar er mikilvægt fyrir þjálfara að opna augu leikmanna fyrir því að velja rétta möguleikann hverju sinni. Hann er sjaldnast að sækja á alla varnarlínu andstæðingsins einn síns liðs.
Innlendar Pistillinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Sjá meira