Sögur sem þarf að segja 10. október 2011 21:30 Hópurinn að baki Glámu, nýju leikverki sem frumsýnt er í kvöld. Frá vinstri: Bjartur Guðmundsson, sýningarstjórinn Bryndís Ingvarsdóttir, Hilmir Jensson, Tryggvi Gunnarsson, leikstjóri og höfundur verksins, og Guðrún Bjarnadóttir. Fréttablaðið/Vilhelm Tryggvi Gunnarsson er höfundur og leikstjóri Glámu, leikrits sem frumsýnt var í Norðurpólnum fyrir helgi. Hann segir hið óvænta leika stórt hlutverk í sýningunni. Þrír vinir koma saman á síðsumarkvöldi til að skemmta sér. Sveitarómantíkin ræður ríkjum, glösin eru full og framtíðin er björt. Fjórði gesturinn bætist í hópinn, óboðinn. Grímuklæddur byrjar hann að segja sögur. Sögur sem þarf að segja, en væru ef til vill betri ósagðar. Uppgjör milli vina, og í leiðinni íslenskur þjóðarrembingur, er óumflýjanlegt. Á þessa leið er umfjöllunarefni Glámu, nýs leikverks eftir Tryggva Gunnarsson sem frumsýnt var fyrir helgi í Norðurpólnum á Seltjarnarnesi. Tryggvi, sem útskrifaðist frá Academi for Scenekunst í Noregi á síðasta ári, leikstýrir einnig verkinu og er Gláma hans fyrsta verkefni í atvinnuleikhúsi. Leikur er í höndum þeirra Hilmis Jenssonar, Guðrúnar Bjarnadóttur og Bjarts Guðmundssonar, sem ásamt Tryggva mynda hópinn Sómi þjóðar. „Við í hópnum kynntumst fyrir mörgum árum í Stúdentaleikhúsinu en fórum svo hvert í sína áttina í nám. Þegar við hittumst aftur ákváðum við að láta reyna á þennan hóp, þar sem allir hafa mismunandi sýn á hlutina en fá þó að segja sína skoðun. Svo tek ég, sem leikstjóri, lokaákvarðanir,“ segir Tryggvi. „Vonandi er Gláma fyrsta verkefnið okkar af mörgum sem hópur,“ bætir hann við. Tryggvi útskýrir að í verkinu sé unnið töluvert með þjóðernishyggju, enda þyki öllum hópnum afskaplega vænt um Ísland. „Þó fer dálítið í taugarnar á okkur þessi hugsunarháttur að við Íslendingar séum betri en aðrir og eigum skilið að fá endalausa sénsa. Við reynum að gera eitthvað nýtt, en á sama tíma vísum við mikið í fyrstu íslensku leikhúsverkin. Þar voru oft á ferð gríðarmiklar hugmyndir og heimspekipælingar, en til að slíkt gengi ofan í Íslendinga þurfti oft að setja verkin í sveitarómantíkurbúning. Ástarþríhyrningurinn, fátæki vinnumaðurinn, ríka bóndadóttirin og allar þessar erkitýpur. Við notum þær til að horfa á okkur sjálf og gagnrýna.“ Leikstjórinn segir sýninguna öðru fremur sprottna upp úr þörf aðstandenda til að búa til leikhús á eigin forsendum um hluti sem skipta þá máli. Þeir hafi þó ávallt að leiðarljósi að hafa gaman af hlutunum. „Við leikum okkur með ýmsa hluti sem koma ekki upp í hugann á mörgum þegar talað er um listrænt og alvarlegt leikhús. Hið óvænta leikur stórt hlutverk,“ segir Tryggvi. kjartan@frettabladid.is Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Tryggvi Gunnarsson er höfundur og leikstjóri Glámu, leikrits sem frumsýnt var í Norðurpólnum fyrir helgi. Hann segir hið óvænta leika stórt hlutverk í sýningunni. Þrír vinir koma saman á síðsumarkvöldi til að skemmta sér. Sveitarómantíkin ræður ríkjum, glösin eru full og framtíðin er björt. Fjórði gesturinn bætist í hópinn, óboðinn. Grímuklæddur byrjar hann að segja sögur. Sögur sem þarf að segja, en væru ef til vill betri ósagðar. Uppgjör milli vina, og í leiðinni íslenskur þjóðarrembingur, er óumflýjanlegt. Á þessa leið er umfjöllunarefni Glámu, nýs leikverks eftir Tryggva Gunnarsson sem frumsýnt var fyrir helgi í Norðurpólnum á Seltjarnarnesi. Tryggvi, sem útskrifaðist frá Academi for Scenekunst í Noregi á síðasta ári, leikstýrir einnig verkinu og er Gláma hans fyrsta verkefni í atvinnuleikhúsi. Leikur er í höndum þeirra Hilmis Jenssonar, Guðrúnar Bjarnadóttur og Bjarts Guðmundssonar, sem ásamt Tryggva mynda hópinn Sómi þjóðar. „Við í hópnum kynntumst fyrir mörgum árum í Stúdentaleikhúsinu en fórum svo hvert í sína áttina í nám. Þegar við hittumst aftur ákváðum við að láta reyna á þennan hóp, þar sem allir hafa mismunandi sýn á hlutina en fá þó að segja sína skoðun. Svo tek ég, sem leikstjóri, lokaákvarðanir,“ segir Tryggvi. „Vonandi er Gláma fyrsta verkefnið okkar af mörgum sem hópur,“ bætir hann við. Tryggvi útskýrir að í verkinu sé unnið töluvert með þjóðernishyggju, enda þyki öllum hópnum afskaplega vænt um Ísland. „Þó fer dálítið í taugarnar á okkur þessi hugsunarháttur að við Íslendingar séum betri en aðrir og eigum skilið að fá endalausa sénsa. Við reynum að gera eitthvað nýtt, en á sama tíma vísum við mikið í fyrstu íslensku leikhúsverkin. Þar voru oft á ferð gríðarmiklar hugmyndir og heimspekipælingar, en til að slíkt gengi ofan í Íslendinga þurfti oft að setja verkin í sveitarómantíkurbúning. Ástarþríhyrningurinn, fátæki vinnumaðurinn, ríka bóndadóttirin og allar þessar erkitýpur. Við notum þær til að horfa á okkur sjálf og gagnrýna.“ Leikstjórinn segir sýninguna öðru fremur sprottna upp úr þörf aðstandenda til að búa til leikhús á eigin forsendum um hluti sem skipta þá máli. Þeir hafi þó ávallt að leiðarljósi að hafa gaman af hlutunum. „Við leikum okkur með ýmsa hluti sem koma ekki upp í hugann á mörgum þegar talað er um listrænt og alvarlegt leikhús. Hið óvænta leikur stórt hlutverk,“ segir Tryggvi. kjartan@frettabladid.is
Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira