Magnaður Mugison Kristján Hjálmarsson skrifar 4. október 2011 12:30 Eitt af helstu einkennum Mugisons á tónleikum er það afslappaða andrúmsloft sem hann nær að skapa. Tónleikar. Mugison. Fríkirkjan í Reykjavík 1. október. Það var fullt út úr dyrum þegar Mugison fagnaði útkomu plötu sinnar Haglél, í Fríkirkjunni í Reykjavík á laugardaginn var. Það hefur ríkt mikil spenna hjá aðdáendum kappans fyrir plötunni enda í fyrsta skipti sem hann gefur út plötu þar sem eingöngu er sungið á íslensku. Spennan í kirkjunni var líka orðin vel rafmögnuð þegar Mugison steig loks á svið eftir töluverða seinkun, með barðastóran hatt og sítt skegg svo hann minnti einna helst á Amish-mann frá Pennsylvaníu. Eitt af helstu einkennum Mugisons á tónleikum er það afslappaða andrúmsloft sem hann nær að skapa og það einstaka samband sem hann nær við tónleikagesti. Laugardagurinn var engin undantekning þar á. Hann lét það ekki á sig fá þótt hann myndi ekki alla texta, stoppaði bara í miðju lagi og fékk textablað lánað frá gesti úti í sal, svaraði fullri frænku sem gjammaði fram í á milli laga og lét gesti syngja með í laginu um Gúanóstelpuna. Hljómsveitin stóð sig frábærlega, jafnvel þótt Pétur Ben hafi verið fjarri góðu gamni, vel studd af Rúnu og HD-kórnum. Hápunktur tónleikanna var lagið Ljósvíkingur sem Mugison hafði áður gefið út með Hjálmum. Í þetta skiptið naut hann liðsinnis Fjallabræðra, karlakórsins að vestan, sem stillti sér upp fyrir framan kórinn og söng kórusinn í laginu við gítarspil Halldórs kórstjóra. Þegar líða fór að lokum lagsins labbaði Mugison út kirkjugólfið, kvaddi með því að veifa hattinum og skildi eftir yfir sig ánægða tónleikagesti – með gæsahúð. Niðurstaða: Magnaðir tónleikar með Mugison. Allt til fyrirmyndar, lögin, hljómsveitin og tónleikagestir. Hápunkturinn þegar Mugison söng um Ljósvíkinginn með Fjallabræðrum. Mest lesið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Lífið samstarf Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Fleiri fréttir Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónleikar. Mugison. Fríkirkjan í Reykjavík 1. október. Það var fullt út úr dyrum þegar Mugison fagnaði útkomu plötu sinnar Haglél, í Fríkirkjunni í Reykjavík á laugardaginn var. Það hefur ríkt mikil spenna hjá aðdáendum kappans fyrir plötunni enda í fyrsta skipti sem hann gefur út plötu þar sem eingöngu er sungið á íslensku. Spennan í kirkjunni var líka orðin vel rafmögnuð þegar Mugison steig loks á svið eftir töluverða seinkun, með barðastóran hatt og sítt skegg svo hann minnti einna helst á Amish-mann frá Pennsylvaníu. Eitt af helstu einkennum Mugisons á tónleikum er það afslappaða andrúmsloft sem hann nær að skapa og það einstaka samband sem hann nær við tónleikagesti. Laugardagurinn var engin undantekning þar á. Hann lét það ekki á sig fá þótt hann myndi ekki alla texta, stoppaði bara í miðju lagi og fékk textablað lánað frá gesti úti í sal, svaraði fullri frænku sem gjammaði fram í á milli laga og lét gesti syngja með í laginu um Gúanóstelpuna. Hljómsveitin stóð sig frábærlega, jafnvel þótt Pétur Ben hafi verið fjarri góðu gamni, vel studd af Rúnu og HD-kórnum. Hápunktur tónleikanna var lagið Ljósvíkingur sem Mugison hafði áður gefið út með Hjálmum. Í þetta skiptið naut hann liðsinnis Fjallabræðra, karlakórsins að vestan, sem stillti sér upp fyrir framan kórinn og söng kórusinn í laginu við gítarspil Halldórs kórstjóra. Þegar líða fór að lokum lagsins labbaði Mugison út kirkjugólfið, kvaddi með því að veifa hattinum og skildi eftir yfir sig ánægða tónleikagesti – með gæsahúð. Niðurstaða: Magnaðir tónleikar með Mugison. Allt til fyrirmyndar, lögin, hljómsveitin og tónleikagestir. Hápunkturinn þegar Mugison söng um Ljósvíkinginn með Fjallabræðrum.
Mest lesið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Lífið samstarf Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Fleiri fréttir Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira