Augljóst að bjóða bar út kaup lögreglunnar 28. september 2011 04:00 Sveinn Arason Viðskipti löggæslustofnana upp á 91,3 milljónir króna við fjögur félög í eigu lögreglumanna eða venslamanna þeirra eru gagnrýnd í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar sem vill að innanríkisráðuneytið segi til um hvort það samrýmist störfum lögreglumanna að eiga eða starfa hjá fyrirtækjum í viðskiptum við löggæslustofnanir. Ríkisendurskoðun rannsakaði innkaup lögreglunnar á árunum 2008 og 2011 vegna ábendingar sem barst utan frá. Aðallega er um að ræða kaup á búnaði og vörum á borð við gasgrímur, piparúða, óeirðabúninga og kylfur. Eitt félagið heitir Trademark ehf. Það er í eigu eiginkonu lögreglumanns hjá ríkislögreglustjóra. Viðskiptin við Trademark námu 39 milljónum. 30,4 milljónir voru greiddar til Landsstjörnunnar ehf. sem er í eigu foreldra manns sem starfaði hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar stærstur hluti viðskiptanna fór fram. Félagið Hiss ehf. er í eigu lögreglumanns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Viðskipti Hiss við lögregluna og Lögregluskólann námu samtals 20,8 milljónum. Þá námu ýmis smá viðskipti við félagið Hindrun ehf. 1,1 milljón króna. Hindrun er í eigu eiginkonu yfirlögregluþjóns á Akranesi. Stærstu innkaupin voru á vegum ríkislögreglustjóra, Lögregluskólans, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglunnar á Suðurnesjum. Árin 2008 til 2011 námu viðskipti þessara aðila við félögin samtals 82 milljónum króna. Ríkisendurskoðun segir að í desember 2009 hafi Ríkislögreglustjóri keypt búnað fyrir óeirðalögreglu af Trademark ehf. fyrir 12,9 milljónir króna. Bjóða eigi út innkaup fyrir meira en 6,2 milljónir. Ríkislögreglustjóri hafi skipt viðskiptunum í þrjá hluta og telji því þau ekki útboðsskyld. Ríkisendurskoðun segir hins vegar að samkvæmt lögum um opinber innkaup sé „óheimilt að skipta viðskiptum upp í því skyni að að þau verði undir viðmiðunarmörkum útboðsskyldu".Haraldur JohannessenÞví er þannig hafnað að um hafi verið að ræða þrenn viðskipti við Trademark. Allur búnaðurinn sé í sama flokki og teljist því ein vara. „Í samræmi við þetta telur Ríkisendurskoðun augljóst að Ríkislögreglustjóra bar að bjóða kaupin út." Í yfirlýsingu frá Ríkislögreglustjóra segir að innkaup á gasi og öðrum óeirðabúnaði fyrir lögregluna hafi verið „skyndiinnkaup vegna neyðarástands sem skapaðist í kjölfar efnahagshrunsins" og að „ómögulegt" hafi verið „að láta útboð fara fram undir þeim kringumstæðum sem þá ríktu í þjóðfélaginu". Haft hafi verið samráð um málið við dómsmálaráðherra. Fram kemur hjá Ríkisendurskoðun að stofnanir hafi vísað í tilmæli frá ríkislögreglustjóra um val á söluaðilum. Lögregluskólinn hafi í desember 2010 greitt 12,7 milljónir króna fyrir búnað frá Trademark. Meðal annars hafi skólinn keypt sams konar kylfur og ríkislögreglustjóri keypti af fyrirtækinu mánuði fyrr. Skólinn hafi borgað 30 prósentum hærra verð fyrir grímurnar. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Viðskipti löggæslustofnana upp á 91,3 milljónir króna við fjögur félög í eigu lögreglumanna eða venslamanna þeirra eru gagnrýnd í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar sem vill að innanríkisráðuneytið segi til um hvort það samrýmist störfum lögreglumanna að eiga eða starfa hjá fyrirtækjum í viðskiptum við löggæslustofnanir. Ríkisendurskoðun rannsakaði innkaup lögreglunnar á árunum 2008 og 2011 vegna ábendingar sem barst utan frá. Aðallega er um að ræða kaup á búnaði og vörum á borð við gasgrímur, piparúða, óeirðabúninga og kylfur. Eitt félagið heitir Trademark ehf. Það er í eigu eiginkonu lögreglumanns hjá ríkislögreglustjóra. Viðskiptin við Trademark námu 39 milljónum. 30,4 milljónir voru greiddar til Landsstjörnunnar ehf. sem er í eigu foreldra manns sem starfaði hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar stærstur hluti viðskiptanna fór fram. Félagið Hiss ehf. er í eigu lögreglumanns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Viðskipti Hiss við lögregluna og Lögregluskólann námu samtals 20,8 milljónum. Þá námu ýmis smá viðskipti við félagið Hindrun ehf. 1,1 milljón króna. Hindrun er í eigu eiginkonu yfirlögregluþjóns á Akranesi. Stærstu innkaupin voru á vegum ríkislögreglustjóra, Lögregluskólans, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglunnar á Suðurnesjum. Árin 2008 til 2011 námu viðskipti þessara aðila við félögin samtals 82 milljónum króna. Ríkisendurskoðun segir að í desember 2009 hafi Ríkislögreglustjóri keypt búnað fyrir óeirðalögreglu af Trademark ehf. fyrir 12,9 milljónir króna. Bjóða eigi út innkaup fyrir meira en 6,2 milljónir. Ríkislögreglustjóri hafi skipt viðskiptunum í þrjá hluta og telji því þau ekki útboðsskyld. Ríkisendurskoðun segir hins vegar að samkvæmt lögum um opinber innkaup sé „óheimilt að skipta viðskiptum upp í því skyni að að þau verði undir viðmiðunarmörkum útboðsskyldu".Haraldur JohannessenÞví er þannig hafnað að um hafi verið að ræða þrenn viðskipti við Trademark. Allur búnaðurinn sé í sama flokki og teljist því ein vara. „Í samræmi við þetta telur Ríkisendurskoðun augljóst að Ríkislögreglustjóra bar að bjóða kaupin út." Í yfirlýsingu frá Ríkislögreglustjóra segir að innkaup á gasi og öðrum óeirðabúnaði fyrir lögregluna hafi verið „skyndiinnkaup vegna neyðarástands sem skapaðist í kjölfar efnahagshrunsins" og að „ómögulegt" hafi verið „að láta útboð fara fram undir þeim kringumstæðum sem þá ríktu í þjóðfélaginu". Haft hafi verið samráð um málið við dómsmálaráðherra. Fram kemur hjá Ríkisendurskoðun að stofnanir hafi vísað í tilmæli frá ríkislögreglustjóra um val á söluaðilum. Lögregluskólinn hafi í desember 2010 greitt 12,7 milljónir króna fyrir búnað frá Trademark. Meðal annars hafi skólinn keypt sams konar kylfur og ríkislögreglustjóri keypti af fyrirtækinu mánuði fyrr. Skólinn hafi borgað 30 prósentum hærra verð fyrir grímurnar. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira