Baráttan erfiða um orðsporið 2. október 2011 13:00 Þegar í óefni er komið veltir Starkaður Leví, helsta persóna skáldsögunnar Mannorðs eftir Bjarna Bjarnason, því fyrir sér hvort hægt sé að kaupa nýtt mannorð. Fréttablaðið/Anton Bjarni Bjarnason rithöfundur hefur sent frá sér níundu skáldsögu sína, Mannorð. Sögupersónan er maður sem snýr aftur til Íslands eftir hátt flug í útrásinni. „Sögupersónan elti mig eins og skugginn um kaffihús, flugvélar, flugstöðvar og hótel og ég saknaði hennar dálítið þegar ég þurfti að skilja við hana. Ef ég glugga í bókina núna er ég ekki að spá í hana sem bókmenntaverk, heldur að gá hvernig gamall félagi minn hefur það," segir Bjarni Bjarnason rithöfundur um níundu skáldsögu sína, Mannorð, sem kom út í síðustu viku. Að sögn Bjarna flaug téð sögupersóna, Starkaður Leví, of nærri sólu á útrásartímanum og brenndi vængina. Í bókinni nýtur hann hins ljúfa lífs erlendis en fer svo að sakna heimahaganna og áttar sig á að hann þráir viðurkenningu frá sínu eigin fólki. Þegar til Íslands er komið biður Starkaður þjóðina opinberlega fyrirgefningar en lendir þess í stað í stökustu vandræðum. Honum er bolað út af frumsýningu í Þjóðleikhúsinu, hrint í Kringlunni og fleira í þeim dúr. Þegar ofan á bætist hugsanlegur fangelsisdómur vaknar hjá honum sú hugmynd hvort mögulegt sé að kaupa sér nýtt mannorð. Leiða þær umleitanir Starkað að Almari Loga, vel liðnum rithöfundi sem undir niðri hefur glatað trú á samfélag sitt. Bjarni, sem hóf að skrifa Mannorð í apríl í fyrra, nýtti sér meðal annars munnmælasögur um þær viðtökur sem útrásarvíkingar höfðu fengið í sínu daglega lífi eftir hrunið við skriftirnar. Hann segist hafa beðið marga um að lesa handritið að bókinni yfir, þar á meðal fólk sem tengt er viðskiptaheiminum. „Í ljós kom að lesendur meta það með mismunandi hætti hvernig gott mannorð verður til. Baráttan um orðsporið er mikið til barátta um „status" í borgaralegum heimi. Menn geta átt allt, sem sýnir út á við að þeir séu búnir að sigra í lífinu, en verið samt hataðir. Þá verður bersýnilegt að mannorð veltur á fullkomlega huglægum gildum, hverfulum samskiptum allt niður í hvort einhver brosti falskt eða ekki á svipulu augnabliki. Að reyna að stjórna orðspori getur verið eins og að reyna að stjórna vindinum. Það er þó nokkuð sem Starkaður Leví reynir að gera í sögunni með miklum en umdeilanlegum árangri," segir Bjarni. Aðspurður segir Bjarni afar dularfulla tilfinningu fylgja því að senda frá sér þessa bók. „Allt breyttist hjá mér. Ég skrifaði bókina mest á kaffihúsinu Súfistanum. Þegar ég var búinn með bókina var kaffihúsinu lokað og innréttingin rifin niður, sem er óhugnanlega mikið í anda sögunnar. Á sama tíma þurrkaðist Facebook-síðan mín út og hefur ekkert bólað á henni síðan, sem er enn meira í anda sögunnar. Ég get því með sanni sagt að þegar ég hafi látið verkið frá mér hafi ég glatað stórum hluta af sjálfum mér. Núna er ég að leita að nýju kaffihúsi til að vinna á, nýju Facebook-sjálfi og áhugaverðri sögupersónu. Allar hugmyndir eru vel þegnar." kjartan@frettabladid.is Menning Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Bjarni Bjarnason rithöfundur hefur sent frá sér níundu skáldsögu sína, Mannorð. Sögupersónan er maður sem snýr aftur til Íslands eftir hátt flug í útrásinni. „Sögupersónan elti mig eins og skugginn um kaffihús, flugvélar, flugstöðvar og hótel og ég saknaði hennar dálítið þegar ég þurfti að skilja við hana. Ef ég glugga í bókina núna er ég ekki að spá í hana sem bókmenntaverk, heldur að gá hvernig gamall félagi minn hefur það," segir Bjarni Bjarnason rithöfundur um níundu skáldsögu sína, Mannorð, sem kom út í síðustu viku. Að sögn Bjarna flaug téð sögupersóna, Starkaður Leví, of nærri sólu á útrásartímanum og brenndi vængina. Í bókinni nýtur hann hins ljúfa lífs erlendis en fer svo að sakna heimahaganna og áttar sig á að hann þráir viðurkenningu frá sínu eigin fólki. Þegar til Íslands er komið biður Starkaður þjóðina opinberlega fyrirgefningar en lendir þess í stað í stökustu vandræðum. Honum er bolað út af frumsýningu í Þjóðleikhúsinu, hrint í Kringlunni og fleira í þeim dúr. Þegar ofan á bætist hugsanlegur fangelsisdómur vaknar hjá honum sú hugmynd hvort mögulegt sé að kaupa sér nýtt mannorð. Leiða þær umleitanir Starkað að Almari Loga, vel liðnum rithöfundi sem undir niðri hefur glatað trú á samfélag sitt. Bjarni, sem hóf að skrifa Mannorð í apríl í fyrra, nýtti sér meðal annars munnmælasögur um þær viðtökur sem útrásarvíkingar höfðu fengið í sínu daglega lífi eftir hrunið við skriftirnar. Hann segist hafa beðið marga um að lesa handritið að bókinni yfir, þar á meðal fólk sem tengt er viðskiptaheiminum. „Í ljós kom að lesendur meta það með mismunandi hætti hvernig gott mannorð verður til. Baráttan um orðsporið er mikið til barátta um „status" í borgaralegum heimi. Menn geta átt allt, sem sýnir út á við að þeir séu búnir að sigra í lífinu, en verið samt hataðir. Þá verður bersýnilegt að mannorð veltur á fullkomlega huglægum gildum, hverfulum samskiptum allt niður í hvort einhver brosti falskt eða ekki á svipulu augnabliki. Að reyna að stjórna orðspori getur verið eins og að reyna að stjórna vindinum. Það er þó nokkuð sem Starkaður Leví reynir að gera í sögunni með miklum en umdeilanlegum árangri," segir Bjarni. Aðspurður segir Bjarni afar dularfulla tilfinningu fylgja því að senda frá sér þessa bók. „Allt breyttist hjá mér. Ég skrifaði bókina mest á kaffihúsinu Súfistanum. Þegar ég var búinn með bókina var kaffihúsinu lokað og innréttingin rifin niður, sem er óhugnanlega mikið í anda sögunnar. Á sama tíma þurrkaðist Facebook-síðan mín út og hefur ekkert bólað á henni síðan, sem er enn meira í anda sögunnar. Ég get því með sanni sagt að þegar ég hafi látið verkið frá mér hafi ég glatað stórum hluta af sjálfum mér. Núna er ég að leita að nýju kaffihúsi til að vinna á, nýju Facebook-sjálfi og áhugaverðri sögupersónu. Allar hugmyndir eru vel þegnar." kjartan@frettabladid.is
Menning Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira