Hengirúm í jólagjöf Elísabet Brekkan skrifar 20. september 2011 13:00 Leikmynd Elínar Hansdóttur og búningar Helgu Björnsson mynda umhverfi og hughrif sem gefa verkinu í senn tilfinningu þrengsla og útþrár. Leikhús. Svartur hundur prestsins. Höfundur: Auður Ava Ólafsdóttir. Leikmynd: ELín Hansdóttir. Leikstjóri: Kristín Jóhannesdóttir. Leikarar: Kristbjörg Kjeld, Atli Rafn Sigurðarson, Baldur Trausti Hreinsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, og Nanna Kristín Magnúsdóttir. Kassinn, Þjóðleikhúsinu. Leikritið Svartur hundur prestsins eftir Auði Övu Ólafsdóttur í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur var frumsýnt um helgina. Hér er um fjölskyldudrama að ræða. Kristbjörg Kjeld fer með hlutverk móður sem kallar til sín börn sín í vöffluboð, eða bröns eins og hún hefur heyrt að það heiti að hittast fyrri part dags. Eldri dótturina leikur Margrét Vilhjálmsdóttir en Nanna Kristín Magnúsdóttir þá yngri. Soninn leikur Atli Rafn Sigurðarson og tengdasonurinn er túlkaður af Baldri Trausta Hreinssyni. Systurnar eru uppdubbaðar í aðskornum drögtum og báðar væflast þær um með merkjatöskur sér um axlir. Vafstrið með merkjavörurnar var skemmtilega ýkt og undirstrikaði að sjálfsskilningur persónanna hvílir á þess háttar stöðutáknum. Sonurinn kemur heim eftir langa útivist, er vel menntaður háskólakennari og hefur ekki sinnt móður sinni jafn mikið og systur hans. Hann er hins vegar mikið uppáhald móður sinnar, enda tekur hann stöðu með henni í öllum hennar uppátækjum, jafnvel þeim sem systurnar telja til marks um elliglöp. Í vöffluboðinu notar móðirin tækifærið til að greina börnunum frá framtíðaráformum sínum, sem kollvarpa hugmyndum dætranna og tengdasonarins um að sú gamla fari á elliheimili, deyi og skilji eftir sig arf. Hví er þessi fjölskylda svona tætt? Er alltaf hægt að finna svar við breyskleika fólks og ágöllum innan fjölskyldunnar? Allir hafa sína skýringu en inntak verksins er hver segir satt, og hvenær er satt satt? Leikurinn er mjög stílfærður og brotin upp með dansskjálftum sem minna á sýninguna Verði þér að góðu. Leikararnir eru allir á sviðinu allan tímann. Baldur Trausti Hreinsson er trúverðugur og laus við klisjur í hlutverki persónu tengdasonarins prúða, sem reynist eiga sér aðra hlið. Atli Rafn leikur soninn sem stendur með múttu. Hann fer aldrei yfir strikið, elskulegheitin eru merkjanleg. Margrét Vilhjálmsdóttir var frábær í sínum taugatrekkta leik og sama er hægt að segja um Nönnu Kristínu, sem skilaði vel hinni leitandi ungu konu. Kristbjörg slær aldrei af í hlutverki eldri konu með bjarta framtíð. Leikmynd Elínar Hansdóttur og búningar Helgu Björnsson mynda umhverfi og hughrif sem gefa verkinu í senn tilfinningu þrengsla og útþrár. Hljóð og tónlist Gísla Galdurs Þorgeirssonar eru heillandi á að hlýða. Niðurstaða: Svartur hundur prestsins er beinskeyttur háðleikur þar sem öll element hins sjónræna verka saman. Handbragð leikstjórans er vel sýnilegt. Góð sýning. Mest lesið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Lífið samstarf Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Fleiri fréttir Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Leikhús. Svartur hundur prestsins. Höfundur: Auður Ava Ólafsdóttir. Leikmynd: ELín Hansdóttir. Leikstjóri: Kristín Jóhannesdóttir. Leikarar: Kristbjörg Kjeld, Atli Rafn Sigurðarson, Baldur Trausti Hreinsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, og Nanna Kristín Magnúsdóttir. Kassinn, Þjóðleikhúsinu. Leikritið Svartur hundur prestsins eftir Auði Övu Ólafsdóttur í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur var frumsýnt um helgina. Hér er um fjölskyldudrama að ræða. Kristbjörg Kjeld fer með hlutverk móður sem kallar til sín börn sín í vöffluboð, eða bröns eins og hún hefur heyrt að það heiti að hittast fyrri part dags. Eldri dótturina leikur Margrét Vilhjálmsdóttir en Nanna Kristín Magnúsdóttir þá yngri. Soninn leikur Atli Rafn Sigurðarson og tengdasonurinn er túlkaður af Baldri Trausta Hreinssyni. Systurnar eru uppdubbaðar í aðskornum drögtum og báðar væflast þær um með merkjatöskur sér um axlir. Vafstrið með merkjavörurnar var skemmtilega ýkt og undirstrikaði að sjálfsskilningur persónanna hvílir á þess háttar stöðutáknum. Sonurinn kemur heim eftir langa útivist, er vel menntaður háskólakennari og hefur ekki sinnt móður sinni jafn mikið og systur hans. Hann er hins vegar mikið uppáhald móður sinnar, enda tekur hann stöðu með henni í öllum hennar uppátækjum, jafnvel þeim sem systurnar telja til marks um elliglöp. Í vöffluboðinu notar móðirin tækifærið til að greina börnunum frá framtíðaráformum sínum, sem kollvarpa hugmyndum dætranna og tengdasonarins um að sú gamla fari á elliheimili, deyi og skilji eftir sig arf. Hví er þessi fjölskylda svona tætt? Er alltaf hægt að finna svar við breyskleika fólks og ágöllum innan fjölskyldunnar? Allir hafa sína skýringu en inntak verksins er hver segir satt, og hvenær er satt satt? Leikurinn er mjög stílfærður og brotin upp með dansskjálftum sem minna á sýninguna Verði þér að góðu. Leikararnir eru allir á sviðinu allan tímann. Baldur Trausti Hreinsson er trúverðugur og laus við klisjur í hlutverki persónu tengdasonarins prúða, sem reynist eiga sér aðra hlið. Atli Rafn leikur soninn sem stendur með múttu. Hann fer aldrei yfir strikið, elskulegheitin eru merkjanleg. Margrét Vilhjálmsdóttir var frábær í sínum taugatrekkta leik og sama er hægt að segja um Nönnu Kristínu, sem skilaði vel hinni leitandi ungu konu. Kristbjörg slær aldrei af í hlutverki eldri konu með bjarta framtíð. Leikmynd Elínar Hansdóttur og búningar Helgu Björnsson mynda umhverfi og hughrif sem gefa verkinu í senn tilfinningu þrengsla og útþrár. Hljóð og tónlist Gísla Galdurs Þorgeirssonar eru heillandi á að hlýða. Niðurstaða: Svartur hundur prestsins er beinskeyttur háðleikur þar sem öll element hins sjónræna verka saman. Handbragð leikstjórans er vel sýnilegt. Góð sýning.
Mest lesið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Lífið samstarf Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Fleiri fréttir Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira