Vilja vísa tillögu um staðgöngumæðrun frá 17. september 2011 07:30 sigríður ingibjörg ingadóttir Lagt hefur verið til á Alþingi að þingsályktunartillögu um skipun starfshóps sem semja á frumvarp um heimilun staðgöngumæðrunar í velgjörðarskyni verði vísað frá. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Mörður Árnason, þingmenn Samfylkingarinnar, lögðu frávísunartillöguna fram í gær. „Sú tillaga sem liggur fyrir þingi gengur mjög langt. Hún er í raun og veru tillaga um það að lagt verði fram frumvarp sem heimili staðgöngumæðrun. Ég er alfarið á móti því og tel að umræðan um málið sé alltof skammt á veg komin, eins og fram kemur í flestum umsögnum um tillöguna," segir Sigríður Ingibjörg og bætir við: „Ég tel það algjörlega fráleitt að Alþingi afgreiði á nokkrum klukkustundum umræðu eins og þessa sem varðar grundvallarmannréttindi og alvarlegar siðferðisspurningar." Þingsályktunartillaga um staðgöngumæðrun var lögð fram í nóvember í fyrra af átján þingmönnum úr öllum flokkum nema Hreyfingunni. Fyrsti flutningsmaður hennar er Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sjálfstæðisflokki. Tillagan var afgreidd úr heilbrigðisnefnd 6. september og bíður nú þriðju umræðu á þingi. Meirihluti heilbrigðisnefndar mælti með tillögunni. Sigríður Ingibjörg og Mörður stóðu hins vegar ásamt Þuríði Backman að minnihlutaáliti þar sem lagst var gegn samþykki. Samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið gerði í janúar er mikill meirihluti landsmanna fylgjandi því að staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni verði heimil. Meirihluti umsagnaraðila um þingsályktunartillöguna var hins vegar á öðru máli. Samkomulag hefur náðst um þinglok sem verða í dag ef allt fer að óskum. Því verður frávísunartillagan sennilega tekin fyrir í dag.- mþl Fréttir Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Fleiri fréttir „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Sjá meira
Lagt hefur verið til á Alþingi að þingsályktunartillögu um skipun starfshóps sem semja á frumvarp um heimilun staðgöngumæðrunar í velgjörðarskyni verði vísað frá. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Mörður Árnason, þingmenn Samfylkingarinnar, lögðu frávísunartillöguna fram í gær. „Sú tillaga sem liggur fyrir þingi gengur mjög langt. Hún er í raun og veru tillaga um það að lagt verði fram frumvarp sem heimili staðgöngumæðrun. Ég er alfarið á móti því og tel að umræðan um málið sé alltof skammt á veg komin, eins og fram kemur í flestum umsögnum um tillöguna," segir Sigríður Ingibjörg og bætir við: „Ég tel það algjörlega fráleitt að Alþingi afgreiði á nokkrum klukkustundum umræðu eins og þessa sem varðar grundvallarmannréttindi og alvarlegar siðferðisspurningar." Þingsályktunartillaga um staðgöngumæðrun var lögð fram í nóvember í fyrra af átján þingmönnum úr öllum flokkum nema Hreyfingunni. Fyrsti flutningsmaður hennar er Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sjálfstæðisflokki. Tillagan var afgreidd úr heilbrigðisnefnd 6. september og bíður nú þriðju umræðu á þingi. Meirihluti heilbrigðisnefndar mælti með tillögunni. Sigríður Ingibjörg og Mörður stóðu hins vegar ásamt Þuríði Backman að minnihlutaáliti þar sem lagst var gegn samþykki. Samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið gerði í janúar er mikill meirihluti landsmanna fylgjandi því að staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni verði heimil. Meirihluti umsagnaraðila um þingsályktunartillöguna var hins vegar á öðru máli. Samkomulag hefur náðst um þinglok sem verða í dag ef allt fer að óskum. Því verður frávísunartillagan sennilega tekin fyrir í dag.- mþl
Fréttir Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Fleiri fréttir „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Sjá meira