Strangari fjárlagareglur í ESB 17. september 2011 02:00 Á fundi í Póllandi Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, ásamt Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar, sem jafnframt er formaður ríkjahóps evrusvæðisins.Nordicphotos/AFP Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu um strangari reglur um ríkisfjárlög. Þær gera Evrópusambandinu meðal annars auðveldara að samþykkja refsiaðgerðir á hendur þeim ríkjum sem brjóta þessar reglur. Jasek Ratovski, fjármálaráðherra Póllands, sagði að samkomulag um þetta hefði náðst á fundi ráðherranna í Póllandi í gær. Fjármálaráðherra evrusvæðisins hafa síðan frestað ákvörðun um næstu greiðslu úr neyðarsjóði sínum til Grikklands, þrátt fyrir mikinn þrýsting, ekki síst frá Tim Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, um að hraða öllum ákvörðunum um lausnir á skuldavanda Grikkja. Evrópsku fjármálaráðherrarnir vilja að Grikkir sýni fyrst fram á að þeir muni standa við aðhaldsaðgerðir, sem duga þeim ásamt fjárhagsaðstoðinni til að greiða afborganir af skuldum sínum. Verulegur ágreiningur hefur verið innan Evrópusambandsins um það hvaða leiðir eigi að fara til að bjarga Grikkjum úr skuldavandanum. Angela Merkel Þýskalandskanslari stendur enn hörð á því að Grikkland og önnur stórskuldug Evrópuríki þurfi sjálf að bera ábyrgð á eigin vandamálum. Eina leiðin til að hjálpa þeim sé að veita þeim neyðarlán svo þau geti greitt afborganir sínar á réttum tíma.- gb Fréttir Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu um strangari reglur um ríkisfjárlög. Þær gera Evrópusambandinu meðal annars auðveldara að samþykkja refsiaðgerðir á hendur þeim ríkjum sem brjóta þessar reglur. Jasek Ratovski, fjármálaráðherra Póllands, sagði að samkomulag um þetta hefði náðst á fundi ráðherranna í Póllandi í gær. Fjármálaráðherra evrusvæðisins hafa síðan frestað ákvörðun um næstu greiðslu úr neyðarsjóði sínum til Grikklands, þrátt fyrir mikinn þrýsting, ekki síst frá Tim Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, um að hraða öllum ákvörðunum um lausnir á skuldavanda Grikkja. Evrópsku fjármálaráðherrarnir vilja að Grikkir sýni fyrst fram á að þeir muni standa við aðhaldsaðgerðir, sem duga þeim ásamt fjárhagsaðstoðinni til að greiða afborganir af skuldum sínum. Verulegur ágreiningur hefur verið innan Evrópusambandsins um það hvaða leiðir eigi að fara til að bjarga Grikkjum úr skuldavandanum. Angela Merkel Þýskalandskanslari stendur enn hörð á því að Grikkland og önnur stórskuldug Evrópuríki þurfi sjálf að bera ábyrgð á eigin vandamálum. Eina leiðin til að hjálpa þeim sé að veita þeim neyðarlán svo þau geti greitt afborganir sínar á réttum tíma.- gb
Fréttir Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira