Ben Stiller endurgerir sígilda kvikmynd á Íslandi 16. september 2011 07:00 Leitaði á Seltjarnarnesi Ben Stiller gerði sér ferð út á Seltjarnarnes og skoðaði þar Plútóbrekkuna frægu í von um að finna hentugan tökustað. Hann hefur í hyggju að endurgera kvikmynd hér á landi.NordicPhotos/Getty Bandaríski gamanleikarinn, leikstjórinn og framleiðandinn Ben Stiller undirbýr gerð kvikmyndar á Íslandi. Um er að ræða endurgerð kvikmyndarinnar The Secret Life of Walter Mitty og hyggst Stiller bæði leikstýra myndinni og leika aðalhlutverkið. Handrit myndarinnar er eftir Steven Conrad og skrifað með það í huga að myndin gerist að hluta til hér á landi. Um gríðarlegt kynningartækifæri væri að ræða fyrir landið enda hefur Ísland oftast leikið hlutverk annarra landa í Hollywood-myndum. Ben Stiller kom til landsins á miðvikudag og nýtti daginn meðal annars til að skoða mögulega tökustaði. Það sama var uppi á teningnum í gær, þegar ráðgert var að fara í þyrluferð um landið. Fréttir af nærveru Stillers fóru eins og eldur í sinu um netið á miðvikudagskvöld, en hann fékk sér meðal annars að borða á Kolabrautinni í Hörpu og sást drekka macchiato á Café Babalú. Þá náði ung stúlka af Seltjarnarnesi mynd af leikaranum. Stiller, sem gistir á 101 hóteli, var hins vegar ekki eingöngu að dást að náttúrufegurðinni úti á Nesi heldur var hann að skoða heppilegan tökustað í svokallaðri Plútóbrekku, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, hitti Stiller ekki en segir að hann sé alltaf velkominn aftur. Sjálf segist hún vera aðdáandi leikarans. „Já, ég hef séð velflestar myndirnar hans.“ Framleiðslufyrirtækið True North aðstoðar Stiller við leitina hér á landi en Helga Margrét Reykdal, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, vildi ekkert tjá sig um dvöl Stillers eða aðkomu fyrirtækisins að neinu leyti í samtali við Fréttablaðið. The Secret Life of Walter Mitty er byggð á samnefndri smásögu eftir James Thurber sem kom út árið 1939. Hún var kvikmynduð átta árum síðar af leikstjóranum Norman Z. McLeod og skartaði Danny Kaye og Virginiu Mayo í aðalhlutverkum. Lengi hefur staðið til að endurgera myndina, en meðal þeirra sem hafa sýnt því áhuga eru Steven Spielberg og Ron Howard. Myndin segir frá téðum Mitty, sem beitir dagdraumum til að komast í gegnum tilbreytingarlausan hversdagsleika sinn. Líf hans tekur hins vegar stakkaskiptum þegar hann kynnist dularfullri konu sem lætur hann hafa svarta bók. Hún er sögð vera leiðarvísirinn að djásnum hollensku konungsfjölskyldunnar sem nasistar földu undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Í endurgerðinni eru krúnudjásnin falin á Íslandi. freyrgigja@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira
Bandaríski gamanleikarinn, leikstjórinn og framleiðandinn Ben Stiller undirbýr gerð kvikmyndar á Íslandi. Um er að ræða endurgerð kvikmyndarinnar The Secret Life of Walter Mitty og hyggst Stiller bæði leikstýra myndinni og leika aðalhlutverkið. Handrit myndarinnar er eftir Steven Conrad og skrifað með það í huga að myndin gerist að hluta til hér á landi. Um gríðarlegt kynningartækifæri væri að ræða fyrir landið enda hefur Ísland oftast leikið hlutverk annarra landa í Hollywood-myndum. Ben Stiller kom til landsins á miðvikudag og nýtti daginn meðal annars til að skoða mögulega tökustaði. Það sama var uppi á teningnum í gær, þegar ráðgert var að fara í þyrluferð um landið. Fréttir af nærveru Stillers fóru eins og eldur í sinu um netið á miðvikudagskvöld, en hann fékk sér meðal annars að borða á Kolabrautinni í Hörpu og sást drekka macchiato á Café Babalú. Þá náði ung stúlka af Seltjarnarnesi mynd af leikaranum. Stiller, sem gistir á 101 hóteli, var hins vegar ekki eingöngu að dást að náttúrufegurðinni úti á Nesi heldur var hann að skoða heppilegan tökustað í svokallaðri Plútóbrekku, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, hitti Stiller ekki en segir að hann sé alltaf velkominn aftur. Sjálf segist hún vera aðdáandi leikarans. „Já, ég hef séð velflestar myndirnar hans.“ Framleiðslufyrirtækið True North aðstoðar Stiller við leitina hér á landi en Helga Margrét Reykdal, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, vildi ekkert tjá sig um dvöl Stillers eða aðkomu fyrirtækisins að neinu leyti í samtali við Fréttablaðið. The Secret Life of Walter Mitty er byggð á samnefndri smásögu eftir James Thurber sem kom út árið 1939. Hún var kvikmynduð átta árum síðar af leikstjóranum Norman Z. McLeod og skartaði Danny Kaye og Virginiu Mayo í aðalhlutverkum. Lengi hefur staðið til að endurgera myndina, en meðal þeirra sem hafa sýnt því áhuga eru Steven Spielberg og Ron Howard. Myndin segir frá téðum Mitty, sem beitir dagdraumum til að komast í gegnum tilbreytingarlausan hversdagsleika sinn. Líf hans tekur hins vegar stakkaskiptum þegar hann kynnist dularfullri konu sem lætur hann hafa svarta bók. Hún er sögð vera leiðarvísirinn að djásnum hollensku konungsfjölskyldunnar sem nasistar földu undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Í endurgerðinni eru krúnudjásnin falin á Íslandi. freyrgigja@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira