Loks kominn með bílpróf eftir áratugs þrautagöngu 13. september 2011 08:00 Mynd úr safni. „Ég var búinn að fresta þessu nógu lengi,“ segir Ágúst Bent, rappari og leikstjóri grínþáttanna Steindinn okkar. Bent fékk loksins bílprófið á föstudaginn í síðustu viku, 28 ára gamall. Prófið fékk hann ekki þrautalaust, en bílprófssaga hans teygir sig yfir síðasta áratug eða svo. „Ég hef alltaf haft temmilega lítinn áhuga á þessu, en það var aldrei planið að vera ekki með bílpróf. Þetta var bara eitt af þessu sem frestaðist,“ segir Bent, sem byrjaði að læra á bíl þegar hann var 17 ára gamall. „Svo flosnaði ég upp úr því í kjölfarið á smá óhappi. Ég lenti í árekstri þegar ég var að stelast til að keyra án bílprófs.“ Þegar Bent var 24 ára gamall gerði hann aðra tilraun til að taka prófið, en það gekk ekki upp. „Ég fór í gegnum allt kerfið og féll á verklega prófinu. Þá var ég svo fúll að ég reyndi ekki aftur,“ segir hann. „Í sumar byrjaði ég svo aftur og féll reyndar aftur á verklega prófinu, en ákvað að leyfa mér ekki að verða jafn fúll og síðast. Ég fór því, reyndi enn einu sinni og náði.“ Bent gengur að eigin sögn vel að fóta sig í umferðinni og þakkar því meðal annars að vera með sjálfskiptan bíl að láni frá móður sinni. „Það hjálpar helling,“ segir hann. „Mér finnst mjög gaman að keyra. Ég keyri reyndar hægt, en ég held að ég keyri ekki svo hægt að ég eyðileggi umferðina fyrir öllum hinum. Ég verð betri með hverjum deginum — það er gaman að keyra um og hlusta á músík.“ Vinir Bents fagna bílprófinu eflaust mest þar sem þeir geta loksins innheimt áratug af skutli hingað og þangað. „Þú getur ekki ímyndað þér hvað ég skulda mörgum far, enda búinn að vera að skutla mönnum í vinnuna síðustu daga,“ segir Bent. En eru bílakaup á döfinni? „Ég er búinn að vera að skoða og kaupi örugglega bíl fljótlega. Ég veit náttúrulega ekkert um bíla, þannig að ég þarf að finna einhvern sem veit eitthvað um bíla svo ég verði ekki höstlaður.“ atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira
„Ég var búinn að fresta þessu nógu lengi,“ segir Ágúst Bent, rappari og leikstjóri grínþáttanna Steindinn okkar. Bent fékk loksins bílprófið á föstudaginn í síðustu viku, 28 ára gamall. Prófið fékk hann ekki þrautalaust, en bílprófssaga hans teygir sig yfir síðasta áratug eða svo. „Ég hef alltaf haft temmilega lítinn áhuga á þessu, en það var aldrei planið að vera ekki með bílpróf. Þetta var bara eitt af þessu sem frestaðist,“ segir Bent, sem byrjaði að læra á bíl þegar hann var 17 ára gamall. „Svo flosnaði ég upp úr því í kjölfarið á smá óhappi. Ég lenti í árekstri þegar ég var að stelast til að keyra án bílprófs.“ Þegar Bent var 24 ára gamall gerði hann aðra tilraun til að taka prófið, en það gekk ekki upp. „Ég fór í gegnum allt kerfið og féll á verklega prófinu. Þá var ég svo fúll að ég reyndi ekki aftur,“ segir hann. „Í sumar byrjaði ég svo aftur og féll reyndar aftur á verklega prófinu, en ákvað að leyfa mér ekki að verða jafn fúll og síðast. Ég fór því, reyndi enn einu sinni og náði.“ Bent gengur að eigin sögn vel að fóta sig í umferðinni og þakkar því meðal annars að vera með sjálfskiptan bíl að láni frá móður sinni. „Það hjálpar helling,“ segir hann. „Mér finnst mjög gaman að keyra. Ég keyri reyndar hægt, en ég held að ég keyri ekki svo hægt að ég eyðileggi umferðina fyrir öllum hinum. Ég verð betri með hverjum deginum — það er gaman að keyra um og hlusta á músík.“ Vinir Bents fagna bílprófinu eflaust mest þar sem þeir geta loksins innheimt áratug af skutli hingað og þangað. „Þú getur ekki ímyndað þér hvað ég skulda mörgum far, enda búinn að vera að skutla mönnum í vinnuna síðustu daga,“ segir Bent. En eru bílakaup á döfinni? „Ég er búinn að vera að skoða og kaupi örugglega bíl fljótlega. Ég veit náttúrulega ekkert um bíla, þannig að ég þarf að finna einhvern sem veit eitthvað um bíla svo ég verði ekki höstlaður.“ atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira