Frelsi til að fara eigin leiðir 23. september 2011 15:00 Íris Eggertsdóttir myndlistarkona hefur fært sig út í saumaskap og hannar nú flíkur undir nafninu Líber, sem þýðir frelsi. Fréttablaðið/Anton Íris Eggertsdóttir myndlistarkona hefur hannað fatnað í rúmt ár undir nafninu Líber og hafa flíkurnar fallið vel í kramið hjá íslenskum konum. „Mamma er klæðskeri og ég hef því verið viðloðandi saumaskap alveg frá því ég man eftir mér. Ég ákvað þó að feta ekki í fótspor mömmu og fór í myndlistarnám og er því myndlistarmaður og starfa við það í dag,“ útskýrir Íris. Hún segist vinna mikið með form og liti þegar hún hannar og tvinnar þannig saman saumaskapinn og myndlistina. Íris reynir að sinna myndlistinni til jafns við hönnunina en viðurkennir að undanfarið ár hafi meiri tími farið í saumaskapinn. „Ég hef gefið hönnuninni aðeins meiri tíma undanfarið. Það fer oftast bara eftir skapi eða flæðinu hvað ég gríp í þann daginn. Ég hef mjög gaman af þessu og draumurinn er að ég geti haft lifibrauð mitt af þessu í framtíðinni. Nafnið Líber þýðir frelsi og tengist því að ég vilji fá að gera mitt og ekki elta sérstaka tísku eða stefnu.“ Íris er með opið á vinnustofu sinni við Hverfisgötu 50 alla fimmtudaga og föstudaga á milli 11.00 og 18.00. „Fyrst var ég með opið frá klukkan tíu á morgnana en þá eru fæstir komnir á fætur þannig ég ákvað að seinka opnunartímanum um klukkustund,“ segir hún glaðlega að lokum. -sm Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
Íris Eggertsdóttir myndlistarkona hefur hannað fatnað í rúmt ár undir nafninu Líber og hafa flíkurnar fallið vel í kramið hjá íslenskum konum. „Mamma er klæðskeri og ég hef því verið viðloðandi saumaskap alveg frá því ég man eftir mér. Ég ákvað þó að feta ekki í fótspor mömmu og fór í myndlistarnám og er því myndlistarmaður og starfa við það í dag,“ útskýrir Íris. Hún segist vinna mikið með form og liti þegar hún hannar og tvinnar þannig saman saumaskapinn og myndlistina. Íris reynir að sinna myndlistinni til jafns við hönnunina en viðurkennir að undanfarið ár hafi meiri tími farið í saumaskapinn. „Ég hef gefið hönnuninni aðeins meiri tíma undanfarið. Það fer oftast bara eftir skapi eða flæðinu hvað ég gríp í þann daginn. Ég hef mjög gaman af þessu og draumurinn er að ég geti haft lifibrauð mitt af þessu í framtíðinni. Nafnið Líber þýðir frelsi og tengist því að ég vilji fá að gera mitt og ekki elta sérstaka tísku eða stefnu.“ Íris er með opið á vinnustofu sinni við Hverfisgötu 50 alla fimmtudaga og föstudaga á milli 11.00 og 18.00. „Fyrst var ég með opið frá klukkan tíu á morgnana en þá eru fæstir komnir á fætur þannig ég ákvað að seinka opnunartímanum um klukkustund,“ segir hún glaðlega að lokum. -sm
Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira