Hugsað út fyrir rammann Ólafur Þ. Stephensen skrifar 5. september 2011 06:00 Það er einstök og stórmerkileg upplifun að heimsækja lífræna býlið Vallanes á Fljótsdalshéraði, eins og lesa mátti út úr frásögn Svavars Hávarðssonar blaðamanns í helgarblaði Fréttablaðsins. Eymundur Magnússon bóndi hefur ekki aðeins breytt búskaparháttum í Vallanesi, hann hefur breytt veðrinu með því að gróðursetja milljón trjáplöntur og þannig skapað skjól og skilyrði fyrir stórfellda ræktun á korni og grænmeti. Kona Eymundar, Eygló Björk Ólafsdóttir, hefur reynslu af markaðssetningu matvöru bæði hér á landi og erlendis. Vallanesbúið nýtur þeirrar sérstöðu að vera í miklu og beinu sambandi við neytendur afurðanna og sömuleiðis þá sem nota þær í eigin framleiðslu, til að mynda matreiðslumeistara. Margt er sérstakt við búskapinn í Vallanesi. Ábúendur þar hafa verið brautryðjendur í lífrænni ræktun, sem á klárlega framtíðina fyrir sér. Hið beina samband við neytendur er sömuleiðis nokkuð sem hefur því miður ekki notið alltof mikilla vinsælda í íslenzkum landbúnaði. Afurðirnar úr Vallanesi eru framleiddar undir eigin vörumerki, Móðir náttúra, sem hefur fyrir löngu unnið sér sess hjá þeim sem vilja lífræna gæðavöru. Eymundur segir frá því að árum saman hafi hann í fjóra mánuði á ári, frá því í janúar og fram í apríl, staðið í verzlunum í Reykjavík og gefið fólki að smakka á vörunni sinni. Árangurinn er meðal annars sá að Íslendingar borða sextíu tonn af byggi af ökrunum í Vallanesi – mat sem fólk spurði á sínum tíma hvort væri ekki bara svínafóður. Beint samband við neytendur hefur átt vaxandi fylgi að fagna í landbúnaðinum undanfarin ár. Nýsköpun og vöruþróun er talsverð, eins og hjá ísbændunum í Holtsseli í Eyjafjarðarsveit og á Erpsstöðum í Dölum. En fleiri bændur sætta sig við að afurðir þeirra renni beint inn í stór, miðstýrð sölukerfi og fáir sjá sér hag í því að standa í búðum og kynna gæðavöru fyrir kröfuhörðum neytendum eins og Vallanesbóndinn hefur gert árum saman. Hvort tveggja á auðvitað rétt á sér, en þróunin víðast hvar í nágrannalöndum okkar er þó sú að neytendur vilja gæðavöru sem þeir vita nákvæmlega hvaðan kemur og hvernig er búin til, fremur en fjöldaframleiðsluna. Það hafa nánast verið viðtekin sannindi í íslenzkum landbúnaði að ekki sé hægt að framleiða búvöru á Íslandi án ríkisstyrkja. Þess vegna vekur athygli að bygg og útiræktað grænmeti sé framleitt í Vallanesi án styrkja. Eymundur bóndi segir þau hjón ekki hafa áhuga á styrkjum, á sama tíma og þau berjist fyrir sjálfstæði sínu sem matvælaframleiðendur, þótt vissulega mætti jafna aðstöðumun hvað varðar t.d. aðgang að mörkuðum, ódýrri orku og fjarskiptum. Vallanesfólkið hugsar augljóslega út fyrir rammann, sem sumum finnst einhvern veginn sjálfgefinn í íslenzkum landbúnaði. Það er hvetjandi og uppörvandi fyrir þá sem hafa áhuga á blómlegri, hagkvæmri matvælaframleiðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Það er einstök og stórmerkileg upplifun að heimsækja lífræna býlið Vallanes á Fljótsdalshéraði, eins og lesa mátti út úr frásögn Svavars Hávarðssonar blaðamanns í helgarblaði Fréttablaðsins. Eymundur Magnússon bóndi hefur ekki aðeins breytt búskaparháttum í Vallanesi, hann hefur breytt veðrinu með því að gróðursetja milljón trjáplöntur og þannig skapað skjól og skilyrði fyrir stórfellda ræktun á korni og grænmeti. Kona Eymundar, Eygló Björk Ólafsdóttir, hefur reynslu af markaðssetningu matvöru bæði hér á landi og erlendis. Vallanesbúið nýtur þeirrar sérstöðu að vera í miklu og beinu sambandi við neytendur afurðanna og sömuleiðis þá sem nota þær í eigin framleiðslu, til að mynda matreiðslumeistara. Margt er sérstakt við búskapinn í Vallanesi. Ábúendur þar hafa verið brautryðjendur í lífrænni ræktun, sem á klárlega framtíðina fyrir sér. Hið beina samband við neytendur er sömuleiðis nokkuð sem hefur því miður ekki notið alltof mikilla vinsælda í íslenzkum landbúnaði. Afurðirnar úr Vallanesi eru framleiddar undir eigin vörumerki, Móðir náttúra, sem hefur fyrir löngu unnið sér sess hjá þeim sem vilja lífræna gæðavöru. Eymundur segir frá því að árum saman hafi hann í fjóra mánuði á ári, frá því í janúar og fram í apríl, staðið í verzlunum í Reykjavík og gefið fólki að smakka á vörunni sinni. Árangurinn er meðal annars sá að Íslendingar borða sextíu tonn af byggi af ökrunum í Vallanesi – mat sem fólk spurði á sínum tíma hvort væri ekki bara svínafóður. Beint samband við neytendur hefur átt vaxandi fylgi að fagna í landbúnaðinum undanfarin ár. Nýsköpun og vöruþróun er talsverð, eins og hjá ísbændunum í Holtsseli í Eyjafjarðarsveit og á Erpsstöðum í Dölum. En fleiri bændur sætta sig við að afurðir þeirra renni beint inn í stór, miðstýrð sölukerfi og fáir sjá sér hag í því að standa í búðum og kynna gæðavöru fyrir kröfuhörðum neytendum eins og Vallanesbóndinn hefur gert árum saman. Hvort tveggja á auðvitað rétt á sér, en þróunin víðast hvar í nágrannalöndum okkar er þó sú að neytendur vilja gæðavöru sem þeir vita nákvæmlega hvaðan kemur og hvernig er búin til, fremur en fjöldaframleiðsluna. Það hafa nánast verið viðtekin sannindi í íslenzkum landbúnaði að ekki sé hægt að framleiða búvöru á Íslandi án ríkisstyrkja. Þess vegna vekur athygli að bygg og útiræktað grænmeti sé framleitt í Vallanesi án styrkja. Eymundur bóndi segir þau hjón ekki hafa áhuga á styrkjum, á sama tíma og þau berjist fyrir sjálfstæði sínu sem matvælaframleiðendur, þótt vissulega mætti jafna aðstöðumun hvað varðar t.d. aðgang að mörkuðum, ódýrri orku og fjarskiptum. Vallanesfólkið hugsar augljóslega út fyrir rammann, sem sumum finnst einhvern veginn sjálfgefinn í íslenzkum landbúnaði. Það er hvetjandi og uppörvandi fyrir þá sem hafa áhuga á blómlegri, hagkvæmri matvælaframleiðslu.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun