Leikmennirnir vildu halda áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. ágúst 2011 06:00 Hanna Guðrún Stefánsdóttir. Mynd/Vilhelm Stjarnan verður með í N1-deild kvenna í vetur þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. Þetta var staðfest í gærmorgun eftir að skipt hafði verið um stjórn í handknattleiksdeild félagsins. Baldur Ó. Svavarsson var formaður stjórnarinnar sem sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis fyrr í vikunni að vegna erfiðleika í rekstrinum yrði að draga kvennalið Stjörnunnar úr keppni í N1-deild kvenna. Í fyrradag var brugðist við þessari yfirlýsingu, bæði hjá aðalstjórn Stjörnunnar og bæjaryfirvöldum, með áðurnefndum afleiðingum. „Þetta vakti menn af værum blundi hér í bænum," sagði Baldur. „Maður leikur sér þó ekki að því að gera svona lagað. Og þetta var ekki gert í þeim tilgangi að vekja menn til lífsins. En þetta varð engu að síður til þess að stuðningsmenn, aðalstjórn félagsins og stjórnmálamenn tóku við sér." Sigurður Bjarnason, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik, er varaformaður Stjörnunnar og tekur tímabundið við formennsku í stjórn handknattleiksdeildarinnar. Hann er ósammála því að vekja hafi þurft aðalstjórn félagsins og bæjaryfirvöld af „værum blundi". Þvert á móti hafi aðgerðirnar skaðað félagið og því hafi verið gripið til aðgerða. „Það var alvarlega vegið að starfsemi félagsins og þá sérstaklega yngri flokka þess. Í félaginu eru margar ungar stelpur sem horfa mikið upp til meistaraflokks kvenna. Það hefur verið afreksflokkur í félaginu til fjölda ára. Þessar stelpur langar til að taka þátt í því og þarna sáu þær það starf rifið niður. Það fannst mér alvarlegast við þetta allt saman – það var ekkert verið að spá í því," sagði Sigurður. Fundað var með leikmönnum í fyrrakvöld og er mikill einhugur sagður ríkja hjá leikmönnum um að halda áfram. „Leikmenn eru í sjokki eftir þessa atburði og það verður verkefni okkar að koma liðinu í stand á ný," sagði Sigurður. Olís-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Sjá meira
Stjarnan verður með í N1-deild kvenna í vetur þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. Þetta var staðfest í gærmorgun eftir að skipt hafði verið um stjórn í handknattleiksdeild félagsins. Baldur Ó. Svavarsson var formaður stjórnarinnar sem sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis fyrr í vikunni að vegna erfiðleika í rekstrinum yrði að draga kvennalið Stjörnunnar úr keppni í N1-deild kvenna. Í fyrradag var brugðist við þessari yfirlýsingu, bæði hjá aðalstjórn Stjörnunnar og bæjaryfirvöldum, með áðurnefndum afleiðingum. „Þetta vakti menn af værum blundi hér í bænum," sagði Baldur. „Maður leikur sér þó ekki að því að gera svona lagað. Og þetta var ekki gert í þeim tilgangi að vekja menn til lífsins. En þetta varð engu að síður til þess að stuðningsmenn, aðalstjórn félagsins og stjórnmálamenn tóku við sér." Sigurður Bjarnason, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik, er varaformaður Stjörnunnar og tekur tímabundið við formennsku í stjórn handknattleiksdeildarinnar. Hann er ósammála því að vekja hafi þurft aðalstjórn félagsins og bæjaryfirvöld af „værum blundi". Þvert á móti hafi aðgerðirnar skaðað félagið og því hafi verið gripið til aðgerða. „Það var alvarlega vegið að starfsemi félagsins og þá sérstaklega yngri flokka þess. Í félaginu eru margar ungar stelpur sem horfa mikið upp til meistaraflokks kvenna. Það hefur verið afreksflokkur í félaginu til fjölda ára. Þessar stelpur langar til að taka þátt í því og þarna sáu þær það starf rifið niður. Það fannst mér alvarlegast við þetta allt saman – það var ekkert verið að spá í því," sagði Sigurður. Fundað var með leikmönnum í fyrrakvöld og er mikill einhugur sagður ríkja hjá leikmönnum um að halda áfram. „Leikmenn eru í sjokki eftir þessa atburði og það verður verkefni okkar að koma liðinu í stand á ný," sagði Sigurður.
Olís-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Sjá meira